Leita í fréttum mbl.is

"Ekkert til okkar ađ sćkja,"

segir í frétt .

"Ţađ er klárt mál frá okkar hendi ađ ţađ er ekkert til okkar ađ sćkja. Fyrirtćkin eru ekki í stakk búin til ađ taka á sig meiri launahćkkanir," segir Vilmundur Jósefsson, formađur Samtaka atvinnulífsins.

Formenn ađildarfélaga Alţýđusambands Íslands ákváđu á fundi í gćr ađ krefjast meiri launahćkkana viđ endurskođun kjarasamninga í upphafi nćsta árs en gert er ráđ fyrir.

"Viđ lítum svo á ađ forsendur kjarasamninga séu brostnar, ţó ađ allar líkur séu á ađ hin almenna kaupmáttarviđmiđun standist. Verđbólgu- og gengisforsendur samninganna hafa hins vegar brostiđ. Í ţví felst ađ fyrirtćki í landinu og sveitarfélög og ríkiđ hafa leyst úr sínum vanda međ ţví ađ hćkka verđ á vörum og ţjónustu umfram ţađ sem viđ gerđum ráđ fyrir," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um rökstuđning fyrir kröfum ASÍ um launahćkkanir umfram ţađ sem gert er ráđ fyrir.

Vilmundur bendir á ađ kaupmáttur launa hafi aukist umtalsvert frá síđustu kjarasamningum. Ţađ skipti mestu máli. Í umfjöllun um mál ţetta í Morgunblađinu segist Vilmundur telja eđlilegt ađ ASÍ snúi sér til ríkisstjórnarinnar međ ţau mál sem hún hafi svikiđ."

Sjálfsagt er ţetta rétt hjá Vilmundi. Steingrímur J. Sigfússson, bjargvćttur Íslands ađ eigin áliti, snuprađi Gylfa Arnbjörnsson forseta ASÍ í Kastljósi í gćrkveldi og valdi honum hraksmánarleg lýsingarorđ eins og hans er vandi.

Gylfa tókst engan veginn ađ koma ţví frá sér svo ég skildi hvađ ţađ nákvćmlega vćri sem Steingrímur hefđi svikiđ fyrr en undir lok ţáttarins ađ mér skildist ţađ ađ almennar forsendur efnahagslífsin hefđu ekki stađist ţađ sem gengiđ var út frá í "kjara"samningunum. Verđbólga vćri of mikil, gengiđ of veikt og atvinnulífiđ í klessu. Allt sem íhaldiđ hefur haldiđ fram var ţá líklega nokkuđ rétt ađ hans áliti.

Stýrimeistari gengis íslensku haftakrónunnar, Steingrímur J. Sigfússon, drap tittlinga ört og títt sem er jafnöruggt merki og gleraugun á Lúđvík Jósepssyni međan hann formćlti Gylfa en kom auđvitađ ekki međ neitt annađ en slagorđ og orđskrúđ sem Gylfi og hugsanlega fleiri taka ekki hiđ minnsta mark á lengur.

Líklega er ţađ stađreynd ađ fátt eitt sé ađ sćkja til almenns atvinnulífs um ţessar mundir um fjölgun krónanna í umslögunum. Ekki getur Steingrimur skaffađ ţćr ţví hann er búinn ađ ráđstafa veiđigjaldinu af útgerđinni og fleiru. Gylfi ćtlar ţví ađ bíđa nćstu ríkisstjórnar međ ađ reyna ađ rćđa einhverjar ráđstafanir sem ađ gagni koma.

Ţađ er í mínum huga bara tveir stađir sem Gylfi getur getur sótt ţessar krónur. Annar er til okkar gamlingjanna, öryrkjanna og sjúklinganna. Viđ erum auđvitađ aflögufćrir og ţađ er tiltölulega auđvelt ađ skera niđur hjá okkur. Viđ getum ekkert nema vćlt eitthvađ sem enginn tekur mark á. Hinn eru ţessir eilífu lífeyrissjóđir. Ţangađ er hćgt ađ fara eftir peningum og pissa eitthvađ í taxtaskóna međ ţví. Ţađ er auk ţess í tísku hjá öllum málsmetandi mönnum ađ nefna ţá í öllum ţeim tilvikum sem vantar peninga.

Nú eru gengnir tímar ţeirra Einars Oddss og Guđmundar Jaka. Og tímar skynseminnar líklega líka. Ţví fer sem fer og framundan eru hefđbundnir tímar vitleysunnar endalausu. Sama ţvćlan um góđu launţegana og vonda íhaldiđ. Nema núna er Steingrímur J. ţar sem íhaldiđ var áđur og talar viđ pólitískan sálufélaga sinn Gylfa Arnbjörnsson. Ţetta flćkir máliđ auđvitađ og ţví ćtlar Gylfi ađ bíđa eftir nýrri ríkisstjórn sem er hugsanlega í augsýn.

Ţađ er morgunljóst ađ viđ Steingrím er ekkert til ţess ađ tala um lengur og ţađ er gott ađ Gylfi er búinn ađ gera sér grein fyrir ţví. En Steingrími er meira í mun ađ safna sér eftirlaunum heldur en viđurkenna stađreyndir eins og Hermann Jónasson gerđi í svipađri stöđu.

Steingrímur J. er löglega kosiđ stjórnvald og ćtlar ađ láta kné fylgja kviđi međan hann getur. Til hans er ţó ekkert ađ sćkja ađ mati Gylfa og Alţýđusambandsins.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurđur Ţórđarson

Steingrímur féll í banvćnt ESB-fađmlag viđ Samfylkinguna og fćr nú lamandi mćnustungu frá Gylfa ađ launum. 

Sigurđur Ţórđarson, 14.12.2012 kl. 11:30

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Makleg málagjöld Siggi!

Halldór Jónsson, 14.12.2012 kl. 23:26

3 Smámynd: Sigurđur Ţórđarson

Ekki myndi ég sakna hans, en mér er ekki rótt yfir ađ hann eigi nú ađ semja um Makrílinn undir öllum ţessum ţrýstingi frá ESB sinnum.

Sigurđur Ţórđarson, 15.12.2012 kl. 12:38

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 58
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 58
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri fćrslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband