Leita í fréttum mbl.is

Er ekki sjúklingaskattur?

það helsta úrræði sem eftir er til að reka heilbrigðisþjónustu á Íslandi? Getum við rekið þann lúxus sem er heilbrigðisþjónusta sem er kostuð af þeim sem heilbrigðir eru hverju sinni en ekki af þeim sem er notendur þjónustunnar?

Verðum við líklega ekki að taka upp sjúkratryggingar að bandarískri fyrirmynd? Lágmark og valmöguleikar? Burt með jöfnuðinn? Verður þetta ekki að gera með beinni skylduaðild eins og hvernig við erum neydd inn í lífeyrissjóðakerfið?  Á móti  komi valmöguleikar og samkeppni í spítala og hjúkrunarheimilarekstri og færa þann rekstur sem mest yfir á frjálsan markað?

Gengur þetta lengur að varnarlaus aðili eins og íslenska ríkið sé eitt að véla um þessi mál? Getur það varið sig í kjarabaráttunni, pólitískri eða ópólitískri, því það hefur engan áhuga né raunverulega hagsmuni ?Getur það nokkuð nema bara samþykkt hvaðeina sem heimtað er af því eftir mismunandi skrautsýningar sem tilfallandi ráðherraræfill stendur fyrir að guðbjörtskum hætti?

Ei hægt að vefja raunverukegar aðstæður í leyndarhjúp eins og gert er, til dæmis hvað varðar greiðslur til fólks sem segist kvalið í töxtum umfram aðra? 

Höfum við lengur ráð á að mennta heilbrigðisfólk og fleiri stéttir ókeypis til útflutnings án þess að til komi samkeppni erlendis frá? Geta enskumælandi læknar og hjúkrunarfólk  ekki sem best starfað hérlendis? Getum við endalaust látið ríkið byggja yfir þjónustuna sem hefur engar tekjur til að standa undir ? Getum við  lengur hlustað á ábyrgðarlaust kjaftæði þjóðmálaskúma um norræna velferð og annað blablabla sem þjóðin stendur ótilneydd ekki undir?

Verð ég ekki í elli minni að horfast í augu við það að fá ekki þau fríðindi og forréttindi sem mínir foreldrar fengu? Er ekki sjúklingaskattur því miður orðin kerfisnauðsyn?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband