19.10.2012 | 16:09
Nei !
skulum við segja við hinni svívirðilegu aðför að stjórnarskrá lýsðveldisins Íslands sem feður okkar og mæður samþykktu með 95 % atkvæða árið 1944.
Þessi atlaga sýnist mér helst gerð undir þeim formerkjum að ekki sé hægt að afsala fullveldinu til Brussel eftir núverandi stjórnarskrá á nægilega hraðvirkan hátt.
Mér geðjast ekki að þessum aðförum. Að taka upp algerlega nýja stjórnarskrá í bulandi ágreiningi við stóran hluta þjóðarinnar.
Helgi Ólafsson varaformaður SUS orðar ástæðurnar fyrir því að hann ætli að segja nei á morgun þannig í grein þann 16. október s.l.:
" Nei við 1. spurningunni er ekki já við óbreyttri stjórnarskrá.
Það að segja nei við því að stuðst verði við þessar tillögur við ritun nýrrar stjórnarskrár þýðir ekki að sagt sé já við óbreyttri stjórnarskrá.
Stjórnarskránni hefur verið breytt og henni mun verða breytt.
Það að segja nei við því að leggja þessar tillögur til grundvallar að nýrri stjórnarskrá er að segja nei við því að breyta stjórnarskránni í bullandi ágreiningi.
Það er að segja nei við því að snúa frá því vinnulagi að gera ekki breytingar á stjórnarskránni án víðtækrar samstöðu.
Það er að segja nei við því að kasta lýðveldisstjórnarskránni, sem samþykkt var með 95% greiddra atkvæða í kosningu sem 98% atkvæðisbærra manna tóku þátt í, fyrir róða.
Það er að segja nei við því að setja það vald, að skrifa nýja stjórnarskrá frá grunni, í hendur fámenns og einsleits hóps manna með, í besta falli, takmarkað umboð.
Það er að segja nei við því að eyða tíma og orku Alþingis í átök um stjórnarskrána meðan mörg önnur mun meira aðkallandi mál bíða.
Það að segja nei við fyrstu spurningunni er ekki merki um áhuga- eða skilningsleysi. Það þýðir ekki að einhverjum sé sama um mannréttindi. Það er ekki það sama og að samþykkja hvern staf í núgildandi stjórnarskrá og það er ekki það sama og að segjast aldrei vilja sjá nokkru breytt í stjórnarskránni.
Ég ætla að mæta á kjörstað 20. október og hvet alla til að gera slíkt hið sama. Ég mun mæta og svara öllum sex spurningunum neitandi."
Mér finnst Helgi hafa sagt allt sem þarf að segja um þetta mál.
Mætum á morgun og segjum nei við fyrstu spurningunni. Ég óttast að höfundar reyni að snúa útúr atkvæðagreiðslunni á þann veg, að hafi maður greitt atkvæði um afganginn af spurningunum, þá vilji maður að frumvarpið sé rætt og hafi því sagt einskonar já.
Því þori ég sjálfur ekki annað en segja aðeins nei við hinni fyrstu og láta hinar eiga sig.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Sammála þér Halldór NEI við fyrstu spurningu og láta hinar eiga sig.
Marteinn Sigurþór Arilíusson, 19.10.2012 kl. 17:30
Getur verið að Samfylkingin hafi viljað koma sök á hruninu yfir á stjórnarskránna? Satt að segja veit ég ekki hverju hún á að breyta? Stærri nýmæli þykir mér vera margt mjög ágætt nýtt fólk sem gefur kost á sér til stjórnmálastarfa m.a. fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Suður- og SV kjördæmi. Það verður spennandi að fylgjast með þessu fólki þ.m.t. dóttur þinni í framtíðinni. Hingað til hefur bakgrunnur á Alþingi, fjölmiðlun og spurningakeppnum vegið þungt en kannski breytist það núna?
Sigurður Þórðarson, 19.10.2012 kl. 17:44
Takk fyrir þetta Marteinn, ég held að við sem viljum halda í fullveldið getum ekki annað. Ég tel öruggara að gefa þessu liði ekki tækifæri á að snúa útúr kosningunni.
Sæll félagi Sigurður. Takk fyrir góðar óskir til dótturinnar. Hún er alveg í þessu sjálf og gamli hefur takmörkuð áhrif. SV er góður prófsteinn. Þar eru sjónvarpsstjörnur þau Vilhjálmur og Elín Hirst. Vilhjálmur er líka kunnur fyrir aðra starfsemi líka og hún vigtar áreiðanlega fyrir hann þannig að við getum spáð í spilin. Svei mér þá, ég veit ekki fyrir hverju þessi kjósandi tikkar.
Halldór Jónsson, 19.10.2012 kl. 17:57
Mér líst líka vel á marga eldri nýliða t.a.m siðapostulana Halldór í Holti og Geir Jón Þórisson og reynsluboltana úr atvinnulífinu Kjartan og Ragnar. En alþingi á heldur ekki að verða öldrunarstofnun þess vegna verður unga fólkið að fá sitt pláss
Sigurður Þórðarson, 19.10.2012 kl. 18:11
Fulltrúar allra flokka á Alþingi fyrir lýðveldisstofnunina 1944 lýstu því yfir að lýðveldisstjórnarskráin væri til bráðabirgða og að ný stjórnarskrá yrði samin eftir að um hægðist. Forseti Íslands brýndi í nýársávarpi sínu 1949 landsfeðurnar til að standa við þetta loforð.
Sem sagt: Landsfeðurnir allir gerðu "svívirðuleg aðför að stjórnarskránni"?
Og allar stjórnarskrárnefndirnar eftir þetta, sem áttu að ljúka þessu verki, - gerðu þær "svívirðilega aðför að stjórnarskránni"?
Ómar Ragnarsson, 19.10.2012 kl. 20:57
Sumir tala um að stjórnarskráin sem nú er við lýði sé eins konar brjóstvörn fullveldis okkar. Gott og vel, það má vel vera að svo sé. Hins vegar langar mig að vita hvernig stóð á því að stjórnarskráin heimilaði inngöngu í NATÓ, EFTA, EES auk þeirra alþjóðlegra sáttmála sem við eru skuldbundin af.
H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 19.10.2012 kl. 21:02
Hef verið að velta fyrir mér hvort þessi seinagangur í aðlögun að ESB draumi Jóhönnustjórnarinnar sé vegna þess að núverandi stjórnarskrá leyfir það ekki og því liggur svona mikið á að koma þessari stjórnlagakosningu í gegn sem fyrst svo að hægt sé að halda áfram draumi Jóhönnu,Steingríms og Gylfa Arnbjörns um gull og græna skó í Brussel.Ég kaus í gær og sagði nei við fyrstu spurningunni og skilaði svo vegna þess að ég vill að við séum sjálfstæð þjóð áfram.
Marteinn Unnar Heiðarsson, 19.10.2012 kl. 21:03
Ég kom við hjá sýslumanni í gær og svaraði fyrstu spurningunni í skoðanakönnuninni. Hafði ekki áhuga á hinum fimm...
Ágúst H Bjarnason, 19.10.2012 kl. 22:02
Enn er vitnað til þátttökunnar í þjóðaratkvæðagreiðslunni um stofnun lýðveldis 17. júní 1944.
Ótrúlega vandræðalegt og eiginlega óskiljanlega langsótt og engan veginn hæft til samanburðar eins og öllum ætti að vera ljóst.
Það var mannsbragur á þessari stjórnlagaráðsskipan. Afurðin er bara ekki nógu góð að mínu áliti en til þess verður að ætlast að Alþingi komi þessu mikilvæga plaggi til viðunandi horfs og það sem fyrst.
Árni Gunnarsson, 19.10.2012 kl. 22:17
Ómar,
Hvar eru þessar yfirlýsingar fulltrúanna? Getur ekki verið að þeir hafi verið að tala um fínpússningu í ljósi yfirburða samþykktarinnar? En að setja fram þennan stíl þinn og félaga sem eitthvað betra eða grundvallarbreytingu sem allir bíða eftir, þá er það ekki svo. Hversvegna viltu keyra þetta í gegn með svona offorsi Ómar minn ? Þú hlýtur að sjá að þeað er engin eining um plaggið? Ætlum við ekki að vera hér báðir eða er bærinn þinn ekki nógu stór fyrir okkur báða eins og þþeir sögðu í vestrunum.
Bravó Marteinn, og bravó Ágúst frændi. Ég ætla að gera eins og þið á morgun.
Nei Árni minn, mér er þetta ekki ljóst, ekki einu sinni örlítið ljóst. Þetta með mannsbraginn er eins og í sögunni um Ketil skræk, Sáuð þið hvernig ég tók hann? Og ef plaggið e ekki nógu gott, af hverju á þá Alingi að snikka það til einsog Jóhanna lætur í skína?
Halldór Jónsson, 19.10.2012 kl. 23:12
Halldór..Mitt NEI er komið í Hús. Ég held að allir hér í Eyjum séu með nei í huga.......
Vilhjálmur Stefánsson, 20.10.2012 kl. 10:06
Sammála Halldóri í öllu að ofan. Skil ekki hvaða ´mannsbrag´ þú ert að tala um, kæri Árni. Var það ´mannsbragur´ að valta yfir æðsta dómstól landsins? Það er óskiljanlegt að það finnist 1 maður í landinu sem sættir sig við slíkt Jóhönnuofbeldi gegn Hæstarétti og þrískiptingu valdins.
Elle_, 20.10.2012 kl. 12:44
Það eru bara þín orð og annarra sjálfstæðismanna sem segja að þetta sé gert í bullandi ágreiningi við þjóðina. Ég er alveg hættur að skilja þennan gamla flokk minn, Sjálfstæðisflokkinn. Þetta virðist bara vera orðinn einhver niðurrifssöfnuður sem er á móti öllu hvert sem málefnið er. Úr þessum herbúðum er allsstaðar hrópað, úlfur,úlfur, svik og samsæri. Sem gömlum sjálfstæðismanni er mér gjörsamlega ofboðoð.
Þórir Kjartansson, 20.10.2012 kl. 13:14
Ekki ertu að troða okkur öllum í pólitískan flokk sem viljum þetta ekki?? Og ég neita alfarið að vera troðið í neinn flokk. Og væri það þó ekki 1. sinn fyrir það eitt að vera sammála nokkrum Sjálfstæðismönnum. Veit ekki hvað mér og öðrum hefur verið komið fyrir í Sjálfstæðisflokknum af stuðningsmönnum harðræðis núverandi stjórnar.
Elle_, 20.10.2012 kl. 13:27
Veit ekki hvað mér og öðrum hefur oft verið komið fyrir í Sjálfstæðisflokknum af stuðningsmönnum harðræðis núverandi stjórnar.
Elle_, 20.10.2012 kl. 13:28
ttp://www.eu-upplysningen.se/Sverige-i-EU/EU-lagar-galler-framfor-svenska-lagar/
Þessi vefslóð sænsku ríkistjórnarinnar upplýsir að Svíþjóð varð að breyta stjórnarskrá sinni, auk annara laga til að lög ESB yrðu rétthærri sænskum lögum. Allar umræður um knýjandi breytingar á íslensku stjórnarskránni eru vegna kröfu ESB um breytingar.
Anna Björg Hjartardóttir, 20.10.2012 kl. 14:55
H.T.Bjarnason spyr hér að ofan hvernig stjórnarskráin heimilaði "inngöngu" í NATÓ, EFTA, EES ofl. Því er til að svara að aðild að Sameinuðu þjóðunum, WTO, NATÓ og EFTA er félagsaðild - ekki innganga.
Aðrir hafa gagnrýnt framgöngu framkvæmdavalds og þings í öðrum málum, svo sem Írakstríðsins og Lybíustríðsins - að ógleymdri ESB aðildarumsókninni. Það var gert með þingsályktunum til hliðar við almannaviljann. Hið besta mál ef ný stjórnarskráratriði fyrirbyggja slík fyrirbæri.
EES var önnur og afdrifaríkari "innganga" og þáverandi forseti landsins hefði átt að bregðast við undirskriftum uþb. 35.000 kjósenda um að vísa því til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar klikkaði forsetinn en ekki stjórnarskráin.
Kolbrún Hilmars, 20.10.2012 kl. 15:17
Sammála þér Kolbrún um allt sem þú skrifaðir hér að ofan.
Kveðja frá Las Vegas.
Jóhann Kristinsson, 21.10.2012 kl. 03:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.