Leita í fréttum mbl.is

Íslendingur talar

í grein  Gísla Holgeirssonar kaupmanns í Mbl. í dag. Það er sjaldgæft að lesa jafn fölskvalaus skrif mann um ást manns á landi sínu og þjóð.  Gísli segir :

 "Ég er hamingjusamur með að hafa fæðst á Íslandi. Ég er hægrisinnaður og þykir jafnvænt um landið mitt og Vinstri-grænum. Ég er á móti ESB-aðild og vil slíta viðræðum strax. Skömm er að þeim fjármunum sem búið er að eyða í langanir samfylkingarmanna og vinstri-grænna. Samvistir við fimm til sex hundruð milljónir íbúa ESB heilla mig ekki. Atvinnuleysi, evruvandi og skriffinnska ESB heilla mig ekki. Lánleysi er hjá flestum þjóðum ESB. Kýpur er hugsanlega gjaldþrota. Afleiðingin gæti borist yfir alla Evrópu.

 

Íslendingar eru rúmlega 300 þúsund og leita varla að fjölþjóðasamfélagi ólíkra íbúa og trúarhópa ESB-landa. Samfylkingin og Vinstri-græn eru á hraðri niðurleið vegna vinstridrauma ríkisstjórnar gagnvart landinu okkar og óráðsía ríkir í utanríkismálum Íslendinga. Stjórnmálaflokkar sem vinna á sömu nótum, að koma landinu okkar inn í ESB, munu ekki uppskera í næstu alþingiskosningum. ESB-ferlið er tímaskekkja. Íslendingar hafa fengið nóg af ríkisstjórn vinstrimanna síðastliðin fjögur ár. Að kröfu Samfylkingar og eftirlátssemi Vinstri-grænna var aðlögun að ESB sett á oddinn og harðar óskir birtust um innflutning frá stórbúum bænda og fyrirtækja í Evrópu til lækkunar á vöruverði. Á sama tíma fengum við fréttir af lokun stórbúa vegna mengunar. Kínverjadekrið hófst og utanríkismál fóru í ógöngur á flestum sviðum til austurs og vesturs.

 

Íslendingar skrifuðu undir viðskiptasamninga við Kínverja í gær, 15. apríl. Núverandi ríkisstjórn með nokkrum útvöldum heimsækir Kína að gefnu tilefni - »degi fyrir kosningar«. Flestir spyrja: Fylgja Grímsstaðir á fjöllum með í kaupunum? Ísland hefur illa breyst á fjórum árum fyrir Íslendinga og þá sem búa hér.

 

Reisum landið okkar og atvinnuvegi. Við á Íslandi höfum yfir að ráða verðmætum sem þykja eftirsóknarverð hjá öðrum þjóðum. Ísland er eftirsótt af heiminum og ferðamönnum. Við stærum okkur enn af því að vera frjálst lýðveldi, öruggt og friðsælt og fjarri löndum stjórnleysis og ófriðar. Við stöndum því með pálmann í höndunum gagnvart öðrum þjóðum og getum átt samstarf við allar þjóðir heims á okkar forsendum, án þess að afsala okkur sjálfstæði eða öðrum mikilvægum réttindum. Íslenska vatnið, fiskimiðin, Norður-Íshafssiglingar og orkulindir eins og gas og olía eru næstu stórskref Íslendinga. Norðmenn eru utan ESB og kunna best til verka við olíuborun á höfum úti. Norðmenn hafa líka þá hófsemi, náð og kunnáttu að fara réttlátt með olíuauðinn.

 

Ísland er ekki til leigu eða sölu, hvorki til stórvelda né erlendra einstaklinga. Það leyfist ekki að selja sameign okkar, landið og fiskimiðin, til annarra þjóða. Ísland kallar eftir fólki inn á Alþingi sem vill hag lands og þjóðar sem mestan - fólki sem stendur vörð um sjálfstæði þjóðarinnar og starfar undir merkjum kristinna gilda."

Mikið lifandis skelfing get ég glaðst við að lesa svona skrif og finna að það eru enn til svona Íslendingar sem þkir vænt um þjóð sína, fókið, landið og upprunann.  Ef þjóðin ætti fleiri einstaklinga sem hugsuðu eins Gísli Holgeirsson kaupmaður væri margt öðruvísi en það er í þessu þjóðfélagi. 

Íslendingur hefur talað. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Gunnarsson

Kínaferðin er etv sönnur þess að Össur hafi gefist upp að koma okkur í ESB. Samningur við Kínverja fellur úr gildi, ef það gerðist.

ASÍ hefur áhyggjur af samningnum. Sjálfstæðisflokkurinn situr uppi með kvenfyrirlitningar og braskara ímynd, en í raun eru verstu málspipur braskara utan sem innanlands í Samfylkingunnni. Reyndar er vaxandi áhugi innan Sjálfsstæðisflokksins á bættu viðskiptasiðferði. Vandinn að ekki hefur verið neitt útfært enn og það sýnir hvað mikilvægasti flokkur Íslands er slappur, þessa dagana.

Sigurður Gunnarsson, 16.4.2013 kl. 12:40

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Já, það er þitt að hressa uppá hann. Eða hvers annars?

Halldór Jónsson, 16.4.2013 kl. 15:30

3 Smámynd: Sigurður Gunnarsson

Flokkurinn hlýtur að taka sig á og taka á vandamálum líðandi stundar. Næsta hrun kemur ef reglum verður ekki breytt. Alveg eins og síðasta stjórn var vel fallin til að skera niður hjá fólkinu í landinu, sem erfitt hefði verið fyrir hægristjórn, þá þarf hægriflokk til að reysa upp trú manna á viðskiptum. Ef viðskiptasiðferði fer í botn, þá hverfur gagnkvæmt traust manna, ég hætti að borga vöruna fyrr en ég hef fengið hana og þú hættir að senda mér vöruna (eða vinna verkið), ef þú hefur ekki fengið hana borgaða. Ég hætti að kaupa hlutabréf vegna þess að ég treysti ekki að upplýsingar séu réttar. Þetta velur stöðnun og minni frjálsu framtaki, sem er andstætt stefnu hægri manna. Ef Steingrímur hefði farið í verkið, þá myndu menn bara talað um forræðishyggju. Þess vegna verk fyrir Björn Bjarnson (einn besta dómsmálaráðherra sem við Íslendingar höfum haft) og Pétur Blöndal ásamt fleirum? að útfæra góðar hugmyndir að endurreisn og endurbótum á gölluðum ESB reglum.

Sigurður Gunnarsson, 17.4.2013 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 68
  • Frá upphafi: 3418429

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband