26.12.2012 | 18:00
Lánlaust lið
hefur ráðið för í fjármálum Íslands þetta kjörtímabil. Sem flestir þyrftu að lesa eftirfarandi:
Umsögn Frosta Sigurjónssonar til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar 12. 12 2012:
Peningavaldið - Umsögn um frumvarp til stjórnarskipunarlaga um stjórnarskrá lýðveldisins Íslands. Þingskjal 510 - Mál nr. 415.
Með peningavaldi er átt við valdið til að búa til peninga, eða ígildi peninga, og setja í umferð.
Ógætileg meðferð peningavaldsins er vafalítið ein af höfuðástæðum hrunsins og má færa rök fyrir því að ný stjórnarskrá fjalli um peningavaldið og hvernig skuli koma í veg fyrir að því verði misbeitt.
Stjórnarskrá þarf einnig að gera greinarmun á valdi til útgáfu og úthlutunar nýrra peninga en þessi tvö valdsvið mega ekki vera á sömu hendi.
Það hlýtur að teljast alvarlegur galli á stjórnarskrárfrumvarpinu að í því sé ekki gerð tilraun til að koma böndum á peningavaldið.
GREINARGERÐ
Taumlaus peningamyndun er meginorsök hrunsins
Við einkavæðingu viðskiptabankanna árið 2002 færðist peningavaldið að mestu leiti frá ríkinu til eigenda bankanna. Á næstu fimm árum ríflega fimmfölduðu einkabankarnir peningamagn í umferð. Sú aukning var gersamlega úr samhengi við vöxt þjóðartekna og afleiðingin var hrun gjaldmiðilsins.
Enn hefur ekkert verið gert til að koma peningavaldinu í skjól fyrir sérhagsmunum. Enn hafa einkabankarnir aðstöðu til að búa til peninga og ákveða hver skuli fá nýja peninga. Verði þessu ekki breytt, mun það halda áfram að bitna á landsmönnum með verðbólgu, vaxtabyrði, óstöðugleika og skuldsetningu.
Viðskiptabankar búa til ígildi peninga með útlánum
Viðskiptabankar eru í aðstöðu til að skapa ígildi peninga með útlánum. Viðskiptabanki skapar ígildi peninga með því að veita lán og afhenda lántakanda innstæðu í stað seðla. Innstæðuna býr bankinn til úr engu. Innstæðan er í raun loforð bankans um að afhenda seðla hvenær sem óskað er. Innstæðan er handhægari en seðlar og lántaki og allir aðrir líta á innstæðu í banka sem ígildi peninga, enda er hægt að nota þær til að greiða skuldir og jafnvel skatta.
Peningamyndun er skattheimta
Bankinn hagnast mjög á því að búa til ígildi peninga, því hann greiðir litla sem enga vexti á innstæðuna en innheimtir hins vegar markaðsvexti á útlánið. Íslenskir bankar hafa búið til 1.000 milljarða með þessum hætti og nema tekjur banka af vaxtamun inn- og útlána tugum milljarða árlega.
Banki sem eykur eigið fé sitt um 2 milljarða getur búið til 25 milljarða af nýjum innstæðum og lánað þær út (miðað við 8% eiginfjárkröfu). Þegar veitt eru ný lán myndast innlán sem eru nýir peningar og rýra verðgildi þeirra peninga sem fyrir eru. Innstæður í bönkum eru í minna mæli óverðtryggðar en útlán og bankar græða því á rýrnun þeirra.
Fái bankar að beita peningavaldinu í eigin þágu, er ekki við öðru að búast en þeir leggi sig alla fram um að auka gróða sinn af vaxtamun og verðbólgu, þótt það verði á kostnað alls almennings.
Alþjóðlegt vandamál
Sama fyrirkomulag peningamála er við lýði í nær öllum löndum. Peningavaldið er víðast hvar komið í hendur einkaaðila. Afleiðingin er nánast taumlaus peningaprentun. Vaxtabyrði þjóða af því að hafa gjaldmiðil sinn að láni frá einkabönkum þyngir í sífellu skuldabyrði þeirra. Svo er komið að alvarleg skuldakreppa ríkir í heiminum og á torgum stórborga safnast almenningur saman til að mótmæla ráðaleysi stjórnvalda.
Peningavaldið tilheyrir þjóðinni
Taka þarf peningavaldið frá viðskiptabönkunum og skipta því upp milli seðlabanka og ríkisstjórnar landsins.
En það nægir ekki að koma peningavaldinu til ríkisins, einnig þarf að tryggja tvískiptingu valdsins til að draga úr freistnivanda.
Seðlabanki fari með útgáfuvald peninga
Seðlabankinn gefur í dag út seðla og mynt, en þessir miðlar eru sáralítið notaðir í viðskiptum. Bankainnstæður (rafrænir peningar) búnar til af einkabönkum eru uppistaðan í peningamagni landsins. Bankar skapa peninga með útlánum og nær allt fé í landinu er myndað með þessum hætti og ber vexti sem greiðast bönkum. Þessu þarf að breyta.
Aðeins Seðlabanki ætti að hafa leyfi til að búa til peninga fyrir fyrir hagkerfið og hann getur gert það án skuldsetningar.
Seðlabanki á að meta og stýra því hve mikið peningamagn er í hagkerfinu á hverjum tíma, út frá þjóðhagslegum markmiðum eins og verðbólgu, sjálfbærum hagvexti, atvinnuleysi og fleiri þáttum.
Ríkisstjórn fari með úthlutunarvald peninga
Í dag ákveða bankar hverjum skuli afhenda nýtt fé og til hvers það skal notað. Hagsmunir bankans ráða þar för, þótt nýir peningar rýri alla peninga sem fyrir eru í kerfinu.
Þar sem nýir peningar valda kostnaði hjá öllum almenningi, er eðlileg krafa að nýjum peningum sé ráðstafað með lýðræðislegum hætti. Ríkisstjórn er best til þess fallin og getur gert það með fjárlögum.
Nánari upplýsingar um peningavald og skiptingu þess má finna á www.betrapeningakerfi.is
Virðingarfyllst
Frosti Sigurjónsson
rekstrarhagfræðingur
Fólk þarf að gera sér grein fyrir að þarna er á ferðinni vandamál sem taka verður á. Bankarnir sem auglýsa sig sem vini fólksins eru það ekki. Þeir eru líka óvinir hagstjórnar landsins og hafa oftlega eyðilagt tilraunir löglega kosinna yfirvalda til að aðhalds þegar þeim hefur sýnst svo.
Í dag hafa þeir enn á ný komist til of mikilla áhrifa. Arion banki og Íslandsbanki eru líka í eigu óvina fólksins að mestu leyti, sem eru alþjóðlegir hákarla-og hrægammasjóðir. Þeir hafa enga líklega fáar aðrar hugsjónir en að mergsjúga land og þjóð. Það er skömm fyrir málsmetandi menn að láta kaupa sig til þjónustu á vegum þessara afla.
Vonandi ber nýtt Alþingi gæfu til þess að taka þessi mál fastari tökum en það lánlausa lið sem ráðið hafa ferðinni í íslenskum fjármálum síðustu fjögur ár.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Mig langar til að rifja upp gamlar sígildar bókhaldslegur. Allir vita að í dagbækur eru tvískráðar skuldir lögaðila. Cretitum er skráð raunvirðið í reiðufé sem hann á að [Debitum] borga á umsömdum gjalddaga, sama upphæð er svo skráð að nafninu til Debitium: það er nafnvirðið sem getur breyst í höndum skuldara. Til dæmis gleymir hann að selja t.d. lambalæri og þá getur það orðið úldið síðar verið bókað núll að nafnvirði. Haben und Sollen.
Ef sannast að skuldunautur er valdur að lækkun nafnvirðis þannig að eigi ekki fyrir raunvirði skulda á gjalddögum þá ber hinu opinbera að svipta hann rekstraleyfi og fá annan lögaðila hæfari til leysa hann af hendi.
Skuldnauti bera að selja tímabundnar eignir sínar á þeim verðum sem tyggja getu hans til að greiða þær á umsömdum gjalddögum og líkað það sem kostar að viðhalda þeim þegar þær eru í hans vörslu.
Opinberir löggiltir endurskoðendur erlendis eru erlendis ábyrgir fyrir því að meta nafnvirðið [skuldar] eigna [Debitum] til greiðslu skulda [Credtium] alltaf rétt.
Gerður er greinamunar á skuldareignum og hreinum eignum: ekki veðsettum erlendis.
Hreinar eignir lögaðila á ekki gefa upp til skuldar í Balance sheet [kallað efnahagsreikningur hér til leiða hugann frá því að þetta er skuldagreiningar listi] eða skuldir hans við sig sjálfan.
Balance sheet er fyrir skattamann og aðila á markaði til byggja upp þeirra framtíðar áætlanir.
Til að lögaðili geti ekki greitt út of háa skatta eða of háan arð, þar er notað Balance control, sem líka er kallað the golden booking rule.
Flestir kannast við hvernig jafnan er sett upp á UK ensku en í USA er hún oft sett upp þannig að raunvirði eigna í reiðufé [Debitum] skal jafnt skuldum á uppgjörstímabil plús skuldum framtíðar [heildar eiginfé: Creditum].
Þegar búið er reikna greiddar tekjur úr rekstri og greidd gjöld á móti , þá þarf að oftast að greiða til viðbótar upphækkun á nafnvirði skuldareigna framtíðar. Þarna setur hið opinbera reglur um hvað hver geiri [eftir eðli hans] þarf að drag frá tekjum í reiðufé fyrir útborgum arðs og þess vegna tekju skatta.
Hér á Íslandi eru [Ó] lög sem skylda alla lögaðila að uppfæra nafnvirði nauðsynlegra eigna til mynda tekjur framtíðar í reiðufé um óendurskoðaða verðbólgu á hverju ári til að, eins og topparnir segja hér gefa "betri" mynd af rekstri. Með því að hækka eignir í Balance sheet á móti skuldum. Skattheimtu betri.
Þetta skilið í samhengi þroskaðra rekstrar fyrirtækja eru röng skilaboð, því reglan er sú að ef ef þjóðar tekjur á íbúa hækka um 150% á 30 árum, [örugglega í UK]. Þá lækkar upphaflegt stofnhlutfé um 60% en á móti er það afskrifað á hverju ári yfir á hreina eignareikning passivra rekstralega eigna: eigna sem geta ekki breyst í reiðufé til að greiða skuldir við lándrottna. Þetta kallast þrautvarasjóður: þegar markaður kemst að því að lögaðili sem er 30 ára, er farinn að veðsetja rekstragrunn sinn þá hækkar hann áhættu vaxta álagið á hann til að mynda í sínu bókhaldi varasjóð gegn hruni aumingjans.
Stofnun ríkis er skilið af öðrum ríkjum sem einokun á markaðssetningu reiðufjár inn á sínum mörkuðum. Peningavaldið er því sjálfgefið frá upphafi siðmenningar. Efast upp slíkt er að setja slíkt atrið sem sérstaka grein í stjórnaraskrá. Framkvæmdir kosta reiðufé: Þannig er Framkvæmdavald og Peningavald eitt og hið sama.
Eignfæra framtíðar uppskeru er löglegt ef hún er greidd, en ólöglegt ef hún greiðist ekki. Þess vegna eru slíkar framtíðar eignarfærslur varasamar.
USA og UK [vegna fjárfestinga í uppbyggingu neytendamarkaða hávirðisaukaskatta í áður þriðja heiminum: EU hugmyndfræði] um 1995 breyttu reglum um reikning á rauntekjum skilgreindra lögaðila. Það er þeir mega [í ákveðinn ríkisstuddri] fullvissu reikna tekjur næstu 5 ára og færi til tekna þannig meðaltekjur skatta ársins. Ávinningur er skattar geta greiðst fyrir fram og líka er hægt að greiða út arð fyrirfram: laðar að nýja fjárfesta [fjármagnara] í fjármögnunarbréfa kaupum þess sem sem er öruggur um framtíðar tekjur.
Þjóðverjar og Frakkar mun ekki hafa leift þetta nýja bókunarfrelsi.
Íslendingar sem skilja ekki að bókhald er allstaðar eins í þroskuðum ríkjum: það er það Íslenska er öðruvísi, eru með allskonar hugmyndir sem spretta upp af Íslenska bókhaldslagagrunninum.
Eiginfé [hvers?] , efnahagsreikningur [ hvað er reiknað?] , hagvöxtur : hvað er hagstætt og hvað vex: raunvirði eða nafnvirði. Íslensk verðtygging, hvað er tryggt og í þágu hverja? 100% tryggður almanna sjóður hér er ekki til hér sannanlega í dag.
Skila nafnvirði DEBITUM á umsömdu SKILGREINDU raunvirði CRETITUM er það SEM LÖGLEGT tvískráningar BÓKHALD TRYGGIR.
Þeir aðilar sem virða ekki löglegt bókahald [þetta erlenda] ár eftir ár eru glæpamenn erlendis.
Bréf sem seljast ekki almennt er aldrei hægt að bóka á nafnvirði hærra en reiðfé sem greitt var fyrir það, og síðan er bréfið afskrifað fram á gjalddaga ef hann er eftir mörg ár. Leifa annað er leifa stuld á reiðufé. Allt rýnar meira eða jafnt og reiðufé í verðbólgu: meðal hækkun á almennum mörkuðum. hækki kaup almennt í samræmi er þetta hagvöxtur [sölumagn óbreytt] en seljist meira almennt á íbúa er þetta raunhagvöxtur.
Heima raunvöxtur er það sem almennt er varið í.
Samræma hér vísitölumælingar, skatta og bókhalds kerfi miða við það sem gildir í stöndugum ríkjum.
Júlíus Björnsson, 27.12.2012 kl. 21:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.