Leita í fréttum mbl.is

Stórséníið Steingrímur J.

sagði okkur í alvöru og greinilega trúði því sjálfur að hróður hans sem skattleggjanda hefði spurst svo um víða veröld og hann yrði sóttur til Grikklands næst að bjarga málunum þar.

Hver er svo arfleifð mannsins sem þusaði um frumjöfnuð ríkissjóðs sem væri miklu betri hjá honum en hrunstjórninni?

Íbúðalánasjóður er öfugur um minnst 150 milljarða. Uppsafnaður ríkissjóðshalli Jóhönnu-og Steingrímsstjórnarinnar 460 milljarðar. Áfallnar lífeyrissjóðskuldbindingar ríkissjóðs vegna þeirra skötuhjúa  sjálfra og annarra opinberra starfsmanna á kjörtímabilinu 500 milljarðar.

Greiddi einhver  þeirra  auðlegðarskatt  af  þessari eign?  Steingrímur J? Jóhanna ? Svarið er nei enda hefur Nomenklatúran aldrei deilt kjörum með alþýðunni.

Svo býður þessi Þistilfirðingur sig fram aftur. Er þetta ekki bara ósvífni eftir þessa endurskoðuðu niðurstöðu? Til viðbótar við allt hitt sem eftir hann liggur í fjármálaafglöpum?

Hvaða fólk getur kosið VG ef þetta er arleifð stórsénísins við stjórnvölinn? 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 69
  • Frá upphafi: 3418294

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband