Leita í fréttum mbl.is

Fegurðarsamkeppnin

er það sem mannni dettur helst í hug þegar maður hugsar til Forsetakosninganna.

Ef maður horfir á framboðsliðið þá sér maður að fríðleikann og glæsileikann á það allt sameiginlegt. Það er útgeislunin í fjölmiðlum með Colgate-brosið sem virðist helst vekja ábuga Íslendingsins þegar kemur að þeirri sjórnarskrárbundnu skyldu að kjósa Forseta lýðvekdisins Íslands. Auðvitað prýðir menntunargráða brosið enda hafa ekki aðrir ráðá að brosa í fjölmiðlum sem ekki hafa af einhverju að státa. Ófríður átjánbarnafaðir úr Álfheimum á engann sjans þó hversu spakur að viti hann annars væri.

Það er ekki endilega hvað menn hafi gert, hugsi eða hvað þeir boði þegar fólk fer að hugsa um það hvern þeir eigi að kjósa. Hvernig Foseti frambjóðandinn segist ætla að verða, hvernig hann ætlar að starfa.

Hvað þá síður að menn velti fyrir sér til hvers þetta embætti sé eiginglega? Flestir fyrri Forsetar voru einhverskonar falleg sameiningartákn sem gerðu fátt annað en brosa og flytja hátíðarræður. Þeir áttu að vera ópólitískir þó embættið sé pólitískt í eði sínu.

Þangað til Ólafur Ragnar Grímsson lét reyna á stjórnarskrána og husgunina bak við embættið. Í ljós kom að þeir sem sömdu það gamla og gróna plagg voru ekki sýnu vitlausari en sjtórnlagaráðið sem átti að búa til nýja skrá handa okkur af því að Jóhönnu og kommunum í kringum hana héldu því fram að þessi ómöguleg. Hugsanlega af því að þeir voru búin að sjá ógnina við algera valdatöku sína til fullveldisframsals sem stafaði af embættinu eins og kom fram fyrst fram í afgreiðslu fjölmiðlalaganna á sinni tíð. En þá voru aðrar forsendur og menn hafa á beisku bitið síðan vegna þeirrar synjunar.

Flestir munu nú á einu máli að veikleiki lýðræðisins hjá okkur sé slíkur að embætti svona yfirtugtmeistara eins og Forsetans sé nauðsynlegt. Og hvað veldur þá lýðræðisveikleikanum?

Menn mega hafa á því margar skoðanir. En ég velti oft fyrir mér þeirri staðreynd að Alþingi er ekki lýðræðislega kjörið með einu atkvæði hvers manns. Forseti Íslands er hinsvegar þannig kjörinn. Þessvegna tel ég nauðsynlegt að kosið sé í tveimur umferðum séu fleiri en tveir kostir í boði þannig að allir verði að svara ótvírætt hverjum sé best treystandi til syvende og sidst. Ég tek það fram að ég er eiðskuldbundinn sjálfum mér að kjósa Ólaf Ragnar þó margir virði það ekki við mig. Raunar hefði ég lengi ekki trúað því sjálfur að svo færi en svona er það nú samt. Menn eiga það sem þeir eiga.Og svo er ég sérlega skotinn í henni Dorrit og held að húna hafi bætt hann Óla.

Mér finnst að kjósendur ættu fremur að hlýða á raddir skynseminnar heldur en kynhormónanna í þeirri fegurðarsamkeppni sem nú fer fram í framboðsmálum til Forseta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband