Leita í fréttum mbl.is

Ekki voru þær rismiklar

réttardagaumræðurnar.

Ömurlegt var að hlusta á forsætisráðherra landsins grenja yfir að stjórnarandstaðan léti sig ekki i friði og nauðsyn væri að hún færi að vinna með sér að hennar góðu málum.

Hún sleppti auðvitað algerlega eina máli flokksins síns, að koma Íslendingum í hernaðarbandalagið ESB. Líklega hafði hún ekki heyrt um refsiaðgerðir þessa ágæta sambands gegn Íslendingum sem samþykktar voru þennan sama dag þannig að það kom ekki inn í stílinn sem hún las upp fyrir þing og þjóð og hefur því greinilega verið saminn daginn áður en það kom til.

Og ekki stóð á henni að fjölga störfum enn á ný: "Á þessu ári hafa orðið til um 4.600 ný störf og ekkert bendir til annars en að framhald verði á lífskjarasókn Íslendinga á komandi árum, ef áfram verður haldið á sömu braut,".. Hugsanlega má finna eitthvað af þessum í Noregi gangi mönnum það illa hérlendis.

Svo fimbulfambaði hún að vanda um tillögur stjórnlagaráðs sem brýna nauðsyn bæri til að samþykkja í skoðankönnuninni hinn 20 október. Það mál yrðu allir að samþykkja.

Og svo kom allsherjarmálaráðherrann og taldi það bestu fyrir áframhald björgunaraðgerða sinna á þjóðarhag sem væru um það bil að takast, að Sjálfstæðisflokkurinn yrði sendur afgerandi í eyðimörkina í kosningunum.

Svo vogaði hann sér að segja eftir 90 milljarða hallarekstur sjálfs síns á ríkissjóði á síðasta ári: "Gengið hefur mun betur hér að koma böndum á hallarekstur ríkisins og auka hagvöxt en í öðrum ríkjum sem glímdu við efnahagserfiðleika." Við lok ræðu sinnar kallaði hann eftir því að aðrir flokkar sameinuðust um að gefa Sjálfstæðisflokknum frí frá landstjórninni í það minnsta eitt kjörtímabil í viðbót.Enda væri sá flokkur aðstjórna Bretlandi um þessar mundir þar sem allt væri í klessu.

Annað hvort er þessi maður svo vitlaus að hann veit ekki betur eða svo ósvífinn að ljúga upp í opið geðið á tilheyrendum um það að allt væri að komast í stakasta lag. Þannig yrði best fullkomnað þetta mikla verk sitt ef kjósendur í vor myndu hjálpa Sjálfstæðisflokknum til að finna fjölina sína næstu fjögur ár.

Steingrímur sleppti því líka eins og Jóhanna að ræða um sérstakt áhugamál sitt að ganga í ESB og taka upp Evru. Makríllinn og refsiaðgerðir ESB voru ekki á dagskránni hjá honum frekar en Svavarssamningurinn um Icesave sem væri búinn að kosta þjóðina 150 milljarða í vöxtum þá þegar án þess að komið væri að höfuðstólnum hefði þessi sami Steingrímur fengið vilja sínum framgengt.Svo grenjaði hann undan stjórnarandstöðunni eins og Jóhanna: "Hróp að okkur sem tókum við þrotabúinu og höfum gert húsið allsæmilega íbúðarhæft á nýjan leik er engin manndómsprufa."

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins flutti skörulega ræðu og flutti áberandi best ræðumanna. Hann sagði m.a. :

"Neyðarlögin og samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn voru mikið gæfuspor, - gæfuspor sem stigið var án stuðnings Vinstri grænna. Á það þarf nefnilega að minna, þegar fjármálaráðherrann fyrrverandi, núverandi atvinnuvegaráðherra, talar um hetjulegt björgunarstarf sitt við að draga landið frá brún gjaldþrots. Það þarf að minna á, að það sem hefur haft mest um það að segja, að færa Ísland hraðar í átt til efnahagslegs bata en ýmis samanburðarríki, eru verk fyrri ríkisstjórnar..."

Um aðildarviðræðurnar við ESB sagði Bjarni:

"Í þessum deilum okkar við ESB kristallast sú staðreynd að við eigum ekkert erindi í aðildarviðræður við sambandið...¨

"Ríkisstjórnin frestaði áformum um hallalaus fjárlög með vísan til þess að allt gengi svo vel og fór í beinu framhaldi tugi milljarða fram úr á fjárlögum. Árið 2011 var hallinn um 90 milljarðar.

Það bættust 90 milljarðar við vandann árið 2011..."

..."Árlega höfum við lagt fram ýtarlegar tillögur um aðgerðir fyrir heimilin og hvernig endurreisa megi íslenskt efnahagslíf. Beinar aðgerðir eins og lækkun bensíngjalda sem hefðu átt að vera einfaldar í framkvæmd og skila sér strax, skattalækkanir, flýtimeðferð ágreiningsmála um gengislán, endurskoðun tolla og gjalda til að lækka vöruverð ásamt lægri virðisaukaskatti á barnaföt sem og leiðir til að örva fjárfestingar fyrirtækja, hvati til að ráða nýja starfsmenn auk uppbyggingar í orkuframleiðslu svo nokkur atriði séu nefnd..."

"...Ef það væri í raun svo að ríkisstjórnin tryði því að fólki án atvinnu væri að fækka og vinnumarkaðurinn að stækka, ætti hún þá ekki að standa við gefin loforð og draga úr álögum á fyrirtæki, eins og gert var ráð fyrir í kjarasamningum síðasta árs?

Nei, þessi ríkisstjórn ætlar ekki að gera það. Hún ætlar sér að vísu að standa við það að lækka atvinnutryggingagjaldið - en á móti hækkar hún almenna gjaldið - svo fyrirtækin sitja eftir með sömu byrði. Þannig stendur ríkisstjórnin við loforð sín.

Ríkisstjórnin bregst líka við vaxtamöguleikum ferðaþjónustunnar með því að hóta þreföldun virðisaukaskatts og hækkun vörugjalda á bílaleigubíla.

Og fyrst rætt er um skattahækkanir má geta þess að fjölskyldurnar í landinu fá líka kveðju frá stjórninni með tæplega milljarðs skattahækkun í formi vörugjalda á matvæli.

Forsætisráðherra talar um stórkostlegan árangur í efnahagsmálum á meðan hann eykur á byrðar og álögur á fyrirtæki og fólk. Þessu er svo fylgt eftir með því að tala enn eitt árið um róttækar breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Á hverju einasta ári er talað um gagngera uppstokkun á mikilvægustu atvinnugrein okkar. Það sem forsætisráðherra ekki sér er að stefna ríkisstjórnarinnar í þeim málaflokki er sjálfstætt efnahagsvandamál. ..."

Ólöf Nordal sagði um skuldavanda heimilanna sem

.." Þrátt fyrir að einkaneysla aukist hér á undanförnum mánuðum þrengist enn að hjá fjölskyldum. Það er áhyggjuefni að yfirdráttaskuldir landsmanna hrannist hér enn upp og vekur spurningar um á hvaða grunni sú neysla sem hér er byggist. Það er ótækt fyrir okkur að útgjöld heimila séu byggð á lántökum – hvað þá jafndýrum lánum og yfirdráttur og greiðslukort eru. Við þessu verður að bregðast og það verður að ráðast að rót vandans en ekki fresta og lengja í. . Það má gera í góðu samstarfi hér í vetur ef allir leggjast á eitt...."

Guðlaugur Þór sagði í sinni ræðu m.a.:

"Það er ekki innistæða fyrir sjálfshóli forystumanna ríkisstjórnarinnar.
Forsætisráðherra talar um árangur í atvinnumálum. Ekkert er fjarri lagi. Hver sem hefur aðgang að alnetinu getur farið á vef Hagstofunnar og séð að störfum hefur fækkað á milli mánaða á þessu ári! Og fækkað frá sama tíma í fyrra..."

"Á einu ári eru framlög í atvinnuleysistryggingsjóð, tapaðar skatttekjur vegna brottfluttra og atvinnlausra 49 milljarðar eða yfir 40% af tekjuskatti einstaklinga.,,"

",,Það var bara einn banki sem lánaði það ár og setti reyndar met í útlánum! Og hvaða banki skyldi það nú vera, jú það var Íbúðalánasjóður.
Ráðherrann sem fór með þann sjóð, þáverandi félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hreykti sér af því í fjölmiðlum að hafa náð að auka lán úr sjóðnum.
Það fólk sem tók Jóhönnulánin í góðri trú árið 2008 er ekki í góðri stöðu í dag.

Um leið talar forsætisráðherra um að þjóðin sé bjartsýn. Það er alveg rétt þjóðin er að aukast bjartsýni vegna þess að það eru kosningar í vor!"

Í ljósi niðurstöðunnar á nýliðnum samráðsfundi fjármálafyrirtækja gegn almenningi, þá sést hvílíkt haf er á milli ætlana og efnda um hag heimilanna í valdatíð þessarar ríkisstjórnar. Sama hvað forsætisráðherra sagði um annað. Vandinn er óleystur.

Þessvegna voru þessar eldhúsdagsumræður ömurlegar því þær vekja ekki vonir um breytingar eða batnandi tíð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Reyndar voru þetta ekki "eldhúsdagsumræður", þær fara fram í þinglok að vori. En samt, ágæt samantekt fyrir okkur sem misstu af stefnuræðunni og umræðunum.

Haraldur Hansson, 14.9.2012 kl. 00:36

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir ábendinguna Haraldur og takk fyrir innlitið.

Halldór Jónsson, 14.9.2012 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband