Leita í fréttum mbl.is

Frumglæði ógæfunnar

í fjármálum íslenskra heimila eru Lífeyrissjóðir landsmanna.

Þeim var í árdaga gert skylt að skila 3.5 % ávöxtun. Af hverju veit enginn lengur. Það er auðvitað engin sanngirni eða siðferðissjónarmið sem felast í því að einn maður eigi að tryggja öðrum ávöxtun á lífeyrisréttindi hans auk verðtryggingar eins og er hjá opinberum starfsmönnum eins og Steingrími J. Sigfússyni og hans nótum. Það er hinsvegar sanngirni og í stjórnarskrá að það eigi ekki að stela af neinum því sem hann á.

Þessvegna er verðtryggin sú eina siðferðislega sanngirni sem við á í samskiptum manna. Menn eiga að skila því jafngóðu til baka sem þeir fá lánað. Asna, hesti, kú, lambi, osti eða konu. Allir vextir ofan á það geta aðeins verið gjald fyrir veitta þjónustu á frjálsum markaði. Allt samráð á markaði er óæskilegt og auk þess yfirleitt bannað. Einn aðili á ekki að vera ofurseldur náð og miskunn annars manns. Svo er ekki á íslenskum fjármálamarkaði það mér sýnist.

Á íslenskum fjármálmarkaði ríkir (-eitt forardíkis- delete delete) samráðs og samtryggingarkerfi. Seðlabankinn setur stýrivexti sem leggjast ofan á grunnvextina hjá Lífeyrissjóðunum 3.5 %. Stjórnendur peningamagnsins, peningaprentararnir,sem eru bankarnir, leggja svo sína vexti ofan á þetta.

Afleiðingin er vaxtaskrímsli sem sýgur blóð almennings í landinu sem tekur ekki eftir því í sakleysi sínu hvað er verið að gera honum. Hann er látinn hafa það til að rísla sér með að þrátta daginn út og daginn út um það hvaða vextir eigi að koma ofan á verðtryggingu lánanna hans eða koma ekki ofan á verðtrygginguna. Eða afnema hana og taka upp raunvexti sem hann skilur ekki heldur. Hann trúir auglýsingum bankanna um að þeir séu vinir hans.Hann trúir stjórnmálamönnum sem fimbulfamba um fjármál heimilanna þar sem þeir hafa sumir sjálfir takmarkaða yfirsýn á.

Bankarnir hafa sammælst um það að enginn geti lagt inn fé og fengið það til baka verðtryggt nema að binda það í þrjú ár. Og borga svo fjármagnstekjuskatt af verðtryggingunni eins og um tekjur væri að ræða. Sama siðferðið virðist viðhaft allstaðar eins og þegar skatthækkanir eru látnar hækka vísitöluna og höfuðstól verðtryggðu lánanna. Eina vopn almennings eru verkföll og þvílíkar uppreisnir sem enda samt alltaf á sama veg eins og í frönsku stjórnarbyltingunni.Litli maðurinn tapar og fær verðbólgu og harðstjórn í sinn hlut.

"Af hverju er litli maðurinn svona heimskur?" heyrði ég kassaprédikara hrópa niður í Stuttgart. Þegar áheyrendur þögðu svaraði hann sér sjálfur: "Af því hann er svo heimskur". Ég hef verið lengi að velta þessu fyrir mér.Líklega var hann ekki eins vitlaus og mér fannst hann þá.

Ég heyrði mann í Útvarpi Sögu velta því fyrir sér hversvegna okkur væri sagt að vextir á Íslandi yrðu alltaf að vera hærri en annarsstaðar. Hann svaraði sér með því að það væri engin raunveruleg ástæða til þess. Við værum ekkert öðru vísi en annað fólk þó að gjaldmiðillinn héti króna. Okkur hefði bara verið talin trú um einhverjar íslenskar séraðstæður og tryðum því sem okkur væri sagt. Almenningur er nefnilega hrekklaus og trúir því ekki að einhver vilji honum ekki bara vel.

Vaxtaógæfa heimilanna í landinu byrjar hinsvegar með 3.5 % forgjöf og braski lífeyrissjóðanna. Þessvegna á að loka þeim öllum og leggja iðgjald hvers og eins í Seðlabankann verðtryggt á hans nafni. Allt svínaríið horfið yfir nótt.

Frumglæði vaxtaógæfu heimilanna er að leita hjá Lífeyrissjóðum landsmanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Þarna ferðu á kostum Halldór, innblásin skrif og hárrétt hvað lífeyrissjóðina varðar!                   Ég veit ekki til að peningar séu gulltryggðir neinstaðar..nema þá í í formi verðtryggðra útlána á Íslandi. Sem svo dugar ekki til, samanber bankahrunið 2008.

Sigurður Ingólfsson, 12.12.2012 kl. 14:53

2 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það koma 100milljarðar króna inn í almennu samtryggingasjóðina á ári.  En greiðslur úr þeim til sjóðfélaga eru ekki nema 65milljarðar.  Í hvað fer mismunurinn?    Líklega tapað fé fyrir þá sem eiga þessa peninga.

Þórir Kjartansson, 12.12.2012 kl. 17:02

3 identicon

Það liggur við að mannig vökni um augun að lesa þessa eldmessu Halldór minn. Svo mikill er sannfæringarkrafturinn - þar til skyndilega:

"Af því hann er svo heimskur".(!)

Litli maðurinn (les: íslenskir launþegar) eru ofurseldir grimmu myrkraverki samtryggingar ASÍ og SA. Forvígismenn þeirra aumu samtaka eru samspillti forsetinn Gylfi Arnbjörnsson, handvalinn og gerður út af samspillingunni og gamli blámannaþingmaðurinn sjálfspillti, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA.

Kannastu við þessa kappa Halldór minn?

Og hver skyldi nú vera formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða frá 2006? Enginn annar en sérlegur snillingur LÍÚ-ara, Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva frá 1987.

Just follow the money, Halldór minn. Þessari 3,5% perpetuum mobile er stjórnað af herráði fjórFLokksins í stríðinu gegn þjóðinni.

Þú ert einstaklega bláeygður af blámanni að vera!

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 12.12.2012 kl. 20:12

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Sigurður,

þakka þér fyrir hlý orð og þakka þér sjálfum fyrir skynsmaleg skrif um málefni Landspítalans. Annað er að tryggja en gulltryggja og venjulega bæta tryggingar aðeins beint tjón en ekki afleitt tjón, eins og að verða af einhverjum hagnaði.

Já Þórir

Við eigum eftir að bíta úr nálinni í endatafli sjóðanna. Hver verður staðan ef æskan fer úr landi og skyndilega verða bara lífeyrisþegar eftir? Ef millistéttin glatast úr þjóðfélaginu Þá er hætt við að eitthvað vanti skyndilega.

Hilmar,

Það væri hugsanlega fróðlegt fyrir sálfræðing að fá að skyggnast inn í heilabúið á þér.

Er einhver sem þú ekki hatar?

Þú mættir gjarnan nefna einhvern sem þér er ekki illa við af stjórnmálamönnum, lífs eða liðnum mér eða þá stjórnmálahreyfingar til upplýsingar um hvernig þér annars líður. Hver er verstur af fjórflokknum?

Hvað finnst þér um Obama, Thatcher, Reagan, Saddam Hussein, Guðmund Steingrímsson eða Þór Sari? Hvernig skoðar þú heiminn? Ég verð ekki klókur af blogginu þinu.

Þessi pistill var í tveimur útgáfum á síðunni. Fyrri gerðin hvarf þegar ég ýtti á vista og birta. Svo ég skrifaði aftur eftir minni. Ég tek bara annan út held ég nema einhverjar athugsemdir séu þar.

Halldór Jónsson, 12.12.2012 kl. 21:27

5 identicon

Er það þetta sem þú kallar "málefnalega umræðu" Halldór minn? Rugl um sálfræðinga, hatur og heimsskoðun!

Reyndu að rökræða hlutina eins og maður - að ég tali nú ekki um eins og uppáskrifaður verkfræðingur.

Ég hef sýnt þér fram á innvígð og innmúruð tengsl þín við svartasta íhald Íslandssögunnar - Kópavogsíhaldið. Þar hefur þú verið primus motor áratugum saman.

Lífeyrissjóðakerfið íslenska er að sönnu gjörspillt og meingallað, eins og önnur verk fjórFLokksins.

Þegar ég bendi þér vinsamlegast á þær valdablokkir sem ráða ferðinni í árásinni á íslenska þjóð þá svarar þú með skriðtæklingu á manninn - í stað þess að ræða hlutina málefnanlega.

Íslenskir lífeyrissjóðir eru ekkert máttarvald per se. Þeim er stjórnað af mönnum Halldór minn - gjörspilltum stjórnmálamönnum sem pólitískir vildarvinir í öðrum græðgishring - eins og þú - sem hafa átt allt sitt undir persónulegum pólitískum úthlutunum á landsins gögnum og gæðum (löglegum en siðlausum) hafa bakkað upp.

Þú fyrirgefur þótt ég falli ekki í stafi af lotningu þegar þú útmálar afleiðinguna í stað þess að benda á orsökina.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 13.12.2012 kl. 00:50

6 Smámynd: Þórhallur Birgir Jósepsson

Sæll Halldór.

Mér kemur á óvart að þú, sem titlar þig verkfræðing, skulir ekki bera það við að viðhafa þær kröfur um vinnubrögð sem ætla mætti að verkfræðingar gerðu um sín verk. Þú gefur þér tilhæfulausa fullyrðingu til að fabúlera og álykta á allan hugsanlegan neikvæðan máta um lífeyrissjóðina í landinu. Þú segir: "Þeim var í árdaga gert skylt að skila 3.5 % ávöxtun." Og síðar: " Vaxtaógæfa heimilanna í landinu byrjar hinsvegar með 3.5 % forgjöf og braski lífeyrissjóðanna."

Þetta er rangt. Báðar þessar fullyrðingar, sem þó sýnast vera fosenda þess sem þú skrifar. Lífeyrissjóðunum hefur aldrei verið gert skylt að skila 3,5% ávöxtun. Því síður hafa þeir 3,5% forgjöf né nokkra aðra forgjöf um vexti.

Lífeyrissjóðirnir stara einfaldlega á markaði og sú ávöxtun sem þeir afla þar fer eftir aðstæðum á markaði hverju sinni. Þessi tala, 3,5% er svokallað vaxtaviðmið og er lagt til grundvallar við tryggingafræðilegt mat á getu sjóðanna til að greiða lífeyri. Semsagt: Hluti af reikniformúlu, en ekki ávöxtunarkrafa.

Þórir Kjartansson undrar sig á því hér að ofan að greiðslur úr lífeyrissjóðunum nemi "aðeins" 65 milljörðum og spyr í hvað fari mismunurinn miðað við 100 milljarða sem séu greiddir inn í sjóðina.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru heildargreiðslur úr lífeyrissjóðunum tæplega 89 milljarðar á árinu 2011, þar af tæpir 24 milljarðar sérstök útborgun séreignarsparnaðar samkvæmt sérstakri lagaheimild.

Að frátöldum þessum sérstöku greiðslum séreignarsparnaðar voru greiðslur úr lífeyrissjóðunum 53 milljarðar á árinu 2008, 58 milljarðar á árinu 2009, 61 milljarður á árinu 2010 og 65 milljarðar á árinu 2011.

Ástæða þess að útgreiðslur úr sjóðunum eru lægri en inngreiðslur iðgjalda er einföld: Greiðendur iðgjalda eru fleiri en lífeyrisþegar og greiða stærri hluta launa sinna ein lífeyrisþegar greiddu á sínum tíma og mynduðu rétt til þess lífeyris sem þeir fá nú. T.d. er ég enn að greiða iðgjöld í lífeyrissjóð og hef gert í rúm 40 ár. Ég byrja ekki að taka út aftur í formi lífeyris fyrr en eftir kannski 6-8 ár. Á meðan safnast mínar greiðslur sman.

Þegar ég - og þú - tek út lífeyri fer fjárhæð hans eftir þeim iðgjöldum sem ég hef greitt. Hærri iðgjöld = stærri sjóður = hærri lífeyrir. Þetta er ekki svo mjög flókið er það? Og lífeyririnn samanstendur af höfuðstól sem iðgjöldin hafa myndað og þeirri ávöxtun sem náðst hefur á hann.  Nærri lætur að höfuðstóllinn sé um helmingur, 50, þess lífeyris sem greiddur er, hitt er ávöxtun.

Er þetta ekki sama og þú gerir sjálfur Halldór þegar þú ávaxtar þinn prívat lífeyrissjóð, þú leitar eftir bestu ávöxtun ekki satt?

Þórhallur Birgir Jósepsson, 13.12.2012 kl. 11:17

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Þórhallur

mér finnst þú staðfesta þaðsem ég sagði um árdagann og 3.5 % þar sem þeim var gert af tryggingafræðilegum ástæðum að skila þvi. Sú tala hlýtur að fara inn í ávöxtunarkröfuna sýnist mér.

Hefði ég haft 1 millj. í laun á mánuði í 40 ár og lagt verðtryggt í Seðlabankann 10 % eða 1.2 millur árlega þá hefði ég greitt inn í höfuðstól 48 millur.

Þú segir réttilega að með 3.5 % verðtryggðri ávöxtun lífeyrissjóðsins hefði ég átt að hafa lagt til hans í allt nærri 100 millur á 40 árum án nokkurs frádráttar vegna reksturs sjóðsins.

Frá því drægjust svo væntanlega skerðingarnar vegna tapa sjóðsins í braskinu? Sem eru þó nokkur.

Hvað hefði þjóðin talið sanngjarnt að Seðlabankinn hefði greitt ofan á fyrir 40 ára inngreiðslur svona launamanns? Eigum við að segja sama og innborgunin króna á móti krónu svipað og þú segir að lífyeissjóðurinn geri. Það væri án tapsáhættu fyrir launþegann. Verkfræðingar töpuðu held ég mestöllum sínum sjóði í braski starfsmanns. Svo er víst um fleiri.

Það hefði komið betur út fyrir launþega að leggja beint í Seðla. Og allt bixið í kringum sjóðina hefði sparast og vandi ríkisins í Seðla hefði orðið mun minni.

Þó ég verði hundrað ára með því sem ég fæ úr lífeyrissjóði núna telst mér til að ég nái hvergi nærri þessum upphæðum úr sjóðnum mínum og þá má ekkert tapast úr honum hér eftir.

Ég tel því að það standi óhaggað hjá mér að allir hefðu verið betur komnir með að leggja bara inn í Seðlabanka og að ríkið myndi greiða krónu á móti krónu í lífeyri. Miklu skilvirkara, hagkvæmara og öruggara fyrir alla aðila senma þá sem núna raka fé af sjóðunum.

Er þetta ekki einfalt mál í rauninni?

Æ Hilmar minn

ég nenni ekki að skattyrðast við þig. Vinsamlega haltu þig annarsstaðar en á þessarii síðu ef þú getur ekki verið svolítið siðmenntaðri í orðum.

Halldór Jónsson, 13.12.2012 kl. 14:23

8 Smámynd: Halldór Jónsson

Já og Þórhallur

Grein dr.Ólafs Margeirssonar

http://www.pressan.is/pressupennar/Lesa_Olaf_MArgeirsson/35-regla-lifeyrissjodanna-kaefir-hagkerfid?offset=-5&page=2

virðist mér nú nú frekar styrkja mitt mál.

Halldór Jónsson, 13.12.2012 kl. 14:36

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Verðtrygging miðar við 5 ár í stöndugum ríkjum, vegna þess að inflation CPI mælir meðalverðhækkar á common mörkuðum sem millistéttir , heimili og einstaklinga í meðal tekjum hald uppi. Í USA er 80% neitenda með um 60% af heildar  heimiltekjum, þar eru tekju á íbúa hinsvegar um 40% hærri en í þýsklandi og víða gildir að forstjórnar verða borga launskatta af öllu sem tengist þeirra starfi, ferðalögum risnu og mútum , á móti fá þeir hagnað af hlutbréfum  t.d. Sumir stjórar þurfa minna til sýna hagnað en aðrir.

Í Þýsklandi er 74% af öllum heimilstekjum sem fer til 80% heimila: CPI úrtaks hópsins.

Common market er skipt upp í geira; fatnaður, kjöt , vín,    keppni er milli geira og innan geira og umfram í pottinum var um 5,0% á hverju ári til 2000.  Ef allir geira og aðilar innan geira auka veltur sínar um 5% á ári en sala er óbreytt í magni þá gildir að allir geirar , lögaðilar og einstaklingar á common markaði hafa hækkað jafnt, þetta er hlutlaus inflation sen fylgir hagvexti.  Ekki real intrest: í augum  afleiðu eða sub Prime áhættu geira þeirra 10% ríkustu =private.   þar er er keppni mikið harðari og virða 10% af þessum 10% heildarinnar vera söla allt undir sig.   Common markaðir hinsvegar á Vestulöndum er allir minnka þar sem eftirspurn eftir raunvirði: real worth er aukast í nýjum Kapitölum sem hafa verið að byggjast upp í þriðja heiminum: þörkk USA of UK fjárfestum aðlega.  

1,99% raunvaxta krafa er skilin í samhengi þess að þroska varasjóði með 30 ára einingar veðskuldum sem haldið eru um í fylkjum =matrixes.   þar gildir að ef 1 útgáfa fjámagnar 100 einingar úrborganir þá eru framtíðar útgáfur 1/30 x 100 einninga að fjölda.  Eftir 30 ár eru innborganir á ári mismunadi að upphæðum um 100 og líkist dreyfing upphæða verðlagsþróun síðustu 30 ár.  þá er líka búið að taka til sín með 1,99% raunvöxtum stofnfjáupphæðinni, en inn kemur á hverju ár hrein til útborgunna á raunvirði sem nægir til 1/30 x 100 einnga útborganna. 

Banka erlendis er með hundruð slíkra veðsafna fatra tölu greiðenda og hliðstæðra veð í hverju safni.  hrein eign útstreymi =innstreymi er mismunandi einnig áhættu raunvextir á hverju safni.

Þeggar kemur kreppa þá er hægt loka söfnum einu í einu til breyta verðbótum sem fara ekki í langtíma lán til að lækka vexti annarra lána.

þetta virðist ekki vera þekkt á Íslandi: en vanþroskað og heimskr í þessu samhengi.    

Glitnir segir martrix bara vera í stórborgum erlendis í kennslubókum fyrir 2000.  Enda valda ekki nema snillingar eins og ég að skilja ítranir og matrixes og hlutfallsegt samhengi hlutfalla [tekna og gjalda]. Þjóðverjar og Bandríkjamenn sem ég hef talað við á sama plani telja þessar gáfur vera genabundnar.  5% mannkyns býr yfir greind sem hin 95% skortir. 

1/30 var kallað útborgunabyndiskylda hrein verðtyggð eign til að viðhalda 30 ára veðskuldar veltum millistétta  USA um 1920. Þá skirfað í reiknin en einu banka lán millistétta  voru þessi 30 ára jafngreiðlu.   
Hasgfræðingu sem rekur banka ímyndar sér að hann þurfi að geyma 10 kr. af öllum 100 sem koma inn það kallar hann bindisskyldu.

Í USA voru til bankar um 1920 sem greiddu of mikið af hreinum eignum út í arð, og gátu því ekki hækkað útborganir til viðhalds 30 ára veltusjóðum: hækkað um verðbólgu stig liðainna ára.  Sennilega hafa þeir verið afkomendur Íslendekra bakkabræðra. til vernda viðskipta vini þeirra var 3,0% byndisskyldu komið á með lögum.  Eiga fyrir verðtyggðum útborgunum.

1/5 er byndiskylda 5 ára veltusjóða, vegna útborganna, sumarbústaða, bíla, smá báta, yfirtökulána og lána á öðrum veðrétti.

þetta er um 20% enn þjóðverjar[hagfræðinga hér skilja ekkert end ímyndunarveikir]. Meina að samsetning verðtryggingar veltusjóða í heildasamhengi  sé segjum 10 ár hjá sumum bönkum þar eru 10% útborgunarbyndiskylda á raunvirði. 

Verðbólga er nánast föst miðað við öll fimm ára ríkistjórnar tíma bili í stöndugum ríkjum og samkvæmt lögum EU,   þess vega er óhætta að gera ekki ráð fyrir nema 150% verðbólgu á 30 árum í UK og UK, mikið minna í þýsklandi um 60% til 90%. þar er líka lítið af áhættu bréfum sölskattsklydra fyrtækja í kauphöll.

Stétt 10% ríkustu með milli stéttum.  hvað taka 10% ríkusti hér mikið til sín, fast hlutfallsleg,a af heildartekjum heimila til skiptanna.
USA og flest ríki birta þess dreyfingu sem hefur ekkert breyst síðustu 100 ár.     

Í ríkjum meginlandsins er þessi 10% og 80% tekjuskipting hefðbundin einng er orðforði [sér merkinar á lykilorðum: jargon] og skilningur á rökréttri setningafræði það líka : stéttbundinn. 

Þegar ég segi útlendingum jafningjum mínum að hér skilji allir eins þá vita þeir að það gerir líka common market í þeirra ríkjum.

Íslendinga  sem fara utan til framhaldnáms  er ekki þjáfaðir hér lengur til geta lesið yfirstéttar texta með fullnægjandi skilningi. Ég heyri það dagleg af umræðum í gangi hér.


Ég vil samt vara Samfo við því að það er fullt af common fræðingum  erlendis sem heldur skilja ekki yfirstéttar texta.  Ég hef lært textrýni fagurfræðilega [túlka tilfinngar sem taxinn vekur lesanda ]  en líka að ritskoða texta og taka burt tilfinningar skrifarans til komast að rökrétta hluta megin taxtans.  Þar þarf meira en þjálfum , rökréttir heilar eru nánst ekki til.  Það er líka hægt að hlusta á tal manna til greina slíkt.
Íslendinga skilja allir hvorn eins, en ekki yfirstéttir í þroskuðum ríkjum.
                            þegar aðilar rökræða er báðir sammála rökum hvors annras en geta hinsvegar dregið af þeim mismunadi tilfinningahlaðnar  áherslu ályktanir. 

Lífeyrisjóður Danskra lækna var ekki með neina raunvexti 2007 á sínum veðskuldarútborgunum enda mun ekki fjölga í þeirri stétt næstu aldir þar.  Hér er sjóðir lækna á hausnum. Mikil er bull fræðin. 

Júlíus Björnsson, 13.12.2012 kl. 18:45

10 Smámynd: Júlíus Björnsson

Mismunur fer í kaup á endurfjámögunar bréfum vilvildar fyritækja sem koma mögur af varjóðum út fals góðæri 30 ára. PPP hér féll um 30% á samtíma, raunvirði útflutnings og það tekur marga ártugi að vinna um virðisauka.  hér er búið að skera allan kostnað niður og kaupendur mun aldrei sætta sig við borga sama verð í fromi arð til seljenda einhliða. Óumflýjanlegur kostnaður selst betur en enginn. Heimiskirt kunna ekki að selja.  Skera niður virðisaukan=kostnaðin niður fyrð Alþjóðalega meðal kostnaðarverðið. 

Júlíus Björnsson, 13.12.2012 kl. 18:56

11 Smámynd: Hörður Þórðarson

Af hverju er litli maðurinn svona heimskur? Af því að hann vill fá allt strax og borga seinna. Sjálfur tek ég ekki þátt í þessu vaxta bulli vegna þess að ég safna fyrst peningum fyrir því sem mig langar til að kaupa og kaupi það síðan, en ekki öfugt.

Ástæðan fyrir því að vextir á íslandi eru hærri en annars staðar er rugl og óráðsía sem veldur því að þeir sem lána peninga hér taka meiri áhættu en þeir sem lána paninga í flestum öðrum löndum heims. Ef landsmenn væru yfirleitt skynsamari og hófasamri í fjármálum væru vextir lægri.

Hörður Þórðarson, 14.12.2012 kl. 19:16

12 Smámynd: Júlíus Björnsson

Erlendis í stöngum ríkjum er 80% í toppi sjórnsýslu með IQ yfir meðagreind og herforningjahugsandi. Þar gildir the golden booking rule: Tax control svo að aðili greiði ekki skatta af skammtíma verðbólgutoppum. Leggi þá fjármuni til hliðar þá færast þeir ekki á   skuldir framtíðar eigin fé, heldur á hreinan eignreikning sem má kalla afskriftir fyrir útborgað arð.

Hreinar eignir lögaðila stjórnsýslu er aldrei gefna upp erlendis í reiknin sem sýnir eignir á móti skuldum við Lándrottna, ásamt sundurliðun á skuldum framtíðar[eigin fé] þar sem gert er greint fyrir raunvirðinu sem er á móti: í hverju það er bundið.  

Investment merkir festing fjár þá reiðuféð er fest í 5 ár minnst. Þá er verðtygging alltaf 25% eða meðaltali minnst 5,0% í UK. Þar velja aðilar um að fá raunvirði til baka eftir 5 ár [Raunvirði er miðað við PPP í UK eins og USA.] eða taka áhættu um að fá minna eða meira raunvirði.  

10% ríkustu í UK telja það reglulega hagsmuni að fá hlutafallslega meiri tekjur í uppgjörum en meðatalið. Það kemur real intrest. Meðaltaltekjuhækkun allra er hinvegar ef bókhald í lagi töluleg raunhækkun Ríkisins. 

Þess vegna er ekki hægt að leifa einum að ávaxta rauntekjur á hverju ári umfram meðaltals hækkun allra.      Þess vegna fara aðilar á hausinn.      Heildar nýjar framleiðslu tekjur sem seljast [vsk.] eru vigtaðar PPP. PPP hækkar að raunvirði ekki nema 80% þegna common heimamarkðar hafi efni á því.   
 
Fjámálmarkaður skiptist í Prime AAA stöðuleika og IRR á  móti ekki fjáfestinga [not finacial invextment]  markaði  sem er yielding.   Skipting er verðtyggt viðað viðheildatekjur efnhagslögsögu 80% en 20% tka hættu sem 10% ríkust hafa gaman af.  Þeir eru með um 25% til 30% tekna allra einstaklinga.   

Á Íslandi er engin financial investment markaður í dag ekkert Prim AAA IRR veðskuldarsafn. Hefur sennilega aldrei verið,  bara  yielding samber orðið: vextir :

Ef UK myndi verðtryggja yielding kröfu almennt: hrynur kauphallamarkurinn þar og UK með.

Júlíus Björnsson, 17.12.2012 kl. 04:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 61
  • Frá upphafi: 3418280

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband