Leita í fréttum mbl.is

".Gleymum því ekki enn og aftur

að það er engin ein stefna í stjórnmálum " sú eina rétta ". Það er engin stefna að fara að gera alla ríka, eyða fátækt, gera alla jafna þannig að allir hafi það gott, eyða fordómum og glæpum eða kenna öllum að finna hamingjuna. Hættum að tala út frá þeim viðmiðum. Sagan kennir okkur að sú leið er ekki til, annars væri búið að finna hana og við þyrftum ekki lengur að rífast um ólíka hugmyndafræði í stjórnmálum. Það er mikilvægt að taka upplýsta afstöðu fyrir komandi kosningar og aðhyllast þá stefnu sem hver telur að sé rétt leið fyrir fólkið í landinu. Þá stefnu velur hver og einn fyrir sig, ég er búin að velja mína.." 

segir Hulda Rós Sigurðardóttir í glöggskyggnri grein í Morgunblaðinu í dag.

Hulda  veltir fyrir sér innra eðli stjórnmála .En þau endurspegla gjarnan  væntingar fólks um eitthvað betra en það hefur. Sumir vilja bara eitthvað fyrir sjálfa sig, aðrir vilja að annað fólk hegði sér öðrúvísi en það gerir og hætti að græða meira en það sjálft. Enn aðrir vilja skapa skilyrði fyrir alla til betra lífs.

Vinstrisinnar vilja margir  ná til sín því sem það efnameira hefur komist yfir án þess að láta sig það skipta máli hvernig viðkomandi fór að því að efnast.   Það óskar eftir kjarajöfnun með því að flytja aðra niður á sitt stig í stað þess að reyna að lyfta  sér sjálfu upp. Margir trúa því líka að þeir betur settu séu í bandalagi tl þess að halda hinum niðri. Auðvaldið sem kúgar alþýðuna er kunnulegt sjónarmið og var reynt í Sovét, Kúbu og í Norður Kóreu. Einhvern veginn gufaði gamla auðvaldið upp en nýtt kom í staðinn, einhver Pútín tók við af Keisaranum gamla.

 Margt fólk hefur því óraunhæfar væntingar til samfélagsins.Sjálfstæðisstefnan vill að einstaklingarnir starfi saman að " víðsýnni og þjóðlegri umbótastefnu á grundvelli atvinnufrelsis og einstaklingsfrelsis með hagsmuni allra stétta fyrir augum."

Ennþá hefur ekki tekist  að sannfæra nema þriðjung þjóðarinnar um ágæti þessarar einföldu stefnu. Jafnvel 7 % af fólki sem telur sig andlega Sjálfstæðismenn vilja ganga í Evrópusambandið með því fullveldisframsali sem því fylgir. Og er jafnvel svo óánægt með afstöðu hinn 93% að það gengur úr flokknum með greinargerðum í blöðum og kýs á móti því sem það segist þó vera með. Minni hagsmunir fyrir meiri geta því valdið öfugri niðurstöðu þegar upp er staðið.

Það er erfitt að samríma kvótakerfi vegna illrar nauðsynjar atvinnufrelsi og einstaklingsfrelsi. En það er mögulegt að ná einhverri málamiðlun ef menn vilja ná niðustöðu sem meirihlutinn getur sætt sig við.  Sú sátt finnst hinsvegar ekki nema menn leiti lausnanna á yfirvegaðan hátt en ekki með tilfinningahita.

Stjórnmál eru kölluð list hins mögulega. Við höfum nú um skeið fetað stefnu um að jafna kjörin niður á við með því að hafa engan hagvöxt í landinu en hinsvegar innistæðulausar launaleiðréttingar með verðbólguniðurstöðu. Því miður óttast menn að við getum stefnt inn í kreppuverðbólgu eins og Japan hefur lent í. Sundurlyndisfjandinn er sem fyrr í Íslandssögunni forsenda þess að skynsemin er venjulega gerð útlæg og einkennissetning Íslendingsins " það reddast einhvernveginn "látin gilda seint og snemma. Þá kalla menn á sterka leiðtoga og bölva þeim jafnharðan ef þeir finnast.

Við gleymum fyrri mistökum aftur og aftur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

"Það er engin stefna að eyða fátækt, gera alla jafna þannig að allir hafi það gott, eyða fordómum og glæpum eða kenna öllum að finna hamingjuna."

Talar þessi manneskja fyrir Sjálfsstæðisflokkinn?

Ef svo er þá er engin furða að fylgi (S) er að hrinja, og flokkurinn verður í stjórnarandstöðu næstu 4 ár.

Ég ættla gefa Huldu Rós góða ábendingu eins og ég gaf Birgittu; "stundum er betra að þeigja en að segja."

Og hún ér í 5. sæti á framboðslista (S), nei þið ættuð bara að loka sjoppuni.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 13.3.2013 kl. 21:58

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Jóhann þú verður nú að lesa betur held ég. Þessi tilvitnun segir í raun það engin ein hugmyndafræði eða stefna sem er með lausn sem tekur á öllum þessum þáttum og reddar þeim algjörlega. Ef hún væri til væri búið að framkvæma það!  Þá væri til eitthvað ríki þar sem allir væru jafnir enginn væri fátækur og enginn þyrfti að búa við fordóma.  Og fólk væri ekki að rífast um hvað sé besta stefnan. Þá þyrfti t.d. ekki að kjósa því allir væru þá á sömu línu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.3.2013 kl. 08:39

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ef fátækt fyrir suma á að vera normal og það er stefna (S), þá á bara loka sjoppuni.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 15.3.2013 kl. 02:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 3419712

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband