Leita í fréttum mbl.is

Skuggaleg áform

eru þau að eyða lausafjárvandanum úr hagkerfinu með verðbólgu.

Þetta var til umfjöllunar í erindi Dr. Ásgeirs Jónssonar (Bjarnasonar fv.ráðherra) í Valhöll í gær. Ásgeir lýsti því hvernig ofgnótt lausafjár í hagkerfinu um þessar mundir væri svo mikil að enginn farvegur væri fyrir hana í gjaldeyriskrepptu landi. Bankarnir yrðu að eyða henni með verðbólgu.

Það á sem sagt að byrja að stela af öllum almenningi með neikvæðum vöxtum. Það er samspil Seðlabankans með peningaprentun og bankanna sem hafa framleitt rafkrónur nokkuð stjórnlaust síðan 2003 sem hefur komið okkur í þessa stöðu.

Ásgeir lýsti framtíðinni sem þvílíkum vandamálum erlends skuldavanda, gjaldeyrisskorti og þrýstingi erlends fjár sem vill halda burt, að það fór verulega að fara um undirritaðan sem velti því fyrir sér hvort greinin í Forbes sé kannski sannleikurinn í hnotskurn?  Það hafi í raun ekkert gerst síðan í hruni? Okkur hafi ekkert miðað? Ráð Seðlabankans hafa ekki dugað? Atvinnuleysið er óleyst? Erlendar fjárfestingar koma ekki? Það er bara annað hrun fyrir stafni eins og maðurinn í tímaritinu sagði.

Gömul vísa langafbróður fór um hugann: 

"Að heyra útmálun helvítis

 hroll að Páli setur.

Ég er á nálum öldungis

um mitt sálartetur."

Nú beinast augun að ríkisstjórn landsins.  Allavega er tilvitnað meint samsæri bankanna og Seðlabankans skuggalegt áform gagnvart allri alþýðu þessa lands. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Kjartansson

Ekki veit ég Halldór hvað mikið mark er takandi á þessum doktor.  Alla vega var hann nær daglega í fjölmiðlum rétt fyrir hrun og sá ekkert nema dýrð og áframhaldandi góðæri framundan.   Kollegar hans í greiningardeildum hinna bankanna voru á sama máli.  Annað hvort laug þetta fólk vísvitandi að þjóðinni eða að það var ekki greindara en svo að skilja ekki í hvað stefndi.   Skil eiginlega ekki að nokkur maður skuli spyrja það álits á einhverjum fjármálum í dag.

Þórir Kjartansson, 14.8.2013 kl. 13:38

2 identicon

Heill og sæll Haldór; æfinlega - sem og aðrir gestir, þínir !

Tek alfarið undir; með Þóri Skaftfelling Kjartanssyni, mætum dreng, sem eldri er en tvævetra, í skynsamlegum ályktunum, margvíslegum.

Ásgeir Jónsson ''hagfræðing''; má í skársta falli, kalla óuppdregið flón, eins og Þórir bendir réttilega á, í framkomu og vinnubrögðum Ásgeirs, og raunar collega hans margra, í aðdragana óskapanna, Haustið 2008.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 14.8.2013 kl. 13:48

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Já Þórir

Var hann ekki klappstýra hjá Kaupþingi eða eitthvað svoleiðis? Það var nú aldeilis allt í lagi þangið til allt hrundi.

Fornvinur góður, Óskar Helgi úr Árnesþingi. Já, ef ég man rétt var Davíð nokkur Oddsson að vara við bönkunum og þeirra veseni árin fyrir hrun. En hann var kveðinn niður af talsmönnum bankanna, sem fóru með himinskautum af hrifningu yfir snilld íslenskra bankastráka. Sem svo reyndust bara strákabjánar sem ekkert kunnu eða vissu nema sumir þeirra kunnu ágætlega að stela og ljúga eins og á daginn kom. Nú rennur þetta allt ljúft niður.

Heldurðu að Zebrahestar væru ekki arðvænleg aukabúgrein í þinni sveit svona til að sjá þessum séníum öllum ódæmdum fyrir veislukosti?

Halldór Jónsson, 14.8.2013 kl. 17:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 10
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 3418434

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 68
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband