Leita í fréttum mbl.is

Reykjavíkurbréf

Morgunblaðsins í dag er nokkuð sem ættfæddir Íslendingar ættu að lesa.

Það er hollt að reyna að rifja upp fyrir sér hvernig Samfylkingarmenn Sturlungaaldar, þeir Snorri Sturluson, Þórður Kakali og Gizur Jarl, voru reiðubúnir að þiggja vegtyllur af Hákoni Fúla og koma landinu undir hans vald. Þó skal þessum mönnum það tillagt að þeir voru allir nokkuð efins um ágæti sinna verka lengi vel og hvikuðu við um stund. En innanlandsástandið og lögleysið var með þvílíkum hætti að almenningur hlaut að vera uppgefinn. En í hópi hans voru margir góðir bændur víða að reknir og alþjóðafók algengt í landinu.Enda samgöngur við Evrópu góðar með reglulegum siglingum hundrað farþega stórskipa.

Það kom í hlut Gizurar frænda míns að fullkomna verkið með því að bændur svörðu Hákoni skatt árið 1262 með gamla sáttmála, sem er jafnvel enn í gildi þar sem mér vitanlega honum hefur aldrei verið sagt upp.Eigum við þar með ekki nokkurt tilkall til olíunnar og norsku krónunnar?

Gizuri var nokkur vorkunn. Enginn maður hafði á þvílíku beisku bitið sem hann, þegar kona hans og þrír synir höfðu verið drepin fyrir honum á hinn hroðalegasta hátt í deilum sem tengdust konungsveldinu. Að maðurinn skyldi halda viti sínu og geði eftir Flugumýrarbrennu er makalaust en hefur auðvitað sett sitt mark á hann.

Nú heitir viðsemjandinn Stefán Fúli og konungsveldið ESB mun stærra sem okkar Samfylkingarfólk og Steingrímur J. vilja gerast handgengið.

Ég hef velt því fyrir mér hversvegna enginn kannar afstöðu þeirra 15 % Íslendinga sem eru aðfluttir? Hvar standa þeir í aðildarviðræðum? Þeir eiga engin ættar-eða sögutengsl við þjóðina sem valda þeim fordómum. Eru þeir alþjóðasinnar og kjósa Samfylkinguna upp til hópa án þess að vera virtir þar viðlits?

Það er eiginlega umhugsunarvert hversu lítið innflytjendur hafa látið til sín taka í stjórnmálum þessa lands. Er þetta ekki eitthvað sem stjórnmálaflokkar okkar þurfa að veita meiri athygli. Sérstaklega þegar ættfærðir Íslendingar flytja úr landi og hlutfall innfluttra vex.

Allavega er ástæða til að hvetja ril þess að fólk lesi þetta Reykjavíkurbréf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Kristinn Þórðarson

Tek undir þettað,en fyrst þú mynnist á Reykjavíkurbréfið,virðist fátt breytast  á Íslandi í dag Hagar sem nú eru orðnir Ehf.dæla auglýsingum í Fréttablaðið en önnur dagblöð að mestu sniðgengin

Guðmundur Kristinn Þórðarson, 21.4.2012 kl. 09:56

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hefur eitthvað breyst? Jú Húsasmiðjugreifarnir eiga Haga ehf.í stað Jóa. Óli á Samskip hvað sem Kaupþingi og AlThani, Hauff& Anheuser, Deutsche Bank, Partridge eða vað það hét og Tortola, Pálmi flýgur á Express, Halldór á Skinney osfrv.Hver á Aríon og Íslandsbanka?

Er einhver samkeppni í nýlenduvörunni, olíunni, bankastarfseminni? Hver á Símann og Mílu?

Halldór Jónsson, 21.4.2012 kl. 19:47

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það er augljóst að við eigum nokkurn rétt til olíusjóðsins norska. Við skruppum bara í "óvissuferð" í kringum árið 900 og ættum að geta snúið "heim til Noregs" hvenær sem okkur þykir nóg komið af óvissunni....

Er nokkuð annað en að við gerum upp gömlu skattaskuldirnar við norska skattstjórann og fáum svo okkar norsku krónur? Reyndar hljóta skuldirnar að hafa fyrnst á þessum liðlega 1200 árum og hugsanlega eigum við rétt á bótum fyrir þann fisk sem Norðmenn hafa veitt úr sameiginlegum stofnum og svo hljóta þeir að skulda okkur eitthvað fyrir olíuna sem þeir hafa verð að dæla af hafsbotni. Það væri kannski rétt að fara í viðræður við þá og hætta þessu ströggli við ráðamenn í Brussel....?

Ómar Bjarki Smárason, 22.4.2012 kl. 20:51

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Er ekki bara rétt að panta útskrift og yfirlit á Eirík Rauða, Ingólf og Hjörleif og þá aðra sem kynnu að eiga óuppgert og spyrja hvort þeir vilji sjattla? Höfuðlausn er uppgerð og við skulum leggja Heimskringl með okkur . Svo komum við með Ameríku og Grænland í búið því við fundum þetta og höfum ekkert afsal gefið út mér vitanlega. Við eigum 300 þúsund manns þarna fyrir vestan og Norðmenn líka slatta svo þeir geta ekki neitað ítökunum.

Halldór Jónsson, 23.4.2012 kl. 14:03

5 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Við getum lagt ýmislegt í búið hjá frændum okkar í austri. Spurning hvað þeir eru tilbúnir að greiða fyrir það að við samþykkjum að Leifur Eiríksson hafi alla vega að hluta verið norskur? Verðum að reyna að spila úr því sem við höfum!

Ómar Bjarki Smárason, 1.5.2012 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband