Leita í fréttum mbl.is

Engjaþykkkni

hef ég keypt í áratugi þegar ég fer í sveitina sem er oft. Alltaf sömu tegundina rauður miði sem segir jarðarber og morgunkorn. Það er hólf þar sem í voru kornkúlur allavega litar. Fín vara.

Nei nú er allt í einu komið kornflakes með kúlunum til helminga. Vont. Hættur að kaupa þetta.

Af hverju skyldu menn hrófla við vöru sem hefur gert það svona gott í áratugi? Hvað spekingi datt þetta í hug? Myndi Egill breyta uppskriftinni að maltinu eða appelsíninu án þess að segja frá því?

Þetta er sjálfsagt þessi nýmóðins markaðsfræði og afstaða æskunnar. Maður fékk heldur ekki mjólkina í þeim umbúðum sem maður vildi meðan maður keypti hana. Brúsa sem hægt var að hella úr. Reykvíkingar fengu bara fernur meðan Selfyssingar gátu fengið brúsa.Þríhyrndan kaffirjóma meðan erlendir höfðu litlu pottana sem við fengum bara í flugvélum. Af hverju ? Almenningur gat sér til um svarið en MS neitaði auðvitað. Við ráðum því hvað þið fáið (helv.. neytendarövlarar). Engjaþykknið er ekki ykkar heldur okkar. Og hananú.Ætli Ístoppurinn verði ekki næstur? Enda er hann víðast hættur að fást á Suðrulandi þó að hann sé miklu betri en Kjörístoppurinn.

Getur ekki Guðni Ágústsson gert eitthvað í þessu Engjaþykkni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 3420087

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband