Leita í fréttum mbl.is

Þörf grein um skuldavandann

eftir Pétur fasteignasala í Florida er í Morgunblaðinu í dag.

Hin opinberi fréttaflutningur frá Bandaríkjunum hérlendis er sá að þar sé fólkið kúgað af auðvaldinu og ekkert sé gert af opinberri hálfu til að hjálpa fólki. Grein Péturs fer skilmerkilega yfir þau atriði sem snúa að heimilum í USA sem eru í svipuðum vandamálum og íslensk heimili. Ég hvet fólk til að lesa grein Péturs.

Sjálfur staðnæmdist ég við við atriði sem eru of svipuðum toga og lyklafrumvörpin voru. En þau hafa verið stöðvuð af harðsnúnum hópi fjármálamanna og stjórnmálamanna sem mæla fagurt við kosningar en hyggja flátt.

Grípum niður í grein Péturs:

".... Viðmiðið er að ef kostnaður við fasteignina er hærri en 31% af tekjum heimilisins þá á viðkomandi heimili við fjárhagslegt harðræði að stríða...

,,,Hver lánaflokkur hefur sína leið að markmiðinu, sem er það sama hjá öllum: að komast hjá nauðungarsölu....

... Þó það sé bannað að taka við greiðslu frá fólki sem er í fjárhagsvanda þá er það stór atvinnugrein að aðstoða fólk við lausn á fjárhagsvandamálum...(íslenskar lögfræðistofur mitt innskot)..

....Ef lántakinn er með lán tryggt af VA(fyrir hermenn) þá er best fyrir hann að byrja á því að tala við lögfræðiþjónustu hersins, þar sem þeir aðstoða lántakann við að skipuleggja pappíra skrifa bréf sem útskýrir vandamálið og leiða hann í gegnum kerfið. Ef ekki tekst að breyta og hagræða láninu þá er lántakanum boðið að selja húsið á markaðsvirði (hjá VA kallast það »Compromised Sale« eða málamiðlunarsala) og síðan eru eftirstöðvar lánsins látnar falla niður....

Þegar FHA ábyrgist lánið,... þá þarf lántakinn að byrja á því að tala við fjármálaráðgjafa .... Ef þetta virkar ekki af einhverjum ástæðum þá getur lántakinn selt eignina á markaðsvirði og eftirstöðvar lánsins felldar niður.

Þá er komið að almennu lánunum og ef við byrjum á GSE eða alríkistryggðum lánum þá hafa Fannie Mae og Freddy Mac (innskot: stærstu tryggingafyrirtæki lána, með um 75-80% markaðshlutdeild, í eigu alríkisins í dag) þróað kerfi sem kallað er HAMP (Home Affordable Modification Program), mætti kalla á íslensku »Að hafa efni á, lánabreytingar heimilisins«. Markmið þessa kerfis er eins og nefnt hefur verið að ofan, að koma í veg fyrir nauðungarsölu heimilisins.

....Ef HAMP virkar ekki fyrir lántakandann þá er honum heimilt að selja eignina í skortsölu (Short Sale) og eru eftirstöðvarnar gefnar eftir, ásamt því að lántakandinn fær að lágmarki 366.630 kr til þess að aðstoða hann við flutning úr húsinu....
Þessar lausnir eru ætlaðar þeim sem nýta eignina sem lögheimili þ.e. búa í eigninni, fjárfestar fá stundum sömu aðstoð en það er engin trygging fyrir því."

Takið eftir því, að þarna í þessu vonda landi "nýfrjálshyggjunnar" er boðið
upp á endir mála, niðurfellingu eftirstöðva og hreint borð fyrir heimilið til að byrja uppá nýtt.

Hérna? Fyrr frýs í helvíti en að lántakandi sleppi þegar hann verður gjaldþrota og missir heimilið. Ekkert annað hlýtur náð fyrir hinum íslenska stjórnmála-fjármálaflóka( Political-Financial Complex, (PFC í anda Eisenhowers sem skilgreindi the Military-Industrial Complex sem nokkurskonar verkfæri djöfulsins 1961).

Grein Péturs um skuldavandann er þörf lesning fyrir okkur sem getum ekki gert upp við okkur hvort við höldum með bankanum eða barninu.Við veljum hinsvegar alltaf bankann af einhverjum ástæðum nema í ræðum fyrir kosningar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 53
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband