Leita í fréttum mbl.is

"Alikratar"

var hugtak sem fólk notaði í mínu ungdæmi. Þeir áttu öðrum mönnum betur að kunna að halda sig að jötunni og lifa lúxuslífi á kostnað almennings. Auðvitað eru nú komnir aðrir tímar og fólk hætt að tala svona. En samt er varla enn kominn sá tími að menn gæti meðalhófs í opinberu lífi. Eða þannig finnst mér að minnsta kosti.

Nú pantaði Jóhanna Sigurðardóttir nýjan bíl fyrir embætti forsætisráðherra þó hún ætti bara vikur eftir ólifaðar á ráðherrastóli. Vildi hún endilega hafa vit fyrir eftirmanninum og velja handa honum bíl eða hélt hún hugsanlega að hún yrði endurkosin því að tíminn væri ekki kominn? Hversvegna tók hún þessa ákvörðun um opinbert fé?

Svo segir í fréttum:

 "Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur keypt ráðherrabíl sinn fyrir 2,7 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneytinu svara söluverðið til þess sem bílaumboð hefði greitt fyrir bíllinn væri hann settur upp í nýja bifreið (uppítökuverð).

Bíllinn er af gerðinni BMW X5, árgerð 2006 og hefur hann verið ráðherrabíll Össurar frá alþingiskosningum 2007 þegar hann varð iðnaðarráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde.

Gunnar Bragi Sveinsson, sem tók við af Össuri í utanríkisráðuneytinu, ekur hins vegar um á Volvo XC90 sem var ráðherrabíll Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra áður. "

Þess meiri alþýðuvinir svonefndir stórkratar eru,  þeim mun betur sést í þetta gamla "alikrataeðli" sem fólkið talaði um í gamla daga. Sem þýddi víst að viðkomandi vildi éta úr opinberum lúkum meðan hægt væri. Jafnaðarmennskan var talin þá vera helst fólgin í því að skera ofan af hágresinu og éta sjálfur sögðu gömlu íhaldsmennirnir. 

Burtséð frá öllu  þessu  þá er ráðherrabíll í mínum huga aðeins myndbirting á einhverskonar flottræfilshætti sem fylgir ekki tíðarandanum.  Er ráðherrabílstjóri til þess að afstýra að ráðherra keyri  fullur? Getur ráðherra ekki verið edrú í vinnunni eins og Steingrímur Hermannsson sagðist alltaf vera?

 Vonandi stilla mínir menn sig betur en til siðs hefur verið og nýta hlutina betur. Er ekki  kominn tími til að menn læri að skammast sín fyrir flottræfilshátt í opinberu lífi.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Jafnaðarmenn vilja að allir séu jafnir, þeir vilja bara vera jafnari en aðrir.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 21.6.2013 kl. 04:20

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Össur kaupir bílinn á þessu verði. Venjulega er talað um að útboð eigi að ákvarða verð sem vörur og þjónusta eru keypt fyrir. Veit einhver hvort einhver annar hefði boðið betur.

Hvernig skyldi þessu vera varið í USA? Fá ráðherrarnir að ákveða hvaða sort þeir vilja kaupa? Eða skyldu einhverjir aðrir taka ákvarðanir um opinber innkaup?

Halldór Jónsson, 21.6.2013 kl. 08:15

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég held að Secret Service velji faratækin sem ráðherrar BNA nota.

Já ég hélt að það væri skilda að bjóða út söluna á öllu sem Ríkið á og vill selja svo að allir sem vilja geti boðið í hlutina, í þessu tilfelli bílinn.

En Össur er jafnaðarmaður og þess vegna þarf hann að vera jafnari en aðrir.

Jóhann Kristinsson, 21.6.2013 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband