Leita í fréttum mbl.is

Hvort svíkur Steingrímur

þjóðina eða Samfylkinguna spyr Styrmir á Evrópuvaktinni. Hann heldur að nú muni Steingrímur svíkja Samfylkinguna með því að segjast elska makrílinn með þjóðinni meira en ESB.

Mín skoðun er sú, að Steingrímur svíkji alla jafnt. Öllu sem hann lofar mest svíkur hann stærst. Sama hvað er. ESB, Samfylkingin, Vinstri Grænir, jafnvel kommúnismann sjálfan. Steingrímur J virðist bara eiga eina hugsjón. Völd fyrir Steingrím sjálfan. Fyrir þau svíkur hann allt sem hann getur. Því hann getur ekki tapað. Verðtryggður lífeyrir hans hækkar dag frá degi hvernig svo sem öllu svikabixinu líður.Kaupið hans og þingmannanna hækkar meðan bæturnar hjá öldruðum og öryrkjum lækka eftir því sem Björgvin skrifar í Mogga.

En hverju ætlar hann að ljúga þegar kosningar nálgast? Hverju getur hann fundið uppá til að lofa liðsmönnum sínum? Hann er búinn með landrisið, atvinnumálin, ESB-andstöðuna,AGS-andstöðuna, Icesave I, II, III, Sjóvá, Íslands-og Aríonbanka, Askar Capital, VBS, Saga Capital, SpKef, veiðigjaldið, virkjanastoppið. Hvað er eftir? Hann er einskonar sambland af Munchausen og Vel-lygna Bjarna. Sífelld uppspretta nýrra furðusagna.

Aumingja Vinstri Grænir. Það er ekkert eftir fyrir þá því að Steingrímur er búinn að svíkja allt sem þeir nokkurntímana hafa rætt um. Skyldu þeir  Hjörleifur og Ragnar Arnalds geta fundið nokkuð ósvikið eftir í þeirra gamal flokki?

Nú flennir Steingrímur granir á móti sjávarútvegsráðherra ESB og hristir hönd hennar ákaft sér maður á myndum. Ætli hann lofi henni ekki meiri makríl frá Íslendingum? Kannski fer hún þá heim ánægð og Steingrímur sterki segir við okkur: Sjáið þið hvernig ég tók hana? Hún fer ekkert með mig.Við Jóhönnu segir hann svo kannski, er þessi makríll nokkuð til skiptanna við ESB? Verður þú ekki að standa þig? Eða á ég að gera eins og Styrmir segir?

Það er ekki spurning um hvort Steingrímur svíki. Eiginlega alla jafnt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þetta bjó bak við túlann og er þar enn ,auðvelt fyrir hann að skekja hönd Damanaki makráðu,hann kann orðið þessa list.

Helga Kristjánsdóttir, 5.7.2012 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.5.): 6
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 3420846

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband