Leita í fréttum mbl.is

Hvað gera bankarnir fyrir þig?

 

annað en að rukka þig og millifæra þína peninga til innheimtuaðilanna?

Í undantekningartilvikum þarf einstaklingurinn á miðjum aldri lán frá banka. Fái hann lán þá er það dýrt og  vandséð hvort að ávinningurinn réttlæti kostnaðinn.  Unga fólkið hefur margar þarfir sem það þarf að fá fullnægt. Þá kemur bankinn og segist vera vinur þess og lánar allskyns verslunum sem selja á Visa-raðgreiðslum, afborgunum og hraðpeningum sem miða að því að gera fólkið að ánauðugum  skulda -og afborganaþrælum um mörg ár. Og með þessu keyra bankarnir áfram verðbólguna með því að auka stöðugt peningamagnið sem Seðlabankinn á að stýra og reynir með hækkun vaxta sem aftur eykur á þensluna og gróða bankanna. Allt gamlar lummur sem enn er verið að baka.

Svo koma sterkir menn og sjá hvað er sniðugt að eiga banka og framleiða peninga og við þekkjum öll nýliðið ævintýri hvernig útrásarvíkingarnir léku sér. Nú er verið að byrja leikinn á nýjan leik, það á að selja bankana  aftur. Og hver skyldi kaupa? Ekki raðgreiðsluþrælarnir svo mikið er víst. Það verður hin n ýja Nomenklatúra sem situr í lífeyrissjóðum án nokkurs umboðs, eða öðrum valdastöðum þar sem peningar ríkisins rúlla . Það var það sem klikkaði í einkavæðingu bankanna er að það finnast ekki einstaklingar meðal okkar þjóðar sem hafa þann siðferðisstyrk og menningaruppeldi sem er nauðsynlegt til að reka banka. Við seldum venjulegum Íslendingum sem búa ekki yfir þeim eiginleikum að virða rétt annarra. Því gengur einkavæðing ríkisfyrirtækja ekki eftir sömu lögmálum og annarsstaðar gerist, hvort sem það eru bankar eða sími. 

Svo þykist ríkið ver blánkt og þurf að spara. Gefur út ríkisskuldabréf með háum vöxtum sem það lætur bankana búa til pening handa sér útá meðan það er sá aðili sem getur raunverulega búið til peninga. Á sama tíma sem það lætur sjóðastjórana spila Matador með skattpeninga ríkisins með því að taka ekki staðgreiðsluna af innborgunum í ríkissjóð. Þetta er í besta falli galið kerfi.

Hvar fær bankinn pening til að lána? Hann býr hann til úr engu. Rafkrónur eru 8-9 sinnum fleiri en bankinn á raunverulega. Ef allir tækju peningana sína úr bönkunum  samtímis og Seðlabankinn myndi ekki skaffa þeim  lán, færu þeir umsvifalaust á hausinn.Það er algerlega fáránlegt að skilja  ekki viðskipta-og fjárfestingarstarfsemi bankanna í sundur. Það á ekki að hlusta á fjármálaspekúlantana í þessu efni. Það er fólkið sem þarf á þessu að halda.Margir fjargviðrast yfir vaxtakostnaði  og verðtryggingum.  Hinsvegar er menn fullir aðdáunar þegar bankarnir gefa út litskrúðuga ársreikninga með miklum gróða. Það gætu þeir ekki ef menn áttuðu sig á grundvallaratriðunum.

Frosti Sigurjónsson á miklar þakkir fyrir þær athuganir sem hann hefur verið að gera á grunneðli vandans sem íslenskt þjóðfélag stendur frammi fyrir. En ein rödd heyrist ekki þegar nógu margar aðrar syngja sjálfum sér lof og hósíanna eins og þeir sem græða á áframhaldi blekkingarinnar.

Bankarnir gera nefnilega ekkert fyrir neinn nema sjálfa sig. Þeir starfa eftir lögmáli Murphys sem segir að það sé ósiðlegt að leyfa fíflum að halda peningum sínum. þeirra hlutverk er bara eitt. Að sjúga og mergsjúga


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki bindiskylda það sem vantar til að hefta seðlaprentun bankanna?

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 30.7.2012 kl. 11:55

2 Smámynd: Starbuck

Góður pistill! 

"Hvar fær bankinn pening til að lána? Hann býr hann til úr engu."  Þetta er stórmerkileg staðreynd sem allt of fáir virðast átta sig á.

Starbuck, 30.7.2012 kl. 16:50

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Það er eins og enginn skilji, síst bankamenn, er, að eigendur bankans eiga alls ekki peningana sem eru inni í bankanum. Innistæðueigendur eiga þá, og það eru þeir, ekki svokallaðir „eigendur“ bankans sem eiga að njóta góðs af hagnaði, ef einver er. Bankamenn starfa í umboði hinna raunverulegu eigenda peninganna. Þó skammta þeir sér „bónusa“ og fleira af peningum innistæðueigenda og stinga í eigin vasa og fara í öllu að eins og þetta sé þeirra eigin fé.

Vilhjálmur Eyþórsson, 30.7.2012 kl. 16:54

4 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það er auðvelt að svara þessari spurningu.

Ekki nokkurn skapaðannhlut nema stela peningum frá mér og öðrum. Enda fæ ég grænar bólur á afturendann þegar ég geng inn í bankabyggingu.

Kveðja frá Las Vegas.

Jóhann Kristinsson, 30.7.2012 kl. 17:07

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Bankar geta ekki aukið peningamagnið Halldór. Einungis seðlabankar (banki bankanna) getur aukið peningamagn. 

En Bankar geta hins vegar gírað peninga upp. Ef uppgírun útlana innistæðna og lausafjármangs (leverage) yrði bönnuð þá væri það eins og að banna að sementið í steypunni sé notað lengur í henni en 10 mínútur í einu. Margföldunaráhrif sementsins í steypunni myndu hverfa. Þá fengir þú flotta en gagnslausa svartveggi sem væru ekki í neinu samhengi við hið teiknaða hús sem fólkið ætlaði sér að búa í. Það héldi bara áfram að vera teiknað hús á pappír.

Þetta væri einnig álíka og að banna áburðargjöf. Banna vatnsveitur og banna banna banna. Bannna yfirbókunarmódelið í fjarskiptum í gegnum t.d. símalínur (subscription overbooking models of internet access). Netáskriftar kostnaður þinn myndi margfaldast og þú yrðir að hætta að blogga og hætta að nota netið.

Kristján bendir ágætlega á bindiskyldu hér að ofan. Ég bendi hins vegar á áhættutöku sem drifkraft mannsins. Að taka vogarstangaraflið frá fólkinu er afar slæmt. Við viljum ekki inn í hellana aftur.

En reynið þetta endilega: ég mun þá bara skaffa þyrstum almenningi skuggabankakerfi sitt og sem þá yrði eina bankakerfi hagkerfis okkar sem væri til í samhengi við þarfir þess. Þitt bankakerfi þyrfti þá að loka frekar hratt og helst í einum grænum. Þið yrðuð eins og vel einangraður hitaveitutankur án að- og frárennslis. Kulnandi birgðastöð

Góðar kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 30.7.2012 kl. 17:20

6 Smámynd: Halldór Jónsson

TAkk fyrir þetta. Vilhjálmur, þú mælir rétt sem áður.Og kristinn, það var skortur á bindiskyldu erlenda innflæðisins sem jöklabréfin ullu sem setta allt úr skorðum. Seðlabankinn sagðist ekki mega gera neitt og svo görguðu kaupþingsséníin á móti öllum skynsemisröddum og heimtuðu ótakmarkað fresli af því þeir væru svo klárir. Lá eki við slagsmálum einu sinnií NY útaf þessu milli vissa manna?

Gunnar, ég tel að bankar stjorni peningamagninu sem er ekki seðlar og mynt. Það er gírunin sem við eru báðir að tala um. Það var hinsvegar hægt að kúpla á þá svo þeir stoppuðu þanngi að sementið yrði stoppað á þá.

Halldór Jónsson, 30.7.2012 kl. 21:41

7 Smámynd: Hiku

Eftir að Libor skandallinn kom í ljós er loks byrjað að fléttast ofan af þessu spillta fjármálakerfi heimsins. Þetta hefur tíðkast í flestöllum bönkum en nú er loksins eitthvað að gerast. Fólk er farið að átta sig á hvað þetta er spillt kerfi. Það er líka orðið svo allt of mikið af svindli að það er bókstaflega ekki hægt að fela það allt lengur.

Hiku, 30.7.2012 kl. 22:10

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég skil hvert þú ert að fara Halldór. Bankar hafa bæði lána- og reiðufjárrekninga hjá Seðlabankanum. Seðlabankinn einn stýrir peningamagninu, annars væri verðbólgan þegar komin í milljón prósent út um allt. Auki Seðlabankinn við einn reikning til bankanna þá dregur hann spottann inn með hinum. Og þú getur vel haft miklu meira fé í gangi í peningakerfinu í neyðartilfellum án þess að það fari út í sjálft fjármálakerfið. Þetta er eins og að setja frostlög á kerfi til að þau þoli frost. Hann geta bankamenn ekki drukkið þó svo að hann sé í vökvanum í rörunum til að halda þeim heilum. Þetta hafa menn megnað að gera til dæmis Vestanhafs.

En menn þurfa að passa sig á því að reisa ekki nýtt sovétríki í kringum eitt bankahrun. Og við þurfum einnig að passa það að við ölum ekki upp sovét-borgara og sovét-neytendur sem vatteraðir eru með aðstoð ríkisvaldsins gegn sjálfum sér og eigin heimsku.

Við höfum jú þegar eitthvað sem heitir Samkeppniseftirlit. Það ætti samkvæmt kenningum og eðli kenninga að geta tryggt það að enginn einn banki geti blásið bækur sínar upp í óþolandi gírun nema á ábyrgð eigenda bankans. En til að Samkeppniseftilitið myndi virka á þessu sviði yrði að einangra landið sovéskt og ESB-lega frá hinum aljþóðlega fjármálakerfi, og það vilja bara kommakratar.

Þegar hér er komið í sögu vandamálsins þá myndu líklega einhverjir heimta það að "alþjóðasamfélagið" myndi búa til svokallaða "samhæfinu" í reglunum (a coordination) er varðar gírun (leverage). Þ.e.a.s. biðja um að stjórnvöld margra landa setji á fót alþjóðlegt fjármálalegt samsæri gagnvart fólkinu í löndunum. Það gæti virkað um stund, en þetta mun þó ekki virka í reynd frekar en öll önnur samhæfð samsæri yfirvalda gegn fólkinu í löndum hafa alla tíð ekki gert.

En kannski vilja menn bara fá gamla ríkisrekna kommúnustabankakerfi Íslands aftur til baka. Vilt þú það Halldór minn kæri?

Skuggabankakerfi mitt bíður nú spennt eftir því að reglustrikur stjórnmálamanna hefjist á loft. Þá mun ég græða á tám og fingrum skuggabankakerfis míns eins og í gamla sovétinu forðum daga. Ég mun mergsjúga almúgann því ég er svo vondur en reglukommar góðir. 

Gunnar Rögnvaldsson, 31.7.2012 kl. 00:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 56
  • Frá upphafi: 3418167

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 52
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband