Leita í fréttum mbl.is

Á Alþingi

fer fram meðan ég skrifa þetta hér á Florida í fjarlægðinni umræða um það hvort eigi að blanda einhverjum spurningavagni ríkisstjórnarinnar í Forsetakosningarnar. Fyrir utan það hversu fráleitt mér sýnist það samrímast stjórnarskránni og því mikilvægi sem þar er forskrifað um að velja Forseta í þjóðkjöri, að draga þannig athyglina frá þessari alvarlegu athöfn lýðræðisins íslenska, þá er birtist manni það í umræðunum, að spurningarnar fyrirhuguðu eru svo vanhugsaðar og ómarkvísar, að furðu sætir að þessi blómi þjóðarinnar skuli bera slíkt á borð. Þær eru órökrænar í röð sinni og samhengislausar auk þess sem niðurstaða atkvæðagreiðslunnar hefur engin áhrif, þar sem aðeins Alþingi getur gert breytingar á stjórnarskránni.

Bæði Pétur Blöndal og Asmundur Daði hafa sýnt fram á hversu furðulegt er að spyrja um afstöðu fólks til auðlinda og fullveldis þjóðarinnar og spyrja þá ekki um afstöðuna til ESB umsóknarinnar, sem óneitanlega tengist þessu hvorutveggja órjúfanlega. Yfirgnæfandi líkur má telja á því að þjóðinni séu önnur mál ofar í huga en ófullburða tillögur stjórnlagaráðs. Þjóðin þarfmast aðgerða í atvinnumálum í stað innantómra orða um ekki neitt.

Eftir situr í vitum mér ólykt af yfirgangi Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms j. Sigfússonar gagnvart rökræðum á Alþingi. Þau taka hæpin mál, sem fráleitt er eining um meðal þjóðarinnar og reyna að keyra þau í gegn um þingið í skiptum fyrir atkvæði Þórs Saari í hugsanlegu vantrausti.Af þingmennsku þessa farandþingmanns finnst mér svo til viðbótar leggja enn verri þef vegna brigðmæla hans við þá kjósendur sem hann sótti sinn stuðning til.

Þarna horfir maðurí beinni útsendingu á þingmenn engjast sundur og saman í ræðustól og þruma yfir auðan stól Steingríms J., sem er að skemmta sér í Kanada meðan þetta upphlaup varir.

Stjórnarþingmenn, nema Össur, nenna varla upp í ræðustól til að verja aðfarirnar meðan sökudólgurinn Saari lætur ekki sjá sig ennþá núna klukkan ap ganga sex. Það er Þór Saari sem stendur fyrir þessari sýningu og þeirra útgjalda sem hún kostar. Hennar eina markmið er að halda stjórninni á lífi við það eina verk að keyra andlit þjóðarinnar dýpra í forina svo hún megi ekkert gera sér til bjargar. Búa áfram við þessar endalausu samræðustjórnmál sem koma því einu fram að tala en gera ekki neitt, hvorki í virkjanamálum, atvinnumálum eða skuldavanda heimilanna.

Mér finnast þetta vera pyndingar á heilbrigðri skynsemi og ógeðfellt niðurrif á þeirri litlu virðingu sem Alþingi kann að eiga eftir um þessar mundir.
Megi skömm Þórs Saari vera lengi uppi fyrir þessa hörmulegu meðferð hans á Alþingi í skjóli svika sinna við kjósendur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband