Leita í fréttum mbl.is

Hægri grænir

það er margt til í því sem þið segið.

Þessi er samantekt ykkar á vandanum sem velferðarstjórnin hefur skilað okkur, þó hún hafi langt í frá verið ein um að skapa hann:

1. Hæstu vextir á byggðu bóli.

2. Hæsta verðbólga í heimi.

3. Hæstu skattar heimsbyggðarinnar á Íslandi.

4. Hátt atvinnuleysi.

5. Gjaldeyrishöft.

6. 1000 milljarða snjóhengja aflandskróna.

7. Óréttlát, fáránleg og hugsanlega ólögleg verðtrygging húsnæðislána.

8. Sjálftaka og ógegnsæi stjórnvalda í algleymingi.

9. Bankakerfi í eign erlendra vogunarsjóða.

10. Stjórnvöld í stríði við allar helstu atvinnugreinar landsins.

11. Hæsta skuldsetning vestræns ríkis viðað við verga þjóðarframleiðslu.

12. Rústun heilbrigðiskerfisins.

13. Mesti fólksflótti ríkisborgara vestræns ríkis, mældur í heilum prósentustigum.

14. Elítan með verð- og ríkistryggðan lífeyri á meðan almenningur étur það sem úti frýs.

Þetta eru margt staðreyndir sem ekki verður á móti mælt. Þetta munið þið hægri grænir ekki lagfæra þó svo ólíklega vilji til að þið næðuð inn einhverjum einum kalli eða svo. Hver dauð prósent ykkar eyðileggja fyrir Sjálfstæðisflokknum og rýra möguleikana á að hrinda illfyglunum af þjóðinni.

Ég vildi að þið gætið unnið með Sjálfstæðisflokknum og sveigt stefnuna eitthvað til þess sem þið viljið. Maður fær aldrei allt sem maður vill en maður getur haft áhrif. Sjálfstæðisflokkurinn vill margt það sama og þið. Hvernig gætum við sameinað kraftana en ekki sundrað? Hvert prósent sem liggur dautt er vatn á myllu eyðingar-og landráðaaflanna

Sitji núverandi ríkisstjórn áfram til dæmis með tilkomu Framsóknar eða fleiri afla, þá mun ekkert af þessum framantöldu atriðum breytast til batnaðar.

Nái Sjálfstæðisflokkurinn þeirri stöðu að ná inn 28 þingmönnum getur þetta tæplega gerst. Dauð atkvæði hjálpa þar ekki til

Hægri grænir njóta samúðar margra svo mikið er víst. Það er mikil ólga innan Sjálfstæðisflokksins þar sem margir eru svipaðra skoðana og fram koma hjá hægri grænum. Framboð þeirra kemur af óþolinmæði yfir því að geta ekki fengið þessi mál nógu afgerandi fram.

Í stórum stjórnmálaflokki tekur á taugarnar að komast ekki lönd né strönd með sínar skoðanir. Um sumar nær maður samstöðu. Maður reynir bara og reynir.
Ef maður er óþolinmóður gefst maður upp.

Hér á árum áður var gert kosningabandalag sem var kallað hræðslubandalagið. Það virkaði einhvern veginn þannig að öll atkvæði nýttust flokkunum sem að því stóðu. Af hverju er þetta ekki hægt að athuga tæknilega milli hægri grænna og Sjálfstæðisflokksins til þess að atkvæði tapist ekki. Dauð atkvæði gætu orðið til framlengingar lífdaga "norrænu velferðarstjórnarinnar" sem nú situr .

Gaman væri að fróðir menn tækju tæknimál þessa til athugunar. Við megum ekki tapa fólkinu í hægri grænum út í einhverja eyðimörk og limbó því þetta er vel meinandi fólk sem vill leggja þjóðinni lið eins og fólkið í Sjálfstæðisflokknum sem má treysta að muni aldrei selja fullveldið fyrir 28 silfurpeninga slegna í Evrópu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég man vel eftir Hræðslubandalaginu,en þannig bandalög voru einatt stofnuð til höfuðs Sjálfstæðisflokki,því hann var stærstur og þurfti ekki á neinum banadalögum í kosningum að halda.Nú getur fólk bara sagt sér það sjálft,að það er allt betra en Jóhönnu og Steingríms valdníðsluflokkar.

Helga Kristjánsdóttir, 16.9.2012 kl. 16:49

2 identicon

Takk fyrir góð skrif. Hægri grænir geta unnið með öllum og það á við um Sjálfstæðisflokkinn líka. Það er ekkert að marka skoðanakannanir núna, enda kosningarbaráttan ekki hafin. Við ætlum okkur nú meira en 3% í næstu kosningum, en engin veit sína ævina fyrr en öll er. Sjáfstæðisflokkurinn hefur því miður gleymt því að hann er flokkur millistéttarinnar og smárra og meðalstórra fyrtækja. Flokkurinn hefur farið út af sporinu og gleymt uppruna sínum. Forysta flokksins ósýnileg og þingmennirnir vaða upp fyrir haus í miður góðum málum. Hægri grænir eru stofnaðir til þess að þeir  hægri menn sem geta ekki fengið sig til þess að kjósa þetta fólk sem hefur hreyðrað um sig í forystu Sjálfstæðisflokksins þurfi ekki að kasta sínu atkvæði á glæ eða sitja heima í komandi kosningum. Hér á eftir kemur hugmyndafræði okkar: http://www.afram-island.is/flokkurinn/hugmyndafraedi/

Hægri grænir, flokkur fólksins (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 07:21

3 identicon

Hreiður er að sjálfsögðu með einföldu, við biðjum forláts;-)

www.XG.is

Hægri grænir, flokkur fólksins (IP-tala skráð) 17.9.2012 kl. 07:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 3418232

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband