Leita í fréttum mbl.is

Hundraðkallar

eða jafnvel tíkallar detta manni í hug þegar maður les atkvæðatölur í prófkjörum vinstrimanna eða fléttum þeirra sem gilda þó ekki ef tvær konur liggja saman.

Forystumenn vinstrimanna í stjórnmálum samtímans eru gjarnan valdir af svona tveimur hundruðum fólks þegar vel lætur. Nema auðvitað Össur sem nær þó ekki þúsundkalli. Þetta lið blæs sig svo út og þykist vera valið af þjóðinni til að höndla með fjöregg hennar. Og auðvitað sjálfskipað til að hreyta fúkyrðum í frambjóðendur sem berjast um mörgþúsundkalla í galopnum kosningum.

Er úr vegi að fólk velti fyrir sér hvað er í rauninni á bak við margt stórmenni samtímans af vinstra kantinum? Troða ekki örfá atkvæði í þröngum sérvitringaklúbbum þessu fólki í fremstu víglínur sjórnmálanna? Hversu langt kæmist þetta fólk ef um einhverja raunverulega hæfileikasamkeppni væri ræða? Heldur svo einræður á öllum tapsvæddum rásum um draumsýnir sínar og áform.

Átakanlegt dæmi var að hlusta á Ólínu Þorvarðardóttur útlista meginstef jafnaðarmennskunar á Sprengisandi Bylgjunnar. Sem er einfaldlega að skattleggja og eyða. Hversu miklu betra það væri fyrir Grímseyinga að fá að borga nítíumilljónir í veiðigjald sem þeir fengju svo margfalt til baka þegar hún væri búin að hantéra þær. Það er hinn einfaldi kjarni málsins í stjórnmálum. Stjórnlyndið eða frjálshyggjan.

Tíkallar, hundraðkallar og svo þúsundkallar. Er ekki einhver munur á fákeppni og fjöldahreyfingum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir

Átakanlegt er að lesa þennan makalausa samsetning þinn Halldór Jónsson.

Það eru ekki "Grímseyingar" sem munu greiða auðlindagjaldið, heldur þær útgerðir sem gera út þaðan. Umræddar áttatíu milljónir færu að óbreyttu beint í vasa útgerða-eigenda, en ekki í hendur "Grímseyinga" eða til samfélagsins yfirleitt, að óbreyttu.

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 26.11.2012 kl. 20:34

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Ég sé nú ekki muninn á Grímseyingum og útgerðarmönnum.Þeir stunda nú flestir sjóinn.

Fullyrðing mín um muninn á skattlagningu og eyðslu á vegum stjórnlyndra stjórnmálamanna eins og þín eða að markaðurinn ráði genginu stendur óhögguð.

Væri gengið á krónunni hærra þá færu peningarnir sem útgerðin fengi minna í sinn hlut beint til fólksins í stað þess að renna í gegn um þig sem náðarbrauð.

Og það ert þú sem handstýrir genginu sem gerir alla vöru sem kjósendur þínir verða að kaupa dýrari. En þú vilt þá skattleggja útgerðina sem eru Grímseyingar og deila sjálf þeim peningum út til kjósenda þinna sem þá segja að mikið sé hún Ólína nú góð við okkur.

Þið jafnaðarmenn minnið mig helst á kallinn sem skar rófuna af hundinum sínum til að gefa honum að éta.

Ertu hætt að spila badminton? Hef ekki séð þig lengi í TBR.

Halldór Jónsson, 26.11.2012 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 20
  • Sl. sólarhring: 290
  • Sl. viku: 4928
  • Frá upphafi: 3194547

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 4067
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband