Leita í fréttum mbl.is

Barcley´s bankasamsærið

skekur heiminn. Þar á bæ gerðu menn samsæri til að hækka Libor vextina í heiminum með þeim afleiðingum að núna er bæjarfélagið Baltimore í USA komið í mál við banka út af vaxtaokri.Lögfræðingar græða alltaf á öllu svindli.

Á Íslandi er bankasamráð drifið fyrir opnum tjöldum og engum þykir það merkilegt. Allar prósentur flútta hérumbil uppá hár. Lánakjör og seðilgjöld eru samræmd og vanskilaskráin gildir fyrir alla. Það er nokkuð tilgangslaust að lesa ársskýrslu Fjármálaeftirlitsins 2010 til þess að reyna að sjá í gegn um þokuna. Þetta er alltsaman sami grautur í sömu skál íklætt fallegum litalínuritum sem sanna ekki neitt fyrir neinum sem ekki vill komast að ákveðinni niðurstöðu. Það er fákeppni á þessu sem við köllum íslenskan fjármálamarkað sem er auðvitað ekkert nema eitt miðstýrt sovét gjaldeyrishafta og handstýringar. Alveg eins og á matvörumarkaðnum þar sem hver dregur dám af sínum sessunaut.Enginn fær að fara á hausinn og því hreinsar markaðurinn sig aldrei vegna opinberra afskipta.

Það virtist allt að því sáluhjálparatriði hjá stjórnvöldum að láta engann banka fara á hausinn í hruninu en ábyrgjast samt innistæður. Nú geta menn hinsvegar velt því fyrir sér hvort staðan væri verri ef bæði Aríon banki og Glitnir hefðu verið látnir rúlla og hverfa. Þá værum við með einn ríkisbanka og einn einkabanka og nokkra sparisjóði sem hefði fyllilega dugað sem byrjun á nýju upphafi.Við vorum fyrir hrun með pí sinnum fleiri bankastarfsmenn en Bandaríkin og þó að eitthvað hafi lagast erum við samt með alltof margt fólk í bankastarfsemi.

Hjá Barcley er peði fórnað fyrir hrók og forstjórinn situr sem fastast þrátt fyrir að augsýnilega var hann yfirkokkur. Íslendingar hefðu ekki gert þetta betur eftir svona bankasamsæri. Hjá okkur er verið að endurreisa félögin gömlu og fósarnir eru að fá sín gömlu veldi afhent til baka.

Þeir kunna það hjá Barcley´s.Þeir borga sína hálfrabilljóndollara sekt með bros á vör eins og okkar íslenska kortafyrirtæki gerði á sínum tíma og svo var bara allt í keyinu. Kúnninn borgar auðvitað allar sektir fyrirtækja á endanum og bankarnir fara sínu fram hér eftir sem hingað til.

Þeir virðast vita það í Englandi eins og hér að almenningur sjái aldrei neitt og það megi láta hann gleypa hvað sem er með töfraorðinu BANKI-LÁN!

Hjá Barcley´s verður örugglega business as usual í næstu viku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 62
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband