Leita í fréttum mbl.is

Er stjórnlagaráðkosningin gildra?

og lævís í þokkabót?

Er það virkilega svo eins og ég skil grein dr. Kristjáns Ingvarssonar í Morgunblaðinu í gær, að dirfist þú að svara til dæmis spurningunni um þjóðkirkjuna án þess að svara fyrstu spurningunni um hvort þú samþykkir tillögur stjórnlagaráðs í heild sinni með nei, þá teljistu hafa samþykkt fyrstu spurninguna?

Þú getir verið með því að þjóðkirkjan skuli vera áfram þjóðkirkja en að tillögur stjórnlagaráðs skuli skoðast samþykktar í heild án þess að þú samþykkir það sérstaklega? Er þetta ekki dæmigert fyrir stjórnmálaferil Jóhönnu Sigurðardóttur? Viltu gosdrykk? Já eða nei. Viltu þá kók eða pepsi? Ef þú svarar seinni spurningunni þá hefurðu samþykkt að vilja gosdrykk segir dr. Kristján.

Þó mér hafi strax fundist spurningarnar allar svo heimskulegar að ég hafi ákveðið að sitja heima, þá vissi ég ekki að þær væru beinlínis hættulegar. Nú þori ég alls ekki að fara af ótta við að samþykkja eitthvað sem ég er á móti. Það á að leiða mig og fleiri í gildru eins og Catch 22.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skeggi Skaftason

Þið vænisjúku moggabloggarar eru kostulegir! Það má finna ýmislegt að þessum spurningum, en þetta bull nær engri átt.

Skeggi Skaftason, 19.9.2012 kl. 09:39

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ertu að mótmæla því að þetta sé rétt? Bara svona kalt og yfirvegað.

Halldór Jónsson, 19.9.2012 kl. 22:30

3 Smámynd: Halldór Jónsson

havað heitir þú sem ert maðurinn á bak við myndina? Af hverju skrifarðu undir dulnefni og annarri mynd en af þér sjálfum??

Halldór Jónsson, 19.9.2012 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 45
  • Frá upphafi: 3418233

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 43
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband