Leita í fréttum mbl.is

Leigufélag ÍLS


er það sem Harpa Njálsdóttir skrifar um athyglisverða hugvekju í MBL í dag.  Grípum niður:
 
" ...Í desember tilkynnti velferðarráðherrann um stofnun leigufélaga ÍLS. Aldrei fyrr hefur heyrst að norræn velferðarstjórn hafi búið til húsaleigumarkað og eflt hann - með því að kynda undir aðgerðum, sem leiða til þess að fólk getur ekki staðið í skilum og missir húsnæðið. Þetta er afleiðing aðgerðaleysis ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms, undir handarjaðri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins;...
 
.... ofurhækkanir á höfuðstól lána og afborgana valda því að fólk getur ekki staðið í skilum. Þetta er efnahagslegt ofbeldi á heimilum!

 

........aðgerðin er augljóslega til að bjarga ÍLS. Í stað skjaldborgarinnar sem ríkisstjórnin lofaði eru heimili mergsogin og neyð þeirra leiðir til framboðs ríkisins á leiguhúsnæði. Jafnframt er ljóst að forsendur og markmið ÍLS eru innantóm orð á blaði, sjóðurinn leggur óöryggi á fjölskyldur í stað þess að tryggja öryggi. Jöfnuður í húsnæðismálum felst í því að kynda undir skuldsetningu og að heimili skuldi sem mest. Markmið ÍLS er fótum troðið og gagnslaust.

 

......Fram kom nýlega að ÍLS á um 2.200 eignir og um áramótin voru 5.000 lántakendur í vanskilum eða með fryst lán. Reiknað er með að sjóðurinn leysi fleiri eignir til sín sem mun styrkja eignasafn leigufélagsins.

 

Sigurður Erlingsson, forstjóri segir: »Við höfum ekki enn séð þann bata sem við höfum vænst. Sjálfur áleit ég að lánasafnið myndi styrkjast þegar leiðréttingum á gengis- og bílalánum væri lokið, að þegar allt þetta væri um garð gengið færum við að sjá bata. Það eru mestu vonbrigðin að sjá að það hefur ekki ræst.« (Sjá Mbl. 10.11.2012).

 

Þetta svar forstjórans vekur spurningar. Hvernig gat hann reiknað með að lánasafn ÍLS myndi styrkjast þegar einstaklingar með ólögleg gengislán hjá bönkunum, næðu rétti sínum fyrir dómstólum, þ.e. 110 milljarða leiðréttingu vegna húsnæðislána og 39 milljarða vegna bílakaupa? Hvernig átti það að tengjast vanskilum hjá Íbúðalánasjóði? Er eitthvert raunsæi í þessu? 

 

  Það er spurning hvers vegna forstjóri ÍLS ræddi ekki stöðu lánþega og vanskil vegna 45% hækkana á afborgunum og einnig höfuðstól lána, ásamt eignaupptöku sjóðsins, þ.e. afleiðingar aðgerðaleysis stjórnvalda. Þar liggur meinið! 

 

Hvaða úrræða hafa viðskiptavinir notið hjá ÍLS, sem hefur haft helming íbúðalána á sinni könnu?
 
Úrræði ríkisstjórnarinnar er 110% leiðin. Í regluverki 110% leiðarinnar reyndist gífurleg mismunun lánþegum ÍLS í óhag (sjá grein höfundar í Mbl. 5.4. 2012). Af 46 milljörðum króna sem fóru til leiðréttinga, runnu 39 milljarðar til viðskiptavina bankanna, aðeins um 7 milljarðar runnu til viðskiptavina ÍLS. Feluleikur forstjóra ÍLS er vanhugsaður, að bera á borð aðra eins rökleysu, í stað þess að standa með heimilum í landinu og fjalla um málið af raunsæi og ábyrgð.

 

.....Ljóst er að Jóhanna og Steingrímur munu ekki taka á vanda vegna verðtryggðra húsnæðislána. Markmið ÍLS hafa snúist upp í andhverfu sína. Lántakendur eru mergsognir, það dugir ekki til, ríkisstjórnin eys tugum milljarða króna í botnlausa hít. Er ekki tímabært að stokka upp og leggja ÍLS niður áður en meiri skaði skeður? Íbúðalánasjóður hefur áunnið sér sömu stöðu og ríkisstjórn vinstri velferðar - rúinn öllu trausti! " 
 
Lengst af var Húsnæðisstofnun og lán hennar helsta lífakkeri fátækra landsmanna. Það er vá fyrir dyrum ef arftakinn, Íbúðalánasjóður,  er að fá slíka einkunn frá landsmönnum.  Þetta má ekki gerast. 
 
Banksterarnir gerðu grimmilega aðför að ÍSL á sinni tíð meðan þeir gátu og eyðilögðu sjóðinn. Settu þjóðfélagið á endann með undirmálslánum að erlendri fyrirmynd. Snjóhengjan, Icesave og greiðsluvandi heimilanna eru mikið afleiðingar afreka þeirra sem nú spóka sig flestir og frílysta í útlöndum flúnir frá sorg og sút landsmanna sinna. Nýju Steingrímsbankarnir þykjast vera blásaklausir  og kemur þetta ekkert við. Borgið þið bara helv... ykkar svo hrægammarnir eigendur okkar geti fengið sitt.
 
Leigufélag ÍLS uppúr gjaldþrotum heimilanna ekki það sem stefnan um eign fyrir alla lagði upp með. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband