Leita í fréttum mbl.is

Vefvarp RUV

er í tómu tjóni eins og krakkarnir segja. Hér á Flórídu er hending ef maður fær ekki meldinguna "Stream not found..." þegar maður ætlar að hlusta á fréttirnar. Stöð 2 er langtum áreiðanlegri en RÚV sem maður hélt þó að vildi koma boðskapnum sínum sem víðast. margir þættir birtast strax en fréttir mjög sjaldan.

Það er kunnara en frá þurfi að segja að flestir Íslendingar erlendis hafa þær taugar til landsins að þeir vilja fylgjast með. Af hverju er þetta þá endilega svona lélegt þetta vefvarp RÚV?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Kannast við þetta, stundum þarf yfirvegaða þolinmæði  og síendurteknar tilraunir til að ná einhverju út úr sarpnum.

Eitt ráð sem ég fékk frá RUV var að ýta á CTL F5, þegar "server not found" eða "stream not found" birtist.  Þá hreinsast oft leiðslan

Jenný Stefanía Jensdóttir, 20.3.2012 kl. 15:32

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Halldór.

Það er ekki furða að vefvarpið hjá RÚV sé ekki upp á marga fiska. Ég minnist þess ekki að hafa horft á heilan fréttatíma á þessu ríkissjónvarpi án einhverra minni eða stærri hnökra. Ef þú hefur áhuga á hlutlausri og tæknilega nothæfri útvarpsstöð, þá prófaðu: www.utvarpsaga.is Sérstaklega er morgun útvarpið skemmtilegt. Þetta er eina útvarpssendingin sem ég get t.a.m. alltaf nálgast í Asíu.

P.S.

Dagskráin á RÚV er þar að auki afleit. Stöðugar endursýningar og sjaldnast boðið upp á helstu íþróttaviðburði íslenskra landsliða í beinni útsendingu

Jónatan Karlsson, 20.3.2012 kl. 19:08

3 Smámynd: Halldór Jónsson

takk fyrir ábendinguna kæra Jenný, prófa þetta.

Jónatan, nú finnst mér ég vera heimsfrægur, ég hef ekki vitað til þess að neinn svona í Langtburtístan læsi mitt blogg .Wá! Útvarp saga er góð og ég hlusta oft á hana . Það væri áreianlega gaman ef þeir gætu lagað þetta þarna hjá RUV. Hvar ertu og hvað ertu að bauka þarna?

Halldór Jónsson, 20.3.2012 kl. 23:21

4 Smámynd: Agla

Takk fyrir færsluna, Halldór, og kærar þakkir til Jennýar fyrir að miðla upplýsingunum frá RUV.

Sjálfri finnst mér breytingarnar á vefvarpi RUV ekki hafi verið til batnaðar. Mér finnst t.d. erfiðara en áður að finna hvað er á boðstólum á vefvarpinu.

Hnökrana, tafirnar,"server not found", "stream not found" hjá RUV, treysti ég mér ekki til að ræða án þess að grípa til blótsyrða. 

Mér til ánægju og fróðleiks fylgist ég oft með Vefvörpum erlendra  fjölmiðla, eins og t.d. CNN, BBC og NRK. án þess að finna  fyrir hinni minnstu tilhneigingu til að ákalla myrkravöldin og þess vegna hefur það hvarflað að mér að eitthvað þurfi endurbóta við hjá Vefvarpsdeild RUV.

Agla, 21.3.2012 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418167

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband