Leita í fréttum mbl.is

Hægri grænir

eru flestir Sjálfstæðismenn að eigin sögn að hugsjónagrundvelli.

Þeir sætta sig hinsvegar ekki við fylgisspekt móðurflokksins við kvótakerfið eða linku í að taka afstöðu með heimilunum í landinu. Ennfremur finnst þeim verulega á skorta að sjálfstæðisflokkurinn sé afgerandi í fjármálastefnu. Þetta er það sem ég skynja af stuttri skoðun. Vera kann að mér yfirskjótist margir þættir. En einhversstaðar verður að byrja.

Það er nauðsynlegt fyrir Sjálfstæðisflokkinn að líta í eigin barm og spyrja sig hvort við séum að gera allt rétt? Erum við ekki í samkeppni um sálir fólksins? Verðum við ekki að ná samhljómi við fólkið í landinu?

Því hef ég verið að dunda við að reyna að skoða stefnuskrár annarra flokka til samanburðar og að reyna að draga einhvern lærdóm af hvað það er sem fælir fólk frá okkur. En er það ekki greinilegt að okkar Sjálfstæðisflokkur gengur ekki sem skyldi miðað við þá skelfingu sem ríkisstjórnin er búin að afreka í vonbrigðum gagnvart þorra landsmanna? Því miður finnst mér að svo sé.

Við vitum það að margir forystumenn okkar hafa fælingaráhrif persónulega vegna þess að þeir flækjast í fjármálagerninga frá því fyrir hrun. Það skiptir ekki neinu máli í áróðurstríðinu hvort það er með réttu eða röngu. Þetta er notað gegn okkur og heildaráhrifin nema einhverjum atkvæðum. Kannski prósentum á landsvísu.

Enginn er auðvitað hafinn yfir alla gagnrýni nema nýfædda Jésúbarnið. Frá vöggu til grafar göngum við um heimsins hálagler. Breysk og hrasgjörn. En í stjórnmálum erum við að reyna að leita lausna fyrir okkur sjálf sem geta létt okkur gönguna frá vöggu til grafar. Ófullkomin sem við erum.

Um þessar mundir er alvarleg staða uppi í fjármálum þjóðarinnar. Snjóhengjan vofir yfir okkur og flestum sýnist fátt um aðgerðir af hálfu ríkisstjórnar okkar. Hefur hún líka hugsanlega takmarkaðan skilning á vandanum af því að hún lifir frekar í einhverju Sjangríla sinna ESB-hugmynda sem muni í fyllingu tímans taka allan þennan beiska kaleik frá okkur heldur en í veruleikanum?

En hvað ætla þá aðrir að gera ef þessi ríkissstjórn verður kosin frá í apríl? Höfum við heyrt eitthvað afgerandi?

Ég er búinn að stúdéra Dögun dálítið. Margt gott hjá þeim finn ég sem vert er að skoða. Björt framtíð er hinsvegar greinilega ekki tilbúin með neitt bitastætt á heimasíðunni. En hana segja skoðanakannanir að allir ætli að kjósa. Út á hvað?

En hvað eru þá til dæmis hægri-grænir, X-G, að segja?

Af stefnuskrársíðunni þeirra hægri-grænna kemur eftirfarandi:

" Ríkisdalur er lausnin

Losa verður gjaldeyrishöftin og koma á efnahagslegum stöðugleika. Gera ríkisdal aftur að lögeyri og festa gengi hans við bandaríkjadal. Bandaríkjadalur er aðalviðskiptamynt Íslands og mest notaði gjaldmiðill veraldar. Öllum íslenskum krónum, launum, lausu fé, innistæðum, skuldum, verðbréfum, o.s.frv. yrði skipt út fyrir ríkisdal. Gengi ríkisdalsins myndi sveiflast eins og gengi bandaríkjadals gagnvart öðrum gjaldmiðlum, stöðugleiki næðist, en peningastjórnin í okkar höndum.

Losun gjaldeyrishafta

Eigendum gömlu aflandskrónanna og erlendu hrægammasjóðunum yrðu boðnar tvær leiðir til að losna úr viðjum gjaldeyrishaftanna: a) að skipta yfir í ríkisdal með 95% afföllum, eða b) skipta á aflandskrónugengi í 35 ára afborgunarlaust skuldabréf, útgefnu í bandaríkjadölum, á mjög lágum vöxtum. Ef erlendu hrægammasjóðirnir vilja ekki þiggja þetta boð, þá verði þeim gert að greiða vexti á innistæðum sínum, en t.d. bankar í Sviss rukka einmitt geymslugjald fyrir fé sem þeir varðveita. Þetta sparar tugi milljarða kr. á ári í vaxtakostnað. Peningana, sem koma í ríkissjóð með útgáfu skuldabréfsins, má nota til þess að borga niður skuldir ríkissjóðs og fara í nauðsynlegar fjárfestingar og uppbyggingu hér á landi. Líta verður á aflandskrónurnar sem sérstakt tækifæri, snúa verður taflinu við og veita erlendum hrægammasjóðum makleg málagjöld. Það tæki 6 til 9 mánuði að koma þessari leið í verk.

Hrægammana burt

Stærstu kröfuhafar Kaupþings og Glitnis eru hrægammasjóðir. Þeir keyptu kröfurnar í þrotabúum gömlu bankanna á allt að 97% afföllum eftir fall þeirra. Heildareignir hrægammasjóðanna nema samtals yfir 1.700 milljörðum króna eða því sem nemur rúmlega einni landsframleiðslu Íslands. Neita verður hrægammasjóðunum um nauðarsamninga og greiða allar kröfur út í krónum. Krefjast upprunavottorðs fjármagns og fulla upplýsingaskyldu um alla endanlega eigendur, nafn og heimilsfang. Banna verður erlendum hrægammasjóðum í skattaparadísum að eiga í íslenskum fjármálafyrirtækjum....."

Er þetta eitthvað út í loftið? Eða er þarna talað af þekkingu á vandanum? Getur enhver tekið þetta fyrir sviga og sagt kost og löst á þessu djarfa plani? Er þetta ekki allavega djarfara útspil en við heyrum daglega?

Einu sinni var skellt á hér eignakönnun og peningaskiptum að undirlagi kommúnista minnir mig. Þeir sem áttu ólöglegt fé gátu keypt sér þrjátíuára birgðir af brennivíni eða eitthvað álíka varanlegt. Annað fé varð ónýtt. Við skiptum líka um mynt undir Gunnar Thoroddsen án eignakönnunar þó. það gekk fljótt fyrir sig. Það er sú króna sem við notum í dag. Man einhver hina?

Nú eru uppi aðrir tímar. Allar skattstofur eru tengdar beint ínn í bankana svo furðulegt sem það auðvitað er. Meðal siðaðara þjóða eru yfirleitt þrenn leyndarmál virt. Bréfaleynd, Bankaleynd og Ríkisleynd. Allt þetta skilja ekki íslenskir skrælingjar sem fótum troða þetta allt. Stela pósti bótalaust og leka leyndarmálum þjóðarinnar. En þjóðfélagið samt er allt miklu skráðara og skjalfastara en það var á dögum fyrri peningaskipta. Því er margt auðveldara en var þá.

Hægri-grænir virðast vilja endurtaka leikinn með þeirri aukaverkun að öll snjóhengjan og hrægammasjóðirnir verði hreinsaðir út. Og þeir ætla að gera breytingar í sjávarútvegi að því að þeir segja.

Býður einhver betur? Hvað ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að gera? Hafa óbreytt kvótakerfi? Gera ekkert afgerandi í verðtryggðu lánum heimilanna? Hvað ætlar hann að gera í virkjanamálum? Ætlar hann bara að borga vogunarsjóðunum? Hefur hann lausnir í haftamálunum eða snjóhengjunni?

Getur Sjálfstæðisflokkurinn komið frá næsta landsfundi með eitthvað almennt orðað kliðmjúkt plagg um að flokkurinn vilji efla og styrkja guðskristni og heiðarleika, gagnsæi og blablabla? Mun ekki fólkið núna spyrja gallharðra spurninga?

Fáist ekki greið svör og djörf framganga er þá ekki tvísýnt um gengi flokksins í kosningunum í apríl? Vantreystir fólkið okkur og okkar fólki? Dregur fólkið heiðarleika og einlægni Sjálfstæðisflokksins í efa?

Getum við látið sem hægri grænir séu ekki til?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hægri grænir eru róttækir,svo ekki sé meira sagt. Formaðurinn með óbilandi trú á sjálfum sér,sem er gott svo langt sem það nær. Man eftir honum smá gutta á Langholtsvegi,en ég verslaði oft bölvaðann ósómann, cigarettur, hjá pabba hans. Það er svo mikið í húfi Halldór,að það leyfist ekki að ákveða sig fyrr en allir hafa mætt í sjónvarpi allra landsmanna og kynnt sín stefnumál (rétt 10 fingur upp til guðs,til staðfestingar) og svarað spurningum.Mb.Kv.

Helga Kristjánsdóttir, 20.1.2013 kl. 03:42

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Það væri gott að láta þessa Ríkisdalshugmynd á mælandaskrá fjölmiðlana og almúgans (því við vitum að þingmenn gera ekkert í þessu, þetta verður að ræða meðal almennings) heyra hvort þessi hugmynd gengi upp eða er hún bara þvæla?

En ef það er einhver fótur fyrir því að þetta gangi upp og hægt væri að losna við svokallaða "Snjóhengju" af hverju ekki að nota þessa aðferð sem Hægri Grænir eru að stinga uppá?

Góð hugmynd að láta þessa hrægammasjóði greiða gjald fyrir geymslu á peningunum þeirra eins og gerist á sumum bankareikningum í Sviss.

Kveðja frá Saudi Arabíu

Jóhann Kristinsson, 20.1.2013 kl. 04:33

3 Smámynd: Ólafur Als

Fyrir okkur gamla stjálfstæðismenn er flokkurinn hans Guðmundar skýr valkostur. Jafnvel framsókn lítur betur út. Það kann að vera vont ... en það venst, Halldór.

Ólafur Als, 20.1.2013 kl. 09:46

4 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Frelsi almennings til handfæraveiða  ( allt árið )kemur gjaldþrota þjóð í gang, er aðeins í Dögun...

Aðalsteinn Agnarsson, 20.1.2013 kl. 10:16

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef menn vilja að Ísland verði eitt að sambandsríkjum ESB, þá er kanski flokkur Guðmundar góður.

En hvað annað ættlar Guðmundur að gera?

Kveðja frá Saudi Arabíu

Jóhann Kristinsson, 20.1.2013 kl. 11:26

6 Smámynd: Landfari

Hvað ætla Hægri grænir að gera í kvótamálunum? Ég veit ekki betur en þeir ætli að úthluta honum frítt áfram.

Hefur þú betri frétitir að færa Halldór?

Landfari, 20.1.2013 kl. 11:27

7 Smámynd: Halldór Jónsson

Landfari, nei það er ekki komið fram en þeir sögðu mér að sú stefna myndi koma fram innan tíðar og vekja mikla athygli að Því að þeir halda.Meira veit ég ekki.

Saudi Arabíu-Jóhann, ég sé ekki að sambandsríki ESB sé á dagskrá hjá Guðmundi. Ég sé að þú viklt velta dalnum fyrir þér eins og ég.

Helga flokkssystir, það verður auðvitað rætt eitthvað í fjölmiðlum. En ég held að hanaat leysi ekki neitt nema fólk sé orðið skýrt sjálft á því um hvað málin snúast.

Já Ólafur, allt mun orka tvímælis þá gert er. Líka að kjósa. En við verðum að trúa á að það sem við gerum sé að því sem við bst vitum.

Halldór Jónsson, 20.1.2013 kl. 11:52

8 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Góður og þarfur pistill hjá þér Halldór bara að fleiri Sjálfstæðismenn þorðu að láta í sér heyra.

Það er ekki nóg að halda landsfundi og upphefja frelsi einstaklingsins ef orð eru ekki á borði. Það er hreinn óheiðarleiki gagnvart kjósendum Sjálfstæðisflokksins og öllum Sjálfstæðismönnum að láta Þorstein Má stjórna stefnunni í stærsta hagsmunamáli þjóðar sem engist eftir banka hrun sem grægin í útgerðinni olli.

Ólafur Örn Jónsson, 20.1.2013 kl. 12:35

9 Smámynd: Elle_

Nei, þið getið ekki látið eins og HG séu ekki til, svo ég svari síðustu spurningunni í pistlinum, Halldór.  HG eru með skýra stefnu og hafa augljóslega lagt mikla vinnu í þetta. 

En þarf ekki fræðimaður að geta skýrt fyrir fólki, hvort það sem þeir segja með ríkisdal og kröfuhafana, geti gengið upp? 

Getum við annars nokkuð treyst stefnuskrám flokka??  VG var nú líka með skýra stefnu í fullveldismálum, en svo datt forystan á höfuðið og er þar enn, þrátt fyrir skýru stefnuna sem er þar enn.

Jóhann (11:26), formaður HG heitir líka Guðmundur (eins og formaður litlu Samfó, með ekkert nema Brusselför í rörsýn).

Elle_, 20.1.2013 kl. 15:22

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Afsakið mistökin Halldór og þakka ábendinguna Elle.

Ég var svona springloaded í að halda að hér væri verið að tala um Guðmund í Samfylkingarhækjuni Bjartri Framtíð.

Kveðja frá Saudi Arabíu.

Jóhann Kristinsson, 21.1.2013 kl. 04:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 3418288

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband