Leita í fréttum mbl.is

Hvað knýr menn

til að skrifa svona um þjóðfána Íslendinga?

Í Konan við þúsund gráður lætur höfundurinn Herbjörgu Björnsson m.a. lýsa íslenska fánanum svo (bls. 318):

" Og þannig er vor fáni enn í dag, sem við flöggum framan í aðrar þjóðir af berrassaðri bíræfni, hreint út sagt ein krossriðin sáðsullandi blóðkunta umkringd fjórum bláum marblettum; dönskum, enskum og amerískum."

Ég hreinlega kveinka mér við að setja þessi orð á bloggið svo viðurstyggileg sem þessi marglofuðu skrif þessa höfundar eru mér. Og ég skil tilfinningar dóttur Georgíu Björnsson sem Hallgrímur notar óboðinn sem fyrirmynd þeirrar persónu sem hann lætur fara með þess þulu en skrif hennar á fésbók vöktu athygli mína á þessum ástsæla höfundi Íslands.

Það er að vonum að Hallgrímur Helgason styðji Evrópusamabandsaðild sem hefur öðruvísi fána og líklega honum geðslegri (og kannski líkari klósettsetu ??) en okkar íslenski fáni sem er þó fáni þess ríkis sem er að senda honum sjálfum framfærslueyri.

Mætti ekki gera eitthvað annað við þá peninga en að knýja menn til að lesa slíka samsuðu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ekki hef ég lesið þessa sögu sem þú vitnar í Halldór og langar bara hreint ekkert til þess.

Hitt er ljóst að einhver minni spámaður léti svona skrif frá sér, tala nú ekki um ef um karlmann væri að ræða, er ljóst að hann fengi almenna fordæmingu og miklar líkur á að lögreglan myndi tugthúsa hann fyrir ógn við þjóðina.

Gunnar Heiðarsson, 13.1.2013 kl. 12:33

2 identicon

Halló Halló! Sögupersónan heitir Herbjörg og þetta er skáldsaga. Ég endurtek orðið; SKÁLDSAGA. Óþarfi að blanda svo Evrópu-umræðunni í þetta. Skaðar bara málstað okkar andstæðinga við þetta risa bákn þarna úti í útlöndum að rugla svona saman hlutum hirst og her.

Kveðja frá Heitum andstæðing Evrópu-SAMBANDSINS(ekkert á móti Evrópu og er ekki einangrunnarsinni né vinstri græn eða sjálfstæðikona) og eldheitur öfga umhverfisverndarsinni sem á allavega 15 lopapeysur en býr ekki í 101 (þó næsta bæ) og vill helst drekka kaffi mokka frekar en latte:)

Björg F (IP-tala skráð) 13.1.2013 kl. 23:36

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Segi sama Gunnar, ekki lesið bókina. En það er frekar af því að ég nenni ekki að eyða tíma í lygisögur og er því ekki viðræðuhæfur um Yrsu,Arnald eða hvað þeir heita allir.Les frekar Dauðan í Dumbshafi eða Sturlungu.

Alveg sama þó þetta sé skáldsaga. Þetta er ritsóði. Vildirðu láta skrifa svona bullusögu um móður þína? Þetta er sagður vera lattelepjandi kommúnisti á framfæri ríkisins. Af hverju kýstu ekki Sjálfstæðisflokkinn ef þú ert umhverfissinni? Hann hefur flokka mest beitt sér fyrir landrækt og landvernd. Manstu ekki eftir Valtý Stefánssyni, Birgi Kjaran,Oddi á Hálsi og öllum þessum gömlu köllum sem vildu rækta upp landið?

Halldór Jónsson, 14.1.2013 kl. 11:09

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Það átti að koma Sæl Björg F. á undan "Alveg sama...(kann ekki að laga athugasemdir ef það er þá hægt)

Halldór Jónsson, 14.1.2013 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband