Leita í fréttum mbl.is

Orðið frjálst !

er inntak leiðara Morgunblaðsins í dag.

Þar er fjallað um gildi upplýsingarinnar og umræðunnar fyrir þjóðfélagið. Höfundur veltir stöðu þessara mála á Íslandi fyrir sér og lemst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir allt stöndum við betur en margir aðrir.Höfundur segir m.a.:

"Það hefur verið einn af helstu kostum íslenskrar blaðaútgáfu að almenningur hefur átt þar góðan aðgang og getað komið sínum sjónarmiðum á framfæri. Þeir, sem reynt hafa að koma greinum sínum inn í blöð í nágrannalöndunum, vita að slíkt er þrautaganga, sem sjaldan ber árangur. Fastráðnir blaðamenn eða blaðamenn á sérstökum samningum og fastir pistlahöfundar sjá nánast alfarið um öll skrif sem þar ganga á prent. Undantekningarnar eru ein og ein grein eftir þjóðþekkta menn sem viðkomandi blað telur sérstakan akk í að birta.

Ríkisútvarpið, sem er í »þjóðareign«, eins og Litla-Hraun og fiskimiðin, gefur eiganda sínum ekki sjálfsagðan aðgang að hljóðnemum sínum nema eftir sérstöku einhæfu vali, og stundar áróður sinn eins og sú »þjóðareign« sé alls ekki til staðar. Sérstök ákvörðun var tekin þar á bæ að fella orðið »ríkis« burt úr allri umfjöllun um stofnunina og nú er hún undantekningarlaust nefnd »RÚV« af öllum starfsmönnum sem þar eru vistaðir. En ríki og ríkiseign er þó hið lögvarða heiti yfir »sameign þjóðar«, en það hugtak hefur raunar enga afmarkaða merkingu að lögum.
Skatturinn sem fólk er lögþvingað til að greiða til stofnunarinnar er kallaður »þjónustugjald« en ekki skattur og ætti því helst að greiðast af Samfylkingunni sérstaklega, eigi að taka það hugtak bókstaflega.

Þótt dagblöðum hafi fækkað síðustu áratugina og þrengst hafi um þau blöð sem eru á markaði, eru þau enn mikilvægasti vettvangur almennings til umræðu, þótt settar hafi verið nokkrar skorður á lengd birts texta. Knappari texti þarf ekki að draga úr gildi greina og oftast er boðið upp á að lengri útgáfa sé birt á netmiðli blaðsins þyki mönnum mikið liggja við að allt efni frá þeim fái birtingu.

Netið er að verða sífellt virkari kostur fyrir fólk til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þótt margt sé óheflað og jafnvel ógeðfellt í bloggheimum dæmir hið versta sig smám saman úr leik og annað sem þar birtist er um margt upplýsandi og fróðlegt og til fyrirmyndar. .."

Þetta eru athyglisverðar hugleiðingar. Þeir sem búið hafa erlendis geta tekið undir þetta. Í gömlu Evrópu var nánast útilokað fyrir manninn á götunni að koma sínum sjónarmiðum fram fyrir daga Netsins. Menn geta séð hvaða aðferðum Adolf Hitler varð að beita til að berjast fyrir sínum skoðunum í algerlega fjandsamlegu umhverfi fjölmiðlunar. Því miður tókst ekki að þagga hann þó reynt væri.

Á móti kemur þar að erlendir blaða-og fréttamenn hafa yfirleitt nokkra yfirburði yfir venjulega íslennska kollega sína í þekkingu og ráðamenn sleppa oft ekki eins ódýrt og hér er venjan.

Hér er ástandið samt mun opnara. Morgunblaðið, Útvarp Saga, ÍNN, DV gera sitt til að opna fyrir skoðanir fólks. Samt er ástæða til að velta því fyrir sér hvaða ástand muni skapast verði áframhald á blaðadauðanum eins og þróunin virðist vera í heiminum.

Hvar værum við stödd á Íslandi ef menn gætu ekki komið greinum fyrir almenningssjónir eins og þær tvær greinar sem leiðarahöfundur vitnar til í Morgublaði gærdagsins. Fullyrða má að önnur þeirra greina ef ekkki báðar myndu hvergi hafa ratað í gegn umm þær ritskoðanir sem ríkir víða annarsstaðar. Þó Netið sé hinn nýji miðill sem ekki lætur eins auveldlega að stjórn, þá er orðið ekki allsstaðar frjálst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband