21.12.2012 | 17:13
Erum við enn þjóð?
Íslendinga? Enginn virðist sjá neitt sniðugt eða hliðstæðu í færslunni hér á undan. Það er eins og við séum þegar komin í ESB og enginn fær gert við því.
1258 var orðið hallæri á Íslandi og skipakomur fáséðar.Kyrkingur þarmeð væntanlega í versluninni og prjónles og kæfa óseld sem og fiskur en skortur á allri innfluttri vöru, járni, tjöru, ljáum osfrv. Farþegaskipaferðir líklega strjálast. En menn fóru framan af öldinni milli landa að vild á dekkuðum farþegaskipum sem tóku meira en hundrað farþega í reglulegum siglingum. En þessi skip vorur svonefndar bússur, hétu líka t.d.Grobussan, sem eru undanfarar stækkandi briggskipa. Veðráttan í landinu var kólnandi og herti að öllum landbúnaði. Og hún átti eftir að versna til muna á miðöldunum með öllu því hallæri sem fylgdi. Það var mjög kalt til dæmis þegar Gizur reið í Eyjafjörð að drepa brennumenn frá Flugumýri líklega um jólaföstu 1253. Með honum í ferð var Præst-Johan, líklega Dani, sem var sérlega ókvalráður þegar kom að því að fást við Kolbein Grön sem var afarmenni. En Gizuri þótti fátt til þeirra allra koma sem hann drap á undan Kolbeini í þessum túr.
Í gamla sáttmála 1261 var orðin ástæða til að semja sérstaklega um að Íslendingum séu tryggðar siglingar þriggja skipa minnir mig. Með þessu lauk erjum Sturlungaaldar og manndrápum höfðingja lýkur hugsanlega að miklu leyti þegar Gissur afhausar Þórð Andrésson fyrir samsærið og tilræðið gegn sér sem jarls Noregskonungs. En hann var Hákon gamli, sem okkar þjóðskáld kallaði Hákon Fúla sem hirti frelsi vort. Nú heitir samningamaður ESB Stefán Fúle.
Var hægt að áfellast Íslendinga fyrir það sem þeir gerðu 1261? Þeir voru í nauðum sem líklega áttu bara eftir að versna. Þeir töldu betra að eiga skjól hjá konungi sem tryggði frið í landinu og verslun.
Núna, árið 2012, eru svipuð mál í gangi og sitt sýnist hverjum. Margir segja að okkur vanti skjól og liðveisla við okkar vandamál sem eru talsverð. En margir telja að við eigum miklu fleiri úrkosti núna en mönnum buðust á dögum Gizurar.
Gizur hefur fengið harðan dóm í sögunni. En hann leið meiri raunir á sinni ævi en fáir menn geta skilið hvernig hann þoldi án þess að sturlast. Hann orti:
Enn mank böl þat brunnu
Baugahlín og mínir
skaði kenni mér minni
mínir þrír synir inni.
Glaður munat Göndlar Röðla
gnýskerðandi verða
brjótur lifir sjá við sútir
sverðs nema hefndir verði.
eða eitthvað þannig minnir mig.Maður getur skilið hvað honum fannst hann þyrfti að gera eftir Flugumýrarbrennu.
Nú er okkur sagt að enginn nema ESB geti kannski aflétt af okkur gjaldeyrishöftunum ef við göngum inn í höll konungs sem hirðmenn. Ekki sér maður að ÍSlendingar hafi haft af því langtíma hagnað sem þeir gerðu 1261. En eitt er víst að konungsgarður er víður inngöngu en þröngur útgöngu.
Sagan kennir okkur auðvitað aldrei neitt sem þjóð. Ef við þá erum enn þjóð?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Auðvita býr hér þjóð sem elskar frelsi og hatar höft. Hún hefur bara svo lítið val í kosningum. Það er bara einn flokkur sem nær af vinstri hliðinni og yfir á hægri hliðina, allir hinir eru til vinstri. Í lýðræðis samfélagi er eingin þörf fyrir komunista eða aðrar einræðis eða flokksræðisstefnur.
Ef við hugsum hægri vinstri sem hundrað og áttatíu gráður lárétt, með 0° beint upp og svo 90°til vinstri og 90°til hægri, þá er þar lengst til vinstri, eða frá 90° vinstri, flokkur sem byggir á genum úreltrar stefnu og við hann skarast annað brot af sama meiði frá 80° vinstri og nær sá fyrr nefndi á 75° vinstri og sá síðarnefndi á 60° vinstri. Þar næst kemur svo flokkur sem telur sig miðjuflokk en hann nær ekki inn á miðjuna vegna þess að hann er á 40° vinstri og nær á 10° vinstri.
Til hægri við hann er flokkur sem spannar bilið frá 15° til vinstri og á 40° til hægri. Þarna á meðal og á milli eru svo slitrur úr þessum flokkum og eru þær allar til vinstri og því til óþurftar. Því að í lýðræðis samfélagi er eingin þörf fyrir komunista eða aðrar einræðis eða flokksræðisstefnur. Hreinræktaður hægri flokkur er ekki til á Íslandi en fullt af allskonar vinstri hringlanda og handbremsu snillingum. Kratar eins og Skandinavíu kratar eru ekki til á íslandi, þó að nóg sé hér að hrokafullum mont hænsnum.
Því fleiri flokkar og flokksbrot, því meiri verða hrossakaupinn eftir kosningar. Því lengra til vinstri sem niðurstaðan verður eftir kosningar því nær færumst við ófrelsinu. Það vantar afl til að hrista burt þessa gráðugu vinstri óværu, þó að flokkar sem hallast til vinstri megi alveg vera til, því það þarf alltaf andvægi. En ærulaust er óþarft.
Hrólfur Þ Hraundal, 21.12.2012 kl. 23:46
Það gefur á,fáir kunna lengur að beita upp í ölduganginn.
Helga Kristjánsdóttir, 22.12.2012 kl. 02:04
Já Helga mín og það stafar af vinstri slagsíðu og vélin höktir því vélstjórinn er í ESB vímu og hefur ekki rænu á að gera við brennslu olíu lekann.
Stýris vísirinn er vitlaust stilltur og sínir beina stefnu sem er 20° til vinstri þegar best lætur. Þessi dallur fer því í vímu yfirmanna með áhöfninna alltaf í hringi og nær aldrei höfn.
Hrólfur Þ Hraundal, 22.12.2012 kl. 08:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.