24.8.2012 | 08:22
Léttlyndi Landsbankans
er mér ljóst eftir ég hringdi í fjórða sinn í þá á þriðjudegi í síðustu viku til að spyrja um debetkortið. Þá sögðu þeir eftir langa bið að kortið mitt sem Hraðbanki Landsbankans stal af mér á föstudeginum á Dalveginum þar áður, yrði póstlagt þann dag til Íslandsbanka. Ég myndi geta fengið það þar daginn eftir. Það gerðist ekki og ég hætti að nenna þessu.
Í gær hringdi kona frá Íslandsbanka á Suðurlandsbraut og sagði að þeim hefði verið að berast debetkort mitt frá Landsbankanum. Ég mætti sækja það í afgreiðsluna til þeirra. Kostaði ekkert. Ég spurði hvort það væri ekki löngu komið. Hún endurtók að það hefði verið að berast rétt í þessu.
Í dag klukkann 18.00 verða liðnar tvær vikur frá því að Hraðbanki Landsbanka Íslands kokgleypti kortið mitt og sagði ekki einu sinni svei þér. Og það var ekki innistæðulaust. Ég vissi ekki til þess að ég hefði gert honum neitt. Aldrei fengið afskrifað. Hinsvegar mátti ég afskrifa og tapa öllu hlutaféinu sem ég átti í bankanum í hruninu þegar Ríkið stal honum til sín af okkur gömlu eigendunum.
Hafa þeir í Landsbankanum tjáð mér að þeim þætti fyrir þessum óþægindum? Ónei. Kannski finnst þeim þetta mátulegt á mig þar sem ég var að kaupa brennivín í Ríkinu. Fíbjakk! Partur af Áfengisvörnum Ríkisins er að hafa það nógu dýrt og hefta aðgengi.
Enga veit ég dýrlegri en hraðbanka merkta Landsbankanum. Þeir skila kortinu þínu þótt síðar verði. Þú mátt lesa auglýsingarnar frítt frá Landsbanknum sem skýra hina frábæru þjónustulund bankans. Þær líða linnulaust yfir skjá Hraðbankanna. Auðvitað á ég að trúa þeim eins og öðru hjá þessari þjóðareign og gersimi.
Þetta verður auðvitað minn uppáhaldsbanki svo mikið er víst þegar ég er bínn að læra þær nógu vel. Hinn léttlyndi Landsbanki Íslands. National Bank of Iceland. Icesave og allt það. Allt í þjóðareign og á hennar ábyrgð.
Gjalda skaltu lausung við lygi stendur einhversstaðar. Þetta gilti bara í gamla daga fyrir daga léttlynda Landsbankans.
Þú skalt lofa Landsbankann
ljúga aldrei þessir
skatnaherinn skítblankann
skuldaklafinn hressir.
Láttu kort í lítið gat
lærðu svo að spara
því ekki kemur aftur þat
því á ég mig að vara.
Landsbankinn er lífsins saga
lítilmagninn barinn skal
Þá loks ormar þig svo naga
þarftu engann ríkisdal.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:02 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Bankinn þinn er bankinn minn,
blankur ég staulast í hann inn,
Lítillátur má ég bíða,
Ég skal loksins læra að hlýða.
Sigurgeir Jónsson, 24.8.2012 kl. 12:09
Fyrirgefðu leirburðinn Halldór.Hann átti ekki að fara.Mér var eitthvað heitt í hamsi út í bankann.
Sigurgeir Jónsson, 24.8.2012 kl. 12:11
Þótt hér sé ekki síðan mín,verð ég að segja að það er svo gaman að þeim sem láta vísur flakka. En einhversstaðar var kortið þitt Halldór,allan þennan tíma. Eitt sinn tyndist ,,eigin(ð)skuldabréf,, mitt hjá gamla Útvegsbankanum í rúm 5 ár. Festi 3-4 veðrétt á húsi mínu ,sem hækkaði vexti á öðrum,allan þann tíma. Aldrei beðist afsökunar ég var hætt að leita að því.
Helga Kristjánsdóttir, 24.8.2012 kl. 12:51
Kæri Halldór
Rekstrarvandamál Landsbankans eru hér augljós.
Líklega er tæknibúnaður Landsbankans svo lélegur að hann getur ekki lengur greint debetkort frá jólakorti. Þessi meðhöndlun á greiðslukortinu gæti einnig bent til þess að atvinnurekstur Landsbankans, sem flokkast undir þjónustustarfsemi, sé lélegur, á brauðfótum og að forstjóri fyrirtækisins viti ekki hversu lélgur hann sé innan veggja bankans, sökum þess hve laun hans eru lág. Nema að hann sé fjarverandi á námskeiði.
Einnig mætti ætla að póstverslunartölvukerfi bankans með peninga sé svo úr sér gengið og það því sem næst ónothæft til að halda utan um starfsemina innan veggja starfseminnar. Að það sé hreinlega að sliga fyrirtækið og loki á það inn á milli. Falli út og inn með óútreiknanlegum afleiðingum. Hér ættu menn að vera á varðbergi því að um einkaleyfisverslun með peninga er að ræða.
Meðhöndlun Landsbankans á viðskiptavini sínum bendir sterkt til þess að hér sé um eins konar málalengingaskrifstofustarfsemi af ýmsu tagi að ræða í skjóli einkaleyfis, og jafnvel hins opinbera. Bankinn er kannski svo illa rekinn að hann er kominn á höfuðið ofan í vasa viðskiptavina sinna og hafi því ekki lengur efni á að halda fjárrekstri áfram.
Áhættur forstjórans endurspegla sig í rekstrinum því bankinn hefur hvorki efni á að reka útibú né starfækja svo kallaða hraðbanka sjálfur. Hann notast við ókeypis heimatölvur viðskiptavina og peningasjálfsala sem eru í höndum dreifingarkerfis heildsala sem enginn ber ábyrgð á. Þeir eru því discount apparöt og óáreiðanlegir. Bankinn hefur því varla lengur efni á að vera til.
Úr þessu mætti bæta með steypubíl á réttum stað og stund. Nema að aðalsteypubíll Landsbankans sé þegar mættur á staðinn til að steypa bankann að innan.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 25.8.2012 kl. 01:48
reynsla mín af Spron-Arion er ekki betri.
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 25.8.2012 kl. 03:02
Kortalesarar Landsbankans eru kannski í anda stjórnmálaflokksins í þínu næsta pistli, Halldór. Nefnilega V(esæl) G(lufa).
Alltaf jafn hressilegt að kíkja inn á síðuna þína....!
Ómar Bjarki Smárason, 25.8.2012 kl. 13:05
Góður bragur Sigurgeir, við eigum að vera með hattinn í höndinni þegar við komum inná kontóra yrfirvaldsins. En ættu þeir ekki að fara aðhætta þessu kjaftæði um að þeir séu einhverjar þjónustustofnanir. Landsbankinn er ekki neitt slíkt. Hann er bara rukkunarstofnun og á sér tilveru fyrir náð Steingríms J.guðföðurs síns.Það er engin þörf fyrir þetta málverkasafn í Austurstræti og má alveg loka því mín vegna.Spara allt móverkiið því íslenskir bankastarfsmenn eru pí-sinnum of margir samanborið við Bandaríkin sem reka þó veltumeira apparat.. Bandaríkjamnenn líta ekki á banka sem vini sína heldur geymslustað peninga svo þeim verði síður
stolið yfir nótt.Landsbankinn er ekki vinur minn og ég hef illan bifur á honum og trúi engu sem hann segir frekar en vogunarsjóðabankarnir Aríon og Íslandsbanki sem geta ekki verið vinir heimilanna frekar Baugur og Bónus sem eru búnir að stela 1000 milljörðum af þjóðinni. Og svo opnar Jói Iceland og segist vera svo góður.Enginn spyr hvert milljarðarnir fóru? Hvar þeir eru?
Halldór Jónsson, 25.8.2012 kl. 16:30
Helga, þú kannst við kauðana.
Halldór Jónsson, 25.8.2012 kl. 16:31
Anna, þú hefur frá einhverju að segja.Láttu það vaða.
Ómar, mikið held ég að það hafi verið hopp og hí á Hólum að hlusta á Steingrím útskýra stjórnvisku sína við að bjarga ÍSlandi frá AGS, Icesave og ESB og horfa á fundarmenn klappa honum lof í lófa.Þvílík gufumaskínur eru þessir græningjar annars.Mér finnst flokkurinn núna vera sprenghlægilegur þegar hann ætlar að kjósa Steingrím formann ævilangt.
Halldór Jónsson, 25.8.2012 kl. 16:36
Já, Gunnar. Þú ert greinilega ekki að detta afturfyrir þig af hrifningu á Landsbankanum.Svo ætlar Steing´rimur að selja hann segir hann. Hverjum? Íslandsbanka eða Aríon? Er ekki hagræðing mál dagsins. Er ekki til Samstarfsnefnd Fjármálafyrirtækja eða eitthvað svoleiðis? Samræmir væntanlega aðgerðir gagnvart almenningi eins og þjónustugjöld, vexti, seðilgjöld og þóknanir.Allt saman löglegt seisei.
Halldór Jónsson, 25.8.2012 kl. 16:41
Mikið yrði gaman ef Íslendingar færu að hætta að vera lánafíklar og færu að hugsa um hvernig hægt sé að leggja fyrir. En það eru ekki margir kostir sem bjóðast í þiem efnum sem mönnum hugnast. Hver þorir að binda pening í þessum bönkum sem geta farið á hasinn þegar minnst varir.Það vantar alvöru banka eins og Steupustöðin var í gamla daga þar sem menn gátu átt steypukrónur inni. Henni treystu allir og lögðu hiklaust inn aurana sína án frekari tryggingar en kvittunar frá gjaldkeranum. Meira segja ríkið tók þessar kvittanir uppí skatta.En það var kvóti á innleggin og miklu færri fengu að leggja inn en vildu. Þetta var á verðbólguárunum þegar peningarnir brunnu upp fyrir augunum á manni. Þeir sem væla hæst um afnám verðtryggingar virðast ekki vilja hugsa um það atriði að fólk myndi sparnað. Þeir vilja bara lán sem brenna upp í verðbólgu. Og af því að enginn vill lána þeim til langs tíma óverðtryggt þá heimta þeir ríkislán.
Halldór Jónsson, 25.8.2012 kl. 16:51
Steingrímur á auðvitað að vera sjálfkjörinn formaður eins lengi og hann vill í flokki sem hann stofnaðii á eigin forsendum og í kringum sjálfan sig. Annað væri pólitískt siðleysi. Og auðvitað hefði sama átt að gilda um Lilju Mós. Annars bíður maður eftir að hennar flokkur fari á uppboð og verði sleginn "lægstbjóðanda"....!
Ómar Bjarki Smárason, 26.8.2012 kl. 01:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.