Leita í fréttum mbl.is

Lyklahugmyndin kveður ?

með ákvörðun Lilju Mósesdóttur að sækjast ekki eftir þingsæti.

Mér er svo sem alveg sama hverjir eru í þessum vinstri tætingsflokkum sem engu áorka yfirleitt. Ég gaf svo sem ekkert fyrir hennar pólitík nema eitt. Hún vakti máls á nauðsyn þess að fólk væri ekki dæmt til útlegðar fyrir það að geta ekki borgað. Fólk gæti losnað við eignaskuldir sínar með því að skila lyklinum. Svipað og er í Bandaríkjunum.

Hérna er venjan að fólk sé elt persónulega út yfir gröf og dauða vegna skulda sem stofnast af kaupum á hinu og þessu. Sett i gjaldþrot sem fyrnist aldrei ef kröfunum er haldið við eins og skatturinn gerir. Getur aldrei risið upp aftur og er brennimerkt til lífstíðar. Skítleg afgreiðsla í skítaþjóðfélagi sem býr svona að þeim þegnum sínum sem hafa misstigið sig. Oft þeim hrekklausustu og smæstu af smærri meðbræðrum okkar.

Ég hef reynt að hreyfa þessu innan Sjálfstæðisflokksins en ekki tekist að fá nægilegt fylgi við hugmyndir um breytingar á gjaldþrotalögum í þessa veru. En vonandi verður þetta tekið upp af mér meiri mönnum í flokknum þar sem þetta er nauðsynlegt réttlætismál.

Seljandi og kaupandi bera sameiginlega ábyrgð. Lánveitandi á að taka mið af gjaldfærni lántakanda. Þú berð ábyrgðina ef þú lánar óvita byssuna þína. Hvorki óvitinn né hvað þá byssan. Peningar eru líka eignir sem eru lánaðar. Það er auðvelt að slasa sig á þeim. Þetta er ekki bara einstefna.

Ég vona að lyklahugmyndin lifi þó Lilja kveðji.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband