Leita í fréttum mbl.is

Mörður svarar 8000 manns !

sem setja fram vantraust á ríkisstjórnina.

"Ágætu vantreystendur

Sjálfsagt að svara spurningu ykkar. Svarið er að ég ver núverandi ríkisstjórn vantrausti í þeirri stöðu sem þið búið til.

Ríkisstjórnin hefur unnið afrek við að koma íslensku samfélagi upp úr öldudalnum eftir hrun en á enn óunnið verk í þeim efnum. Að auki eru nú á dagskrá stórmál sem ekki verður séð að önnur tiltæk pólitísk öfl hafi nokkurn hug á að ráðast í, svo sem: Skynsamleg fiskveiðistjórn í anda jafnræðis og í samræmi við þjóðareign sjávarauðlindarinnar, og áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða sem gæti gjörbreytt stöðu og viðhorfum í sex áratuga hörðum átökum um virkjanir og nátttúruverðmæti.

Síðast en ekki síst er svo umsóknin um aðild að Evrópusambandinu. Aðild færir okkur traustan gjaldmiðil, og skapar grunn undir jafnvægi og framfarir í efnahags- og atvinnumálum, velferð og menntum. Við núverandi aðstæður verður viðræðum við Evrópusambandið ekki haldið áfram nema með fulltingi þess þingmeirihluta sem styður aðildarumsóknina... – en þjóðin öll tekur svo afstöðu til aðildar að loknum samningum. Að þessu samanlögðu er eðlilegt að ríkisstjórnin sitji út kjörtímabilið. Því lýkur í apríl næstkomandi.
Mörður Árnason

PS: Ég hef engan rökstuðning séð fyrir tillögu ykkar um að ríkisstjórnin fari frá og gengið sé til kosninga. Gætuð þið sent mér slík rök?"

Þá hafa menn skoðað inn í heilabúið á þessum stjórnarþingmanni. Þjóðin virðist sammála Merði þar sem aðeins 8000 manns hafa nú skrifað undir áskorunina. Það er því lítil von að hægt verði að flagga mikið með þessa áskoun. Þjóðin virðist ekki sjá tilganginn og stjórnin situr þessvegna áfram.

Og svo væru fólk eins og Mörður, hvað þá hún Jóhanna sjálf,staðráðið í að hafa hvern þann erkibiskupsboðskap að engu sem styttir meintar þjáningar vantreystenda.

"Því fer sem fer" eins og Stuðmenn sungu.

Mörður hefur svarað 8000 manns.80.000 manns myndu varla duga til að laga til í hausnum á honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Sæll Halldór, þessi undirskriftarsöfnun er ekki að skila sér því stór hluti landsmanna veit ekkert um hanna og þeir sem hafa fengið veður af henni, vita ekki hvert á að snúa sér en reikna með að upplýsingarnar komi bráðum.  Klúður.

Mörður, er náttúrulega mörður og einusinni kommúnisti, getur aldrei hugsað öðruvísi en í stíflum. 

Hrólfur Þ Hraundal, 25.5.2012 kl. 20:18

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hrólfur, heldurðu að það sé skýringin? Maður reiknar kannski ekki með að almenningur sé yfirleitt ekkert að þvælast á netinu daglega sem er líklega líklegra en hitt.

Kannski spyrst þetta út með hægðinni? Mér fannst ganga svo fljótt þegar skorað var a Ólaf á netinu vegna Icesave og fljótt gekk að skora á hann að vera áfram á vagtinni. Eða er þetta misminni hjá mér?

Halldór Jónsson, 25.5.2012 kl. 22:28

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Já og Hrólfur

Ég þekkti mömmu hans Marðar í Sundlaugunum til margra ára og miðað við hve hún var mikil yndælis manneskja þá hljóta að vera einhversstaðar góðir sprettir í Merði þó þeir sjáist kannski ekki daglega. Þessi kommúnismi hans er þráhyggja sem hlýtur að vera hægt að gefa rítalín við eins og gert við gönuhlauparara í skólunum eða hvað heldur þú?

Halldór Jónsson, 25.5.2012 kl. 22:32

4 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

sælir sá 1 ath.semd að ehv.nefndi áskorunina á Skynsemi.is það ruglar.

Helga Kristjánsdóttir, 25.5.2012 kl. 23:05

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já, mömmur eru bestar.  En pillur við kommúnisma duga lítt held ég.

Hrólfur Þ Hraundal, 26.5.2012 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 49
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 47
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband