Leita í fréttum mbl.is

Kosningatimburmenn

er auðvelt að þegar í stað fá þó enn eigi eftir að kjósa. Það er ekki björgulegt ástandið í flórnum eftir Jóhönnu og Steingrím j. Moksturinn verður ekki gerður yfir nótt og mörg ljón og ljót eru á veginum.

Ragnar Árnason prófessor dregur fram ýmsar dökkar staðreyndir í Mbl. í dag. Hann segor m.a.:

Í
Ragnar Árnason






Íslenska hagkerfið varð fyrir áfalli haustið 2008. Það áfall var hluti af miklu misgengi í fjármálakerfi hins vestræna heims sem hafði verið að grafa um sig í allmörg ár: Það var ekki bundið við Ísland eða íslensk fjármálafyrirtæki. Fyrir liggur að flestir bankar á Vesturlöndum hefðu orðið gjaldþrota á árum 2008 til 2009 ef ríkisstjórnir og seðlabankar viðkomandi landa hefðu ekki komið þeim til aðstoðar. Meginástæðan fyrir því að fjármálahrunið var Íslandi þungbærara en ýmsum öðrum löndum var einfaldlega sú að hér var fjármálakerfið stærra miðað við þjóðarbúskapinn en víðast annar staðar. Öfugt við mörg önnur lönd voru því ekki forsendur fyrir því að íslenska ríkið og seðlabankinn björguðu þessu kerfi er áfallið dundi yfir.

 

Nú eru liðin um fjögur og hálft ár frá áfallinu í október 2008. Því miður hefur illa gengið í að rétta þjóðarskútuna við í framhaldinu.

 

Hagkerfið er enn í djúpri kreppu. Á árinu 2012, meira en fjórum árum eftir að bankahrunið átti sér stað, var verg landsframleiðsla enn liðlega 5% lægri en hún var árið 2007 (sjá meðfylgjandi línurit). Þessi samdráttur samsvarar tekjuminnkun upp á nálægt 1 milljón kr. á sérhverja fjölskyldu í landinu.

 

Kaupmáttur ráðstöfunartekna heimilanna hefur minnkað miklu meira. Samkvæmt opinberum tölum Hagstofunnar var hann hvorki meira né minna en 20% lægri á árinu 2012 en hann var á árinu 2007. Þannig hafa heimilin í landinu tekið á sig miklu meiri byrðar en nemur minnkaðri landsframleiðslu. Þar ræður mestu stóraukin skattheimta og laun sem hafa dregist stórlega aftur úr verðbólgu.

 

Sorglega lítið hefur miðað í því að rétta af fjárhag skuldsettra heimila. Núna meira en fjórum árum eftir áfallið 2008 verður ekki betur séð en fjöldi heimila sé enn í alvarlegri skuldakreppu.

 

Fjárfestingar í framleiðslutækjum og mannauði eru forsendur hagvaxtar og velsældar í framtíðinni. Það er því mikið áhyggjuefni að undanfarin fjögur ár hafa þessar fjárfestingar verið í sögulegu lágmarki. Fjárfesting í mannvirkjum og atvinnutækjum hefur verið svo lítil að álitamál að hún dugi fyrir nauðsynlegri endurnýjun fjármagnsstofnsins. Að áliti Hagstofunnar er svo ekki. Samkvæmt tölum hennar hefur hrein fjárfesting, þ.e. fjárfesting að frádregnum afskriftum verið neikvæð frá árinu 2009 (sjá meðfylgjandi línurit).

 

Fjárfestingar í mannauði hafa örugglega verið neikvæðar. Frá árinu 2009 til ársloka 2012 voru brottfluttir umfram aðflutta til Íslands um 8700 manns. Þar við bætist að margir af hinum brottfluttu, svo ekki sé minnst á þá sem ekki hafa snúið til baka frá námi erlendis, eru vel menntað hæft fólk á besta aldri sem undir venjulegum kringumstæðum hefði orðið burðarás í íslensku samfélagi.

 

Hallarekstur og ríkissjóðs og skuldsöfnun er kapítuli út af fyrir sig. Hin mikla skuldsetning þjóðarinnar í kjölfar áfallsins 2008 krafðist almenns sparnaðar í þjóðarbúinu. Þjóðin varð og verður enn að leggja verulega fjármuni til hliðar til að greiða erlendar skuldir og styrkja efnahag heimila og fyrirtækja. Þá bregður hins vegar svo við að ríkissjóður gengur á undan með vondu fordæmi. Á hverju einasta ári frá árinu 2009 hefur ríkissjóður verið rekinn með mjög miklum halla. Fram til 2012 hefur þessi halli verið yfir 7% af landsframleiðslu að meðaltali. Jafnvel þótt árinu 2009 sé sleppt, þar sem þá voru nokkur sérstök útgjöld vegna hrunsins, er hallinn frá 2010 enn um 6,4% af vergri landsframleiðslu eða yfir 100 milljarðar króna á ári að jafnaði. Þessi halli hefur auðvitað endurspeglast í hraðvaxta uppsöfnun opinberra skulda. Opinberar skuldir voru nánast engar árið 2007 en voru orðnar um 60% af VLF í árslok 2012 (sjá meðfylgjandi línurit).

 

Allir eru sammála því að atvinnuleysi sé samfélagsböl sem umfram allt beri að forðast. Við lifum nú samt á mesta atvinnuleysisskeiði lýðveldissögunnar. Samkvæmt tölum Hagstofunnar hefur atvinnuleysi að jafnaði verið um 7% frá árinu 2009 og var enn 6% árinu 2012. Tölur Vinnumálastofnunar sem miða við þá sem geta fengið atvinnuleysisbætur eru heldur lægri, en mældu samt 5,5% atvinnuleysi í febrúar 2013...

 

Íslenskir borgarar og atvinnulíf búa enn við viðamikil gjaldeyrishöft..... 

 

Allt stafar þetta af rangri efnahagsstefnu í kjölfar hrunsins. Sú efnahagsstefna einkennist af miklum skattahækkunum, gríðarlegri opinberri eyðslu, miðstýringaráráttu, gjaldeyrishömlum og almennri haftatrú, árásum á grunnatvinnuvegi þjóðarinnar og almennri andúð á einkaframtaki og framleiðslustarfsemi...."

 


Það er til marks um það að Steingrímur J. Sigfússon hefur komist upp með það átölulaust í fjölmiðlum að segja að ríkisstjórnin hafa náð niður ríkissjóðshallanum. Þetta er hrein og klár ósvífin lygi. Hallinn er 100 milljarðar og hefur verið svipað öll hans ríkisstjórnarár.
Hann hefur líka komist upp með það að segja atvinnuleysi á undanhaldi og þakkað sér það. Aftur lygi því það er viðvarandi 6 %. Miklu hærra ef landsflóttinn hefði ekki komið til.
Hann hefur líka komist upp með að segja að hagvöxtur sé hafin og fjárfestingar. Aftur lygi því staðreyndin er að fjárfestingar eru neikvæðar.
Hann hélt því líka fram að hann væri á móti aðeild að ESB. Aftur lygi þar sem flokkurinn seldi þá sannfæringu undireins fyrir launaða stöðu handa Steingrími sjálfum. Nú bíða hans verðtryggð eftirlaun umfram aðra þegna landsins. 
Vandi íslensku þjóðarinnar er að trúa þjóðlygurum sem með áróðurstækni heilla kjósendur til að fela þeim völd sem þeir nota af heimsku sinni til að gera illt verra. Það er ríkisstjórnin sem hefur lagt dauða hönd á allt sem til bjargar mátti verða, sama hvort var beislun orkulinda eftir svikinni rammáætlun, örfun atvinnulífsins með lægri álögum, milljarðasóun í ótímabært stjórnarskrármál og aðildarviðræður við ESB, stórfellda kvótaaukningu meðan allt veður í fiski og síld, ofsóknum á hendur öldruðum og öryrkjum með auðlegðarskattinum, sóun uppá tugi milljarða í björgun ónýtra fjármálafyrirtækja, fábjánalegar ráðstafanir í bankamálum þar sem vogunarsjóðum var afhent skotleyfi á íslensk heimili. Upptalningin er endalaus. Þeir sem aldrei þekktu ráð, þeir eiga að bjarga hinum var eitt sinn kveðið. 
Alveg án þess að nefna snjóhengjuna sem yfir vofir og er orsökun fyrir gjaldeyrishöftunum. þá er auðvelt að fá kosningatimburmenn strax með því að horfa á þessar ógnvekjandi staðreyndir sem prófessor Ragnar Árnason tínir til í dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mikið svakalega væri ég til í að gefa þeim flokk atkvæði mitt sem vildi leggja á ráðin hvar best væri að skera niður, gæti vel nokkur dæmi sjálfur um gagnslausar stofnanir. En því miður þá virðist vinsælla að lofa útgjöldum.

Sigurður Þórðarson, 16.4.2013 kl. 13:45

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvernig væri að loka læknadeildinni? Þetta fólk hefur ekki fengið vinnu hérna í tíð þessarar ríkisstjórnar í ríkisreknu heilbrigðiskerfi. Það flytur bara til útlanda.

Getum við breytt kerfinu þannig að læknar geti starfað meira sjálfstætt td. í klösum? Veikur maður fer þangað og honum fylgja ákveðnir peningar frá ríkinu. Ef þeir duga ekki er hann þá ólæknandi?

Á að lækna fólk eftir einhvern vissan aldur eða ekki? Þýðir eitthvað að hafa alla þessa norrænu velferð en geta ekki borgað fyrir hana? Byggja spítala sem við getum ekki rekið?

Eða eigum við að breyta um stefnu? Dugar stefnubreyting? Höfum við ráð á henni?

Halldór Jónsson, 16.4.2013 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 3418431

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband