Leita í fréttum mbl.is

Tala minna en gera meira!


 Ný starfsgrein er hugsanlega í uppsiglingu á Íslandi. En það eru ýmsir snúningar í sambandi við olíuiðnað á norðurslóðum.

Steingrímur Erlingsson af Seltjarnarnesi sem einu sinni var talið lítið og lágt og allt það er að kaupa dýrasta skip Íslendinga til þessa allavega síðan Vanadísin sigldi upp Ölfusá undir stjórn Stefáns Jónssonar fréttamanns þess mikla snillings.

Svona skip er svonefnt dpv skip, eða dynamic positioning vessel. En það hefur þá náttúru að geta haldið nákvæmri stöðu í sjó með mörgum  skrúfum sem útúr því standa og tölvur stýra. Enda dugar víst ekki að keyra á olíborpallinn sem er verið að þjónusta. En þangað þarf að flytja hinar aðskiljanlegustu vistir svo sem olíu !, já díselolíu, sement, borstangir, kost osfrv.

Þetta skip líkist óneitanlega helst pikkupp bíl sem verktakar keyra gjarnan nema all miklu rösklegra og kostar líklega eins og svona 10 000 stykki af dýrustu gerð slíkra bíla. Skipið hefur óhemju dælur og getur slökkt elda á löngu færi, það hefur geyma fyrir sement, olíu ofl.Um borð geta búið 25 manns,ss. vísindamenn en ég held að að hafi gat í miðjunni til að sleppa niður kafbát. Og svo getur það slegið upp þyrlupalli miðskips fyrir stærstu apparöt. Ég held að fáir menn annars þurfi til að stýra svona skipi  þar sem allt er sjálfvirkt með nýjustu tækni til allra hluta

Steingrímur þessi er lærður vélstjóri og líka flugvirki og var útgerðarmaður í Canada um langt árabil og gerði út frystitogara fleiri en einn, hætti því og ætlaði í land til að ala upp börnin sín og setja upp búgarð og vindmyllur á Skeiðunum. En þeim á Skeiðunum gast ekki að því og vildu ekki myllurnar mest fyrir mótmæli einnar konu úr Kópavoginum sem á sumarbústað undir háspennulínuflækjunni sem liggur um Vorsabæ. Hún taldi að myllurnar gætu truflað sig með slætti sínum á KYRRUM kvöldum þó að þær væru í mílufjarlægð frá henni. Þetta nægði sveitarstjórninni til að slá málið af.

Myllurnar fara því líklega upp við Þykkvabæ þar sem þær munu knýja vélarnar í verksmiðjum  Þykkvabæjar bestu og auka hagkvæmni raforkukaupa  verksmiðjunnar þar um allt að fimmtung. Vonandi kemur þar engin kona ú Kópavoginum óvænt til skjalanna og myllurnar fái að rísa þar.Allavega er sveitarstjórnin mun jákvæðari en þeir á Skeiðunum sem í hvoruga löppina gátu stigið þegar kom að atvinnumálum og fjárfestingu á landi Steingríms. En hann keypti þarna stórt land á flóðasvæði sem ekki mátti nota nema til grasnytja. Það reyndist ókleyft að fá sveitarstjórnina og skipulagið til að fallast á breytta landnotkun og því situr allt óbreytt eftir. Forfeður þeirra Skeiðamanna riðu til Reykjavíkur 1905 til að mótmæla símanum.

En allt um það, það eru margir óþreyjufullir að eitthvað meira sé gert til að leita að olíu við Ísland. Gammasvæðið útaf Skjálfanda bíður eftir frekari rannsóknum. En Bjarni Richter jarðfræðingurog fleiri hjá Orkurannsóknum hafa skrifað merkar skýrslur um rannsóknir á svæðinu sem eru allrar athygli verðar, meðal annars hefur verið staðfest útstreymi olíugass á hafsbotni.  Þetta skip hefur tæpast áhrif á rannsóknarhraðann þar sem er á snigilsskala vegna landlægs fjárskorts. En Bjarni og félagar hans eru samt hafsjóir af fróðskap um svæðið og synd að þeir skuli ekki fá tæki í hendurnar til að rannsaka þetta meira fyrir þjóðina eða þann hluta hennar sem ekki er í VG.

En meðfylgjandi hér er síða úr Tradewinds: 

Erlingsson’s Fafnir Offshore also claims the distinction as the buyer of Iceland’s most expensive ship having paid NOK 330m ($56.47m) for the vessel.

Icelandic Foreign Minister Ossur Skarpheoinsson revealed the contract yesterday, explaining the vessel has been ordered with the view to climate change opening up more resources.

Huge potential in both oil and minerals in East Greenland and elsewhere is coming to the stage of utilization while oil potential on the Jan Mayen ridge is with the present knowledge not only probable but possible, a statement from the shipyard explains.

“This brings about vast opportunities as Iceland is in a central position for offshore services and offers an excellent location for an air and maritime rescue services centre,” the minister says.

Following the Havyard 832L L WE design, the ship already has financial backing from Íslandsbanki and GIEK.

Erlingsson said: “After exiting the Canadian fisheries in 2011, I had the opportunity to explore the offshore business in Norway.

“I am determined in building an offshore business in Iceland. This is the first 

Og Steingrímur er ekki billegur með sig, boðar fleiri skip. Og því ekki, ungur maðurinn. Er ekki óhætt að óska þjóðinni til hamingju með þetta nýja skip. Gangi því allt í haginn.

Veitir þjóðinni af því að tala minna en gera meira? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Vinmyllurnar í Þykkvabænum ættu að vara staðsettar þannig að þær hreyfi kalt haustloftið og dragi úr næturfrostum!

En það verður gaman að fylgjast með þeim verkefnum sem þjónustuskipið fær hér við land, eða hvort það verður leigt til verkefna í fjarlægum löndum. Nú eða í eiginlega strandflutninga.

Ómar Bjarki Smárason, 22.3.2013 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband