30.1.2013 | 10:54
Hverjir vildu semja?
og vildu samþykkja Icesave ?
Um þetta fjallar Morgunblaðið í leiðara í dag. Þar er dregið fram að þeir sem vildu semja á okkur Icesave gerðu það ýmist af því að þeim var skítsama um þjóðina eins og sumt Háskólaliðið og vildu sumir píslir hennar sem mestar vegna málsins eða voru "appeacers" eins og Chamberlain var við Hitler.
Fólk þarf að flokka þetta fólk með sér í huganum vegna þess hvaða traust það á að leggja á viðkomandi til framtíðar.
" Morgunblaðið gerði úttekt á því hverjir vildu koma í veg fyrir að stórbrotnum erlendum skuldbindingum yrði dengt á herðar íslensks almennings, án þess að fyrir lægi niðurstaða þar til bærra dómstóla þar um og hverjir vildu beygja sig fyrir kröfunum og sýna takmarkalausa undirgefni.
Nöfnin í seinni hópnum eru óþægilega kunnugleg. Það er sama fólkið sem er yfir sig sannfært um að Ísland eigi að ganga í ESB og telur um leið að hinir, stærsti hluti þjóðarinnar, sem vilja það ekki, séu einfaldlega ekki nógu vel upplýstir! Það eru þau 70 prósent þjóðarinnar sem Árni Páll Árnason segir hrokafullur að séu " skyni skroppin " .
Fólkið sem barðist með ríkisstjórninni fyrir öllum Icesavesamningunum og talaði af miklu yfirlæti til hinna sem vildu hafa fast land undir fótum stofnaði félag um málstað sinn. Og auglýsti grimmt hin ógurlegu örlög sem biðu vildu menn standa á rétti sínum.
Þar fóru framarlega Guðmundur Gunnarsson, Benedikt Jóhannesson, Margrét Kristmannsdóttir og Sif Tynes,.....
..... Þannig sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður einkahlutafélagsins Björt framtíð, hinn 16. febrúar 2011: " Ég hef ekki og vil ekki fara fyrir dómstóla með þetta mál, ég tel að það feli í sér of mikla áhættu fyrir íslenskt þjóðfélag " . Guðmundur var ekki bjartsýnn á framtíðina ef menn vildu byggja ákvarðanir sínar á lagalegum forsendum en ekki undirgefni við ESB vegna aðlögunarsamninganna, sem eru í gangi. En þá styður Guðmundur líka og er einnig heillaður að stjórnarskrárfarsanum! Ekki er merkjanlegur munur á afstöðu hans og stærra samfylkingarframboðsins í þessum málum.
Þegar í ljós kom að væntingar ráðherranna um niðurstöðu EFTA-dómstólsins myndu ekki ganga eftir hófst mikið pat við að skipuleggja spuna sem gæti breitt yfir hrakfarir ríkisstjórnarinnar. En Jóhanna Sigurðardóttir náði ekki að tileinka sér handritið og gat ekki leynt hve henni var brugðið við sigur þjóðarinnar.
Hún hóf blaðamannafund sinn um málið með því að biðja um að ekki yrði reynt að finna sökudólga. Hvað átti hún við? Voru þeir týndir? Hverjir komu til greina? Voru það dómarar dómstólsins? Voru það þeir sem höfðu varað við áformum um undanhald og uppgjöf frá fyrsta degi? Hvar óttaðist Jóhanna að sjást myndi til sökudólga, ef svipast yrði um?
Næst tilkynnti Jóhanna að hún væri " ekki búin að lesa dóminn! " Af hverju beið hún ekki í stundarkorn með blaðamannafund, sem snerist eingöngu um dóminn, á meðan hún las hann? Eftir þessa dæmafáu yfirlýsingu virtist fréttamönnum ljóst að ekki yrði til neins að spyrja forsætisráðherra sem mætti ólesinn á fundinn um nokkuð bitastætt.
Óþarfi er að gefa Jóhönnu Sigurðardóttur einkunn fyrir frammistöðu sína á fundinum. En til hliðsjónar má nefna að þeir sem mæta ólesnir í munnleg próf í HÍ fá oftast 0.
Svo dapurleg sem framganga forsætisráðherrans var á þessu sögulega augnabliki, verður því ekki neitað en að hún var í góðu samræmi við hið ömurlega mál sem ríkisstjórn hennar hafði stofnað til. Fyrsti Icesavesamningurinn, og sá vitlausasti þeirra allra, eins og jafnvel Steingrímur hefur viðurkennt, fór ólesinn frá forsætisráðherranum til þingsins með þeirri kröfu að þingflokkar stjórnarliðsins skyldu fylgja göfugu fordæmi og líka samþykkja hann ólesinn. Og ótrúlega stór hluti þess var tilbúinn til þess....."
Einn viðmælandi segir:
" Þetta eru sömu mennirnir sem þjóðin treystir ekki og samt er það að grufla í stjórnarskránni. Þetta fólk er alveg búið að fara með sig...."
Þótt auðvitað eigi ekki allir þingmenn þennan dóm skilinn voru óþægilega fáir sem þekktu sinn vitjunartíma og höfðu þrek til að standa með þjóðarhagsmunum í þingsalnum.
Og ekki hefur vegur ríkisstjórnarinnar vænkast við furðuflaum utanríkisráðherrans sem taldi að lögfræðileg snilld, m.a. þeirra sem fyrir löngu höfðu gefist upp í málinu, hefði ein tryggt góða niðurstöðu en ekki hinn heilsteypti málstaður þjóðarinnar.
Af tvennu ömurlegu var skömminni skárra að hlusta á Jóhönnu tilkynna sig ólesna en þurfa að verða að vitni að strákslegum skrípaleik Össurar..."
Þetta er sannleikurinn um Icesave í hnotskurn. Aðeins þingmenn Sjálfstæðisflokksins, þau Pétur Blöndal, Unnur Brá Konráðsdóttir, Birgir Ármannsson og Sigurður Kári Krístjánsson stóðu í lappirnar og sögðu NEI. Guðlaugur Þór sat hjá til viðbótar. Hinir sögðu allir JÁ. Þeir völdu Münchenarsamkomulag um "Peace in our time" og hafa skömm mína að minnsta kosti fyrir .
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 3419866
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.