Leita í fréttum mbl.is

Rammaáætlun

um nýtingu orkuauðlinda er enn ein birting þess að kommarnir vinna með öllum tiltækum ráðum að því að koma í veg fyrir að þjóðin ráðist í hagvæmustu virkjanir orkulindanna. Það er að segja þær sem gefa mesta orku, í lengstan tíma fyrir lægstan tilkostnað.

Þess í stað hafa þeir varið milljónatugum til að sanka saman sérfæðingum sem eru tilbúnir að skrifa langlokur sem þeir halda að þeir geti látið þjóðina binda sig af til langs tíma löngu eftir að þeir eru búnir að missa völdin. Svipað og stjórnlagaráðsbullið sem enn á að keyra ofan í okkur á síðustu mánuðum valdatíðarinnar.

Niðurstaðan er rammáætlun sem Mörður Árnason fleygist um landið með til að reyna að fá fólk til að halda að næsta ríkisstjórn verði bundin af þessu endemisplaggi.

Rammaáætlun er fylgt ér hlaði svo:

"Verkefni rammaáætlunar - að raða virkjunarkostum í forgangsröð - er á engan hátt einfalt viðfangsefni. Engin lausnarjafna er tiltæk og aðstæður á Íslandi eru svo sérstakar að erfitt er að yfirfæra útlendar aðferðir. Mikilvægt er að tryggja traust og trúverðugleika matsins, faglega nálgun og þróa gegnsæja og hllutlæga aðferðafræði sem tryggir að ólíkir virkjunarkostir verði metnir á sömu forsendum.

Gegnsæ aðferðarfræði

Frá upphafi hefur markmið verkefnisstjórnar rammaáætlunar verið að vinna samkvæmt gegnsærri aðferðafræði sem tryggir sem kostur er trúverðuga og rökstudda útkomu þannig að efasemdarraddir geti skoðað matsferlið og rakið niðurstöður til baka. Til að nálgast þetta markmið var í upphafi nauðsynlegt að þróa aðferðafræði og forsendur matsins - þ.e. útbúa sameiginlega mælistiku - áður en einstakir virkjunarkostir voru kannaðir. Með því móti mátti tryggja að ólíkir virkjunarkostir væru metnir á sömu mælistiku...."

Það er eins og verið sé að skrifa afsakanir fyrir því sem á eftir kemur eins og Ari fróði sagði um hvaðeins sem hann vissi að var ekki rétt í textanum sínum. Því svo koma endalausir langhundar um allt nema að virkja sem mest fyrir sem minnst.

Allt saman Potemkin-tjöld kommanna til að halda niðri lífskjörum þjóðarinnar sem allra lengst.

Elín Pálmadóttir blaðamaður sér í gegn um þokuna rauðu í góðri grein í Mogga. Hún hefur séð þær áður. Hún bendir einfaldlega á það að virkjanir hitaorku hafi stystan líftíma og séu dýrasti valkosturinn.En vatnsorkuna eigi ekki að virkja fyrst samkvæmt rammaáætlun.

Allt bullið í þessari rammaáætlun yrði auðvitað sett í ruslakörfuna strax og tækist að mynda hér aðra ríkisstjórn en þá hörmung sem hér hefur setið í fjögur dimm ár. Því miður virðist ekki útséð um að svo muni verða vegna ógnarinnar af Framsóknarflokknum sem vill kaupa sér ódýra ráðherrastóla.
og gæti allt að einu gengið í björgin í þokunni rauðu þar sem hjarta hans slær ávallt til vinstri eins og þeir orðuðu það í gamla daga.

Vinstra liðið hefur aðra rammaáætlun til einkanota. Hún lýtur að því að rakka niður alla sókn til raunverulegra lífskjarabóta á Íslandi og viðhalda ræfildómnum sem lætur öllum líða jafn illa.

Það er jafnaðarmennskan í sinni tærustu mynd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Síðasta málsgreinin í grein Elínar Pálmadóttur er ansi hnitmiðuð:

 "Kjarni málsins er semsagt: Mun nokkur alþingismaður, frekar en þeir sem nú ráða, þora að kveða strax skýrt og skorinort upp úr um að skuli drífa í að virkja vatnið og koma í gagnið, eins og í neðri hluta Þjórsár? Og halda áfram „á biðlista“ rannsaka jarðhitavirkjanirnar þar til fást í raun full not fyrir allt aflið sem þar er að hafa? Kannski selja á meðan fundna þekkingu!"

 

Það er þó ýmislegt í sambandi við vantsaflsvirkjarnir sem e.t.v. er ekki tekið til nægilega ítarlegrar athugunar. Er það t.d. hugsanlegt að það að safna framburði ánna í uppistöðulón hafi áhrif á viðkomu þorsks og annarra fiskistofna? Þorskurinn velur væntanlega ekki að ástæðulausu að hrygna í nágrenni við ósa tveggja vatnsmestu jökuláa landsins? En auðvitað er hreinlegra að framleiða rafmagn en að veiða og flaka fisk! Og ef ég man rétt, þá fundu einhverjir hjá RALA það út fyrir einhverjum árum síðan að það væri samband á milli stórra þorskárganga og Skeiðarárhlaupa. Man ekki eftir að hafa heyrt um frekari rannsóknir á þessu. Eru virkjanirnar kannski ein ástæðan fyrir því að við getum ekki enn veitt nema tæp 200 þús tonn af þorski á meðan Norðmenn og Rússar taka um 1 milljón tonna í Barentshafinu?

 

Auðvitað þurfum við að ganga varlega um náttúrauðlindir til lands og sjávar og skilja eitthvað eftir fyrir kynslóðir framtíðarinnar. Það gengur ekki að ofnýta jarðhitasvæðin og skilja uppistöðulónin eftir full af aur og eðju. Og ekki gengur að atvinna og hagvöxtur í landinu byggist eingöngu upp á virkjaframkvæmdum; vélavinnu og borunum. Nær væri að reyna að byggja upp arðsama atvinnu á þeim grunni sem við höfum og ná til baka einhverju af þeim þjóðarauði sem fluttur hefur verið úr landi af mönnum sem telja sig yfir það hafna að taka þátt í atvinnuuppbyggingu í landinu sem ól þá af sér.

 

Ómar Bjarki Smárason, 14.11.2012 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband