Leita í fréttum mbl.is

EES-Úrelt þing!

Á Vísindavefnum er að finna nokkur atriði sem vert er að staldra við. Þar er vikið að einni meginröksemd aðeildarsinna að án aðildar höfum við engin áhrif á lagasetningar.

 " EES-samningurinn var upphaflega gerður milli tveggja jafnrétthárra ríkjablokka og byggðist á gagnkvæmum viðskiptahagsmunum beggja aðila. Um var að ræða tólf ríki ESB og sex EFTA-ríki, með 30 milljónir íbúa sem voru að auki langmikilvægasti markaður Evrópusambandsríkjanna. Eftir að bróðurpartur EFTA, Austurríki, Finnland og Svíþjóð, söðluðu um yfir í ESB aðeins ári eftir gildistöku EES-samningsins hefur vægi EFTA-ríkjanna minnkað töluvert og sífellt hefur orðið erfiðara fyrir okkur Íslendinga að ná fram hagsmunamálum okkar. Nú eru aðeins þrjú ríki með 4,8 milljónir íbúa eftir EFTA-megin hryggjar á meðan aðildarríki ESB eru orðin 25 talsins með 480 milljónir íbúa. Formleg staða samningsins er óbreytt en pólitískt vægi EFTA-stoðarinnar hefur minnkað mikið".

 Svo rembumst við að halda því fram að aðildarviðræðurnar muni færa okkur fangið fullt af sérákvæðum fyrir Ísland því ESB sé svo mikið í mun að eignast okkur.

 " Til að mynda hafði Ísland í upphafi aðgang að fjölda nefnda sem undirbúa lagasmíð ESB sem síðan gilda fyrir allan innri markaðinn. Á undanförnum misserum virðist ESB hafa tekið þá stefnubreytingu, meðvitað eða ómeðvitað, að túlka samninginn þröngt. EES-ríkjunum hefur í kjölfarið verið meinaður aðgangur að undirbúningsvinnu lagasmíðar sem hefur leitt til þess að Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa nú miklu minni möguleika á að koma hagsmunamálum sínum á framfæri heldur en á fyrsta skeiði samningsins". Áhrifagetan blasir við.

 " Til að mynda gekk ansi brösuglega að tryggja stækkun EES samhliða stækkun ESB. Það eykur enn á vandræðin að EES-samningurinn er nú rekinn á lægra stigi en áður innan stjórnsýslu ESB og svo virðist sem embættismenn sambandsins hafi misst áhugann á samstarfinu þótt þeir verði augljóslega að virða samningsskuldbindingar sínar".

 Sem sagt EES er í litlum hávegum haft innan stóra ESB. Áhrif Íslendinga eru vart mælanleg.

 " Evrópusambandið sjálft hefur breyst mikið frá því EES-samningurinn var gerður en hann hefur ekki þróast í takt við þær breytingar. EES-samningurinn byggist á Rómarsáttmálanum og ákvæði hans eru samhljóða texta sáttmálans eins og hann var þegar viðræðum lauk. Frá þeim tíma hafa þrír nýir sáttmálar ESB litið dagsins ljós: Maastricht 1993, Amsterdam 1997 og Nice 2000. Með þeim hafa orðið töluverðar breytingar á starfsemi og samstarfsgrunni Evrópusambandsríkjanna sem hefur bæði orðið nánara og samstarfssviðum verið fjölgað. Framkvæmdastjórn ESB á samkvæmt EES-samningnum að tala máli EFTA-ríkjanna innan stofnana ESB en síðan samningurinn var gerður hefur verulega dregið úr völdum hennar. Aukið vægi Evrópuþingsins og Ráðherraráðsins hefur orðið til þess að erfiðara reynist að fá framkvæmdastjórnina til að tala máli EES-ríkjanna gagnvart ráðinu og aðildarríkjunum þar sem hún þarf að hafa meira fyrir því en áður að halda til streitu eigin sjónarmiðum og áhersluatriðum. Hefur það þrengt verulega að möguleikum EES-ríkjanna til að hafa áhrif á Evrópulöggjöfina sem þó gildir á öllu EES-svæðinu eftir sem áður  ".

 "  Færa má rök fyrir því að EES-samningurinn falli orðið illa að breyttum stofnanaramma ESB. Aukin krafa um lýðræði, gegnsæi og einsleitni gerir það að verkum að embættismannasamningur eins og EES fær minna vægi en áður. Af ofangreindu má fullyrða að vægi samningsins hafi minnkað og að hann nái ekki lengur með fullnægjandi hætti yfir samstarf EES-ríkjanna og ESB. Þróunin hefur um leið fært EES-ríkin meira út á hliðarlínuna í evrópsku samstarfi ".

 Og enn er hnykkt á:

 " Frumkvæði og lokaákvörðun um innleiðingar lagasetninga er í auknum mæli komið á Evrópuvettvanginn og fá svið samfélagsins eru undanskilin. Á sumum þeirra eins og í umhverfismálum og matvælaeftirliti er nær öll lagasetning sem tekur gildi á Íslandi í höndum embættismanna og fulltrúa annarra ríkja í Brüssel en ekki í höndum lýðræðislega kjörinna fulltrúa á Íslandi. Borgarar ESB hafa jafnframt margvíslegar leiðir til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri sem íslenskir borgarar hafa ekki en ákvarðanir í stofnunum ESB byggja á fjölþættu samráði við sérfræðinga, stjórnmálamenn og hagsmunaaðila í aðildarríkjunum ".

 Háskólasamfélagið setur þessa fullyrðingu fram án þess að færa nein haldbær rök fyrir máli sínu:

 " Fullyrt er að samningurinn hafi stuðlað að auknum stöðugleika í efnahagslífinu og leitt bæði til aukins frjálsræðis og nútímalegri stjórnunarhátta. Hann hefur einnig verið ein helsta lífæð Íslands í alþjóðasamvinnu. Til að mynda hefur aðgangur að mörkuðum ESB stóraukist og þátttaka í samstarfsáætlunum ESB, svo sem á sviði vísinda, menntamála og menningarmála, hefur skilað umtalsverðu fjármagni og þekkingu inn í íslenskt þjóðfélag. Til að mynda fengu íslenskir athafnamenn að reyna sig í evrópsku atvinnulífi og vísindamenn hér á landi komust í mun betri tengsl við aðra evrópska fræðimenn svo eitthvað sé nefnt ".

 Ómótmælt er að íslenskir bankamenn reyndu fyrir sér fyrir hrunið í evrópsku atvinnulífi. Ósönnuð er fullyrðingin um betri tengsl vísindamanna við evrópska fræðimenn enda varla hægt að þakka EES fyrir Google og netið.

 " Samningurinn felur í sér frjáls þjónustuviðskipti, fjármagnsviðskipti og viðskipti með iðnvarning, og jafnframt frjálsan atvinnu- og búseturétt alls staðar á svæðinu. Er þetta stundum nefnt fjórfrelsi. Enn fremur eru í samningnum ákvæði um samvinnu í félagsmálum, neytendamálum, jafnréttismálum, rannsóknum og þróun, menntamálum og umhverfismálum. Þegar samningurinn tók gildi hér á landi samþykktu íslensk stjórnvöld um leið að taka upp í íslenskan rétt nær allar þær viðskiptareglur sem giltu á evrópskum mörkuðum. Í samningnum felast því ekki aðeins frjáls viðskipti og sameiginleg réttindi heldur einnig að vissu marki sameiginlegar reglur á ýmsum sviðum til að tryggja sanngjarna samkeppni í viðskiptum, neytendavernd, vernd umhverfisins, félagsleg réttindi og svo framvegis ".

 Hvernig er staðan með fjórfrelsið á Íslandi um þessar mundir eftir að Íslendingar fengu að reyna sig?

 Það þarf líklega ekki að endurtaka að það er þjónustan og atvinnu-og búseturétturinn sem hér er fyrir hendi. Iðnvarningur eins og makrílafurðir eru álíka viðskiptafrjálsar og hvalaafurðir og flest er einokað í ESB af stórum blökkum.Landið er opið fyrir hvaða ruslaralýð sem er en við getum ekkert farið nema til EFTA-ríkisins Noregs vegna atvinnuleysis allstaðar í ESB.

 Vísindavefurinn telur sem meginforsendu erfiðleikanna nútildags vera:

 " Mestu munar að Evrópusambandið (ESB) hefur breyst mikið frá því EES-samningurinn var gerður og innganga tíu nýrra ríkja í Mið- og Austur-Evrópu í ESB markar nýtt upphaf í evrópsku samstarfi "

 Það er verkurinn við þenna Vísindavef Háskólans sem ég get varla séð að mikið annað en útibú frá Samfylkingunni og áróðursarmur. ESB er bandalag þróunarríkja sem við eigum ekkert sameiginlegt með. Við erum miklu betur stödd en meðaltalið þar.

 Háskólafólkið matar stjórnmálamenn samtímans á rangupplýsingum og órökstuddum fullyrðingum um eitthvað ágæti sem er ekki eins og það segir vegna breyttra aðstæðna. Verða Íslendingar ekki að fara að gera kröfur til þess um breytt og betri vinnubrögð í meðhöndlun staðreynda?

 Mín niðurstaða sveigist meira í þessa átt sem lengra frá líður: Við eigum ekkert með þennan EES samning og Schengen lengur að gera annað en að segja honum upp. Standa á eigin fótum héðan í frá og versla í austur og vestur eins og okkur lystir.

 ESB var aldrei annað en tollabandalag gegn umheiminum. Þar höfum við ekkert að kaupa.

 EES er úrelt þing.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þegar tveir eða fleiri aðilar gera með sér samning, hlýtur sá samningur að gilda þar til annar aðilinn segir honum upp. Allt sem þessir aðilar sem að samningnum standa, síðar gera og snertir þann samning, hlýtur að verða að falla að honum. Annar aðilinn getur ekki upp á sitt einsdæmi ákveðið einhverjar breytingar hjá sér, sem breytir grundvelli þess samnings sem áður hafði verið gerður.

Nú hefur ESB ekki sagt upp EES samningnum og því hlýtur það samband að verða að haga öllum sínum gerðum samkvæmt honum. Ef þeir sáttmálar sem sambandið hefur gert hjá sér skarast við EES samninginn, hlýtur sambandið að laga þau mistök sín. Varla er ætlast til þess að hinn aðilinn breyti hjá sér, til að falla að þeirri breyttu mynd sem orðið hefur á samningnum. Það hlýtur að þíða upptöku samningsins og breytinga á honum. Ekki hefur verið farið fram á slíka upptöku og því er það uppá ESB að laga til hjá sér svo samningnum verði framfylgt!

Það er magnað ef fólk áttar sig ekki á eðli samninga, áttar sig ekki á að sá samningur sem skrifað er undir gildir þar til samkomulag samningsaðila um breytingu nær fram.

Það er skelfilegt að vita að þær tilvísanir sem þú setur hér fyrir ofan, Halldór, skuli flestar vera frá fræðamannasamfélaginu. Svona skýringar væru ekki undarlegar frá ákveðnum stjórnmálamönnum, en þegar fræðimenn telja það sjálfsagt mál að samningur geti nánast gufað upp vegna aðgerða annars aðila hans, án þess að hinn aðilinn fái nokkuð að gert, er ekki beinlínis traustvekjandi og ekki merki þess að hægt sé að taka orð þessarar stéttar sem einhvern sannleik.

Gunnar Heiðarsson, 28.12.2012 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 43
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband