Leita í fréttum mbl.is

RUV og skyldan

er ofarlega í umræðu núna. Er sérkennilegt að fylgjast með afstöðubreytingunni hjá útvarpstjóranum Páli Magnússyni sem fyrrum starfaði hjá samkeppnisaðilanum Jóni Ásgeiri. Núna er ekkert athugavert við þá skipan mála sem honum þótti stórmæli áður.

Valdimar Kjartanson blaðamaður á Morgunblaðinu skrifar svo um þetta mál:

" Ríkisútvarpið er enn og aftur í umræðunni og núna vegna skorts á hlutleysi. Einhverra hluta vegna er það talið sjálfsagt og eðlilegt að fá Hallgrím Helgason, rithöfund og samfylkingarmann, til að vera með reglulega pistla í útvarpi »allra landsmanna« og gefa honum tækifæri til að tjá skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar. Hallgrímur á að sjálfsögðu rétt á því að tjá sig eins og aðrir, en ef Ríkisútvarpið á að vera vettvangur fyrir pólitískan áróður er eðlilegt og sanngjarnt að öll sjónarmið fái aðgang að hljóðnemanum í Efstaleiti. .....

 

.....Í sjálfu sér er mér nokkurn veginn sama hvaða stefnu Ríkisútvarpið tekur í sinni dagskrárgerð svo framarlega sem ég hafi val um það hvort ég greiði gjöld til stofnunarinnar eða ekki. Dagskrárgerð Ríkisútvarpsins hefur aldrei heillað mig og ég spyr því eðlilega af hverju ég eigi að greiða fyrir dagskrárefni sem ég hlusta ekki á né horfi á? Ég kaupi ekki áskrift af Stöð 2 þar sem kostnaðurinn vegur ekki upp á móti dagskrárefninu sem ég myndi hugsanlega gefa mér tíma til að horfa á. Hins vegar kaupi ég áskrift af Stöð 2 Sport í þeim tilgangi einum að horfa á umfjöllun um íslenska knattspyrnu, þannig virkar frjáls markaður. Um Ríkisútvarpið gilda hins vegar einhver allt önnur lögmál á óljósum forsendum um sérstakt hlutverk stofnunarinnar.......

.... Það er sjálfsögð og eðlileg krafa að skattgreiðendur ráði hvort þeir greiði í Ríkisútvarpið eða eitthvað annað eins og t.d. til björgunarsveita landsins."

Máttu trúlausir ekki einu sinni velja hvort þeir greiddu til kirkjunnar eða Háskólans? Hvað hefur breyst í hugarheimi Sjálfstæðismanna eins og Þorgerðar Katrínar? 

Gunnlaugur Sigmundsson veltir ummælum Boga Ágústssonar fyrir sér:

"...Nýlega var haft eftir fréttamanninum Boga Ágústssyni að hann hafi brugðist við gagnrýni á RÚV frá ritstjóra Morgunblaðsins með því að segja upp áskrift að Morgunblaðinu. Bogi skrifar af þessu tilefni: »Ég borga fólki ekki fyrir að skrifa lygaþvætting, óhróður og níð um mig, vinnufélaga og vinnustað.«

 

Bogi velur að stinga höfðinu í sandinn og lýsa vandlætingu sinni með því að segja upp áskrift að blaði sem hann getur hvort eð er lesið ókeypis í vinnunni. Þessi viðbrögð Boga vekja spurninguna, hvað með okkur hin sem erum ósátt við vinnubrögð fréttastofu RÚV? Við viljum ekki frekar en Bogi borga fyrir »óhróður og níð« að ógleymdu bullinu og gildishlöðnum frásögnum frá svokölluðum »fréttaritara« RÚV í London. Bogi Ágústsson getur sagt upp áskrift að Morgunblaðinu af því honum líkar ekki skoðanir blaðsins en þegar RÚV á í hlut erum við hin neydd með lögum til að greiða.

 

Bogi Ágústsson hefur verið starfsmaður RÚV í marga áratugi, þótti geðþekkur á skjánum, talinn vel lesinn og með á nótunum. Þetta var fyrir tilkomu internetsins þegar fréttalesarar höfðu enn það hlutverk að segja okkur hvað var að gerst úti í hinum stóra heimi. Með tilkomu internetsins er þörfin fyrir fréttastofur og menn sem endursegja fréttir frá Reuters minni en áður. Flestir eiga tölvu og fólk hlustar og horfir á BBC, CNN og Sky um leið og fréttnæmir atburðir eiga sér stað. Þetta breytir þó ekki því að vegna fyrri vinsælda er Bogi enn eitt af andlitum RÚV. ."

Ég verð að segja að ég varð hugsi yfir tilvitnuðum ummælum Boga Ágústssonar á sinni tíð. Gunnlaugur segir enn:

"...Ekki þarf að vera sammála skoðunum ritstjórans til að hafa gaman að lestri Reykjavíkurbréfs, Staksteina og leiðara blaðsins sem oftar en ekki eru gædd meitluðum texta og skýrri sýn á menn og málefni.

Í ritstjórnartíð Davíðs Oddssonar, gamals skólafélaga okkar Boga, er blaðið orðið svo skemmtilega skrifað að réttlætir fyllilega áskrift hvort sem mönnum líka skoðanir blaðsins eða ekki.

Ekki þarf að vera sammála skoðunum ritstjórans til að hafa gaman að lestri Reykjavíkurbréfs, Staksteina og leiðara blaðsins sem oftar en ekki eru gædd meitluðum texta og skýrri sýn á menn og málefni.."

Ég hef orðið var við að meðal einstakra starfsmanna RÚV eru mjög harðar skoðanir uppi gagnvart Morgunblaðinu og ritstjóra þess. Allt að því ofstæki.

Þá er kominn tími til að spyrja: 

Af hverju er RÚV orðið skylda? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Nefskattinn má þakka Kúlulánadrottninguni, ef ég man rétt þá var hún í Sjálfstæðisflokknum og kanski er ennþá.

En auðvitað á Kúlulánadrottningin heima í Samfylkinguni eða jafnvel Vinsti Grænum, þau eiga það sameiginlegt að vilja skattleggja almening eins mikið og þau geta.

Kanski að Sjálfstæðisflokkurinn hefði átt að hafa afnám nefskattsins á stefnuskrá sinni?

Kveðja frá Dubai.

Jóhann Kristinsson, 24.7.2013 kl. 13:22

2 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ásæða núverandi umræðu sem og oft áður, er að við höfum liðið siðlaust athæfi hjá Ríkisútvarpinu allt of lengi.  Með þessu siðleysi hefur verið ræktaður njólagarður innan veggja Ríkisútvarpsins. 

Til að uppræta þennan njólagarð þá þarf að segja upp öllu starfsfólki Ríkisútvarpsins og loka svo stofnuninni í að minnstakosti eitt  ár á meðan umræða fer fram um það hvort við vinjum Ríkisútvarp og ef svo er þá hvernig.  Um niðurstöður af þeim umræðum, þarf að kjósa í sveitar eða alþingis kosningum.  

Hrólfur Þ Hraundal, 24.7.2013 kl. 14:45

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég eins og Hrólfur er meira en hlynnt lokun RÚV. svo oft hefur þetta fyrirbæri gengið fram af manni. Kannski Bogi hafi tryllst yfir léttu spaugi um hann,þegar "hann varð eins og lítill strákur í starfskynningu” eða eitthvað á þá leið lýsti MBL. fettunum og gleðigrettum hans,við lestur lærra hlutfalls Sjálfstæðisflokksins heldur en Samfylkingar í einhverjum kosningunum.

Helga Kristjánsdóttir, 24.7.2013 kl. 16:27

4 identicon

Það mátti draga margar ályktanir um hvernig eigi að fara með RÚV a næstunni m.v. hvernig staðið var að málinu um daginn á þingi þegar átti að fjölga í stjórn.

Það er alveg rétt að RÚV sýndi ekki fram á allar hliðar á síðasta kjörtímabili, það var notað sem pólitískt verkfæri upp að einhverju marki, það sá maður augljóslega sem ESB-andstæðingur (mögulega gert til að fá upp þessa RÚV umræðu núna, hver veit). Það má ráða af þeirri umræðu sem núna er að það eigi að fara akkúrat yfir á hinn pólinn og nota RÚV áfram sem pólitískt verkfæri, það virðist vera stefnan hingað til og ber öllum að fylgjast vel með þeirri þróun sem verður. Umræðan nú er orðin ansi ofstækisfull, enda varla annað hægt þegar þingmenn minnast á áróður ríkissjónvarpsins við hvert einasta tækifæri. Þetta er hættuleg braut.

Í einu öðru Evrópulandi eftir 2008 hef ég séð svona átök um ríkisfjölmiðla - það var í Grikklandi fyrir ekki svo löngu síðan. Þar lokuðu menn einfaldlega ríkisfjölmiðlum sem tilraun til þöggunar almenningsumræðu. Það entist þó ekki lengi en ég held þó að það hafi þurft dómstól til að snúa lokuninni við.

Ég væri gjarnan til í að sjá fjárframlög til RÚV á föstu verðlagi, hvar getur maður séð svoleiðis? Gæti Brynjar Níelsson ekki sýnt fram á það?

Að sjálfsögðu á RÚV að vera eins hlutlaust og hægt er en ég er hræddur um að valdabaráttan sem nú er rétt að hefjast heimili það ekki.

Flowell (IP-tala skráð) 24.7.2013 kl. 23:05

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Er nokkur sem vantreystir manni eins og Hallgrími Helgasyni. Þetta er algerlega hlutlaus maður eins og maður sá þegar hann lá á rúðunni hjá Geira hérna um árið og sendi hinum fingurkossa. Hlutleysið er sko ekki í hættu í RUV þegar Hallg´rimur fer að fjalla um emnn og málefni líðandi stundar.

Halldór Jónsson, 25.7.2013 kl. 00:52

6 identicon

Hefurðu íhugað aðra spurnigu, Halldór? Af hverju eru allar þjóðir sem við viljum bera okkur saman við með ríkisfjölmiðla? Allar séríslenskar leiðir hafa gefist illa fyrir almenning í marga áratugi og munu gefast illa áfram. Minnimáttarkenndin, meðvirknin og fámennið gerir það að verkum. Því eigum við fyrst að finna svar við spurningu minni fremur en þinni. Það heitir að byrja á réttum enda.

Flowell (IP-tala skráð) 25.7.2013 kl. 01:35

7 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nei Flowell ekki yfir á hinn pólinn. Ég get ekki fyrir mín parta þolað að það snerist þannig. En minnug þess sem virðist svo áberandi hjá okkur,ef við viljum laga eitthvað,segjum t.d. kvennréttindi,þá er tilhneygingin oftast að gengið er of langt í leiðréttingunni. Eða er það konunum að kenna að ungir karlar hrökklast úr námi og leiðast út í vonleysi og neyslu,lesið úr frétt nýverið. í umsóknum um störf,eru konur oftast teknar framyfir karla gæti þar ekki verið fyrir harðvítuga og áður réttláta baráttu kvenna í mörg ár. Hvenær/hvar á að stoppa.

Helga Kristjánsdóttir, 25.7.2013 kl. 02:17

8 identicon

Helga, mér sýnist stefna í hinn pólinn. Enn sem komið er erum við ekki komin þangað en það þarf að fylgjast með þessu mjög náið nk. misseri.

Hvað varðar lágt hlutfall karla í námi er ekki hægt að kenna konum um (í það minnsta þegar litið er á yfirborðið) en það er hægt að kenna menntakerfinu um. Það hugsar lítið um þarfir stráka og ef maður er strákur "skal maður bara sjá betur um sjalfan sig" sbr. við ef maður er stelpa. Það kallast að hlutgera stráka sem "sterka karlmenn", hlutgerving sem jafnréttissinnar hafa kvartað lengi yfir en þó mestmegnis fyrir kvenkynið.

Strákar eru ekki karlmenn.

Flowell (IP-tala skráð) 25.7.2013 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 1
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 3419866

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband