Leita í fréttum mbl.is

Hryggð

er eiginlega orðið yfir þær tilfinningar sem hrærast í brjósti Íslendings þegar hann er búinn að dvelja í hálfan mánuð meðal Bandaríkjamanna.

Af hverju er þjóð okkar svo höll undir að trúa því fólki sem segir því að hvergi í heiminum hafi fólk það betra en um þessar stundir undir þess stjórn?

Að hvergi i Evrópu búi menn við lægra besnínverð en sé á Islandi undir þess skattlagningarstiga. sem sé sanngjarn og nauðsynlegur til að halda upppi norrænu velferðarkerfi á Íslandi?


Á Íslandi sé hugsað svo vel um einstæðar mæður, aldraða, fatlaða og öeyrkja að hvergi sé betur gert. Ekkert stjórnmálaafl nema þau sem við stjórnina sitja um þessar mundir, hugsi svona vel um þarfir lítilmagnans. Í Ameríku éti allir lítilmagnar það sem úti frýs.

Af hverju trúir þjóð okkar þessum málflutningi? Af hverju kýs hún það fólk sem heldur þessu bulli fram? Við séum einhver Evrópuþjóð að þeira sögn og miðum okkur því við Samband Evrópuríkjanna. Þaðan hljóti öll okkar viska að koma.

Þó við viljum kannski ekki greiða því atkvæði í þjóðaratkvæðagreðslu að ganga í Evrópusambandið, þá segja valdhafar að við eigum þar heima sem Evrópumenn og hljótum í fyllingu tímans að sjá ljósið að verða þjóð meðal þjóða eins og þeir Góðkratar segja. Sem sagt að við skulum verða þjóð meðal þeirra 92 % þjóða heimsins sem standa utan ESB.

Að nokkur Íslendingur skuli líta á sig sem fremur en Ameríkumann en Evrópumann, má eki einu sinni ræða. Það er búið að ákveða hina skoðunina eins og staðarval Landspítalans, Schengen og aðra óbreytanlega hluti á svo óbreytanlegan háttt og því verður ekki breytt.

Ég er búinn að horfa nokkuð á hvernig tiltekin einstæð móðir lifir hér i Bandaríkjunum. Hún á tollalausan bíl sem hún notar til að keyra barnið í fóstur og sjálfa sig svo í vinnuna langa vegu. Heilbrigðisyfirvöld fylgjast grannt með barninu og hún fær greitt úr kerfinu meira en hún greiðir i það. Hún er dugleg stúlka með færni í samsetningu flókinna raindafatækja. Bensínið á bílinn hennar kostar hana minna en einn dollar á lítra. Það lægsta sem gerist meðal Evrópuþjóða er þá bráðum svona pí sinnum hærra en í USA og Steingrímur segir okkur á þetta sé með því al-lægsta sem hugsanlegt sé. En bensínið sjálft er samt úr sömu uppsprettu í Arabíu eða Norðursjó. Aðeins munur á innflutningsaðferðum og skilningi.


Á móti þessu bandaríska ástandi skattleggja þau Jóhanna og Steingrímur J., okkar barnvænu stjórnvöld, bíla eins og þeir séu reiðhjólafjandsamlegur lúxus. Ekki með hliðsjón af þeirri staðreynd sem sést í umferðinni, að efnahagslífið gengur á bílnum og bensínverðinu? Bíll er lúxus þeirra ríku í þeirra augum þó þau sjálf keyri á lúxusbílum hverja spönn.

Hvoru tveggja, bensín og bilverð er frumforsenda framfara. Sem byrjuðu í Ameríku fyrir margt löngu síðan. Í Ameríku býr íslensk þjóð sem er jafnstór þeirri sem síðast bjó á Íslandi áður en hún byrjaði á að afhenda það il annarra þjóða. Af hverju skyldu þá Íslendingar vera Evrópumenn fremur en Ameríkumenn? Af hverju látum við segja okkur endurtekið svona bull?

Verður maður ekki hryggur af því að sjá þjóð sína ekki skilja samhengið og kjósa sér endurtekið fákænt fólk til forystu?

Af hverju er þetta allt svona hryggilegt? Af hverju eru þau Jóhanna og Steingrímur J.og Svandis Svavarsdóttir eins og þau eru? Er ekki hægt að laga þau? Fræða þau? Opna augu þeirra?

Af hverju elska þau ekki lítilmagnann á borði sem í orði? Af hverju sjá þau ekki hver er orsökin fyrir óförum okkar sem þjóðar heldur friða Þjórsá? Af hverju eru þau svona innilokuð,heimaalin, þröngsýn eða sannfærð um andstöðu við allar framfarir? Er þessi barnatrú bolsévismans eins og Islam, eitthvað sem maður losnar ekki við hvað sem á gengur og þrúgar ævilangt?

Af hverju kýs fólkið okkar þetta fólk endurtekið til forystu? Er ekki eitthvað að þekkingu fólksins? Er hægt að víkja þessari hryggð til hliðar?

Íslensk pólitík er í raun hryggilegri en að tárum taki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Maður má víst ekki segja neitt jákvætt um Bandaríkin, eitt lýðræðislegasta land heims.  Og með frábæra stjórnarskrá. 

Fáir hlutir pirra mig meira en þegar Íslendingar ætla að troða manni inn í heim Evrópubúa þvert gegn vilja manns.  Við erum nefnilega í alvöru í álfunni Ameríku þó pólitíkusar hafi valið að troða okkur pólitískt inn í Evrópu. 

Nú síðast fær maður ekki flóafrið fyrir Brusselsinnum og ICESAVE-SINNUM sem vilja gefa afkomu okkar og fullveldi undir yfirráð pínulítils 8% hluta heimsins eða hins svokallaða ´Evrópusambands´, bara samt um 42% Evrópu.  Halldór, það er prentvilla í pistlinum þar sem eg held þú hafir ætlað að skrifa - - - 92% þjóða heimsins - - - . 

Elle_, 12.3.2012 kl. 06:38

2 identicon

Èg hef veri töluvert á ferðinni þarna fyrir vestan en þó mikið vestar en þú ert og þekki þar töluvert af fólki og ég verð nú bara að segja eins og er að þetta sem þú segir um þessa einstæðu móður, er sannleikanum samkvæmt ég þekki nefnilega eina svoleiðis í Suður Dakóta sem er hjúkrunarfræðingur, og maður lifandi, hún hefur það svo miklu betur en kollekar hennar hér heima á Íslandi.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.3.2012 kl. 06:43

3 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Samt eyða þessar einstæðu mæður sem nemur að minsta kost 70.000 ISK í hverjum einasta mánuði til varnarmála.

Þarna fær venjulegt fólk lán til bifreiðakaupa sem bera jafnvel bara 2% flata vexti.

Þarna brenna allir sjóðir upp í verðbólgu að því er virðist með nokkuð reglubundnum hætti.

Þarna fá menn sem falsa efnahagsreikninga jafnvel hundruð ára fangelsisdóma.

Þarna er notuð sjálfstæð mynt og menn virðast bara búa hana til eftir þörfum svo allir hafa vinnu.

Hvernig má þetta bara vera ?

Guðmundur Jónsson, 12.3.2012 kl. 10:03

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Og varla lækka skattarnir þegar við förum að borga vexti af góðæristimburmönnunum. Lánadrotnar Íslands IMF leyfðu ríkissjóði "af góðsemd" að vera með 100 milljarða halla. 

Villt þú Halldór láta fíkilinn fá antabus?

 

Sigurður Þórðarson, 12.3.2012 kl. 14:47

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Reynsla okkar er sú að jafnvel þó einhver flokkur eða pólitíkus viðurkenni vandann, sem þeir gera helst ekki, þá reyna þeir hinir sömu að finna einhver skúmaskot t.d. í utanríkisráðuneytinu fyrir vini sína.

Og nú sér menntaelítan að ríkið getur ekki þanist meira út svo hún veðjar á Brussel.  Þar er stór matarhola fyrirhámenntaðar naggrísir sem naga og naga þangað til stoðirnar hrynja.

Sigurður Þórðarson, 12.3.2012 kl. 15:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband