Leita í fréttum mbl.is

Er þetta boðlegt?

Alþingi hefur í vizku sinni ákveðið með meirihluta atkvæða að leggja eftirtaldar spurningar í þjóðaratkvæði:

1. Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?

Já, ég vil að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.

Nei, ég vil ekki að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá.

Hvernig getur almennur kjósandi svarað svona spurningu með já eða nei? Þó að við gerum ráð fyrir að hvann hafi lesið allan textann í þaula og sé samþykkur einu en andvígur öðru, hvernig getur hann svarað með já eða nei?

2. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar þjóðareign?


Nei

Hvað er náttúruauðlind sem er ekki í þjóðareign? Er það eldgos í Heimaey? Hver á gosefnin og hitann? Er það stormurinn á Stórhöfða? Er ekki vindorka auðlind sem sumir nota en veldur öðrum tjóni? Eigum við rafmagnið frá vinmyllunum í Hollandi af því að lægðin kemur héðan? Á þá Evrópusambandið makrílinn ef hann kemur þaðan? Er fiskurinn í sjónum eða laxinn í ánni í veðsetjanlegri einkaeign? Skiptir máli hvar syndandi fiskur er staddur þegar hann veiðist?

3. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um þjóðkirkju á Íslandi?


Nei

Hvernig á ákvæðið að hljóða ef svarið er já? Skal vera engin þjóðkirkja á Íslandi? Á núverandi ákvæði að gilda áfram? Eða á önnur kirkja en núverandi að taka við? Veit kjósandi örugglega hvernig ákvæðið hljóðar múna?

4. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?


Nei

Hverskonar persónukjör er átt við? Skal vægi útstrikana breytast ef núverandi kerfi telst persónukjör? Eða er ætlunin að breyta öllu kosningakerfinu? Og þá hvernig?

5. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?


Nei

Líklega er þetta eina spurningin sem rökfræðilega er hægtað svara með já eða nei. En hvernig verður já-framkvæmt? Þyrftu menn ekki að vita neitt um þau áform áður en þeir segja já?

6. Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningarbærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?


Nei

Hvað er tiltekið hlutfall? "Hversu mjúkt er mjúkt?" spurði Guðmundur Einarsson verkfræðingur Bandaríki Norður-Ameríku. Því er enn ósvarað eftir því sem ég best veit.

Finnst fólki það auka veg og virðingu Alþingis að setja fram svona ógrundaðar spurningar og leggja þær fram í hundruð milljóna króna þjóðaratkvæðagreiðslu? Verður þetta höfuðarfleifð Hreyfingarinnar í íslenskum stjórnmálum?

Er það rétt af fólki að mæta til þessa atburðar ef því finnst sér misboðið með spurningunum?

Er þetta boðlegt af Alþingi Íslendinga? Eða bara mátulegt?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband