Leita í fréttum mbl.is

Sýrland

er mjög á dagskrá. Leyniþjónustur Bandaríkjanna og Bretlands reyndust mjög óáreiðanlegar þegar ákvörðun um seinna Íraksstríðið var hafið. Í ljósi sögunnar var það í besta falli ránsferð byggð á lygum og blekkingum sem kostaði verkfræðinginn  Saddam Hússein og hundruð þúsunda saklausra  lífið. Enn er skálmöld í landinu og tugir falla í allskyns uppákomum nærri því á hverjum degi. Flest þetta fólk væri enn á lífi ef ekki hefði verið farið svona svívirðilega fram með lygum og óhróðri. 

Það var ekki sannfærandi þegar Tony Blair, sem er blóðugur upp að öxlum, skrifar grein í Morgunblaðið til að æsa til innrásar í Sýrland. Ég veit ekki hverju þessi krati sér fyrir sér að geta stolið þar eins og hann gerði í Írak. En breska þingið hafði vit fyrir Cameron, sem er engu betri en Blair hvað stríðsfýsi varðar, og felldi stríðsplanið fyrir honum. Friðarpostulinn Obama stendur þá einn í því að fara að berjast með AlQueda gegn Assad augnlækni, sem er að vinna stríðið og er fráleitt svo vitlaus að eyðileggja sigurinn með efnavopnum. Ég þarf einhvern trúverðugri en þenna Blair til að sannfæra mig um hið gagnstæða ,hver gerði hvað.

Arabiska vorið er ekkert annað en blóð og eldur þar sem lýðurinn sem byggir þessi lönd er á miðaldastigi í úlfakreppu trúarkredda og hindurvitna sem vesturlandabúar geta ekki skilið neitt í. Að fara í einhver hálfstríð í þessum löndum er barnaskapur. Öðru máli myndi gegna að leggja þessi lönd undir vesturveldin, taka af þeim sjálfsforræðið og vopnin. Kenna þeim að nýta auðlindir landanna skynsamlega  og færa fólkinu frið sem það þarfnast mest. Þetta lið kann ekkert með lýðræði að fara frekar en Afríkumenn og því gustuk að gera þessi lönd að nýlendum aftur meðan þau eru að þroskast sem getur tekið langan tíma.

Það gildir sama um Sýrland og Írak. Þar duga ekki hálfstríð heldur heilstríð eins og gert var við Þýskaland 1945. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 139
  • Sl. sólarhring: 1010
  • Sl. viku: 5929
  • Frá upphafi: 3188281

Annað

  • Innlit í dag: 133
  • Innlit sl. viku: 5039
  • Gestir í dag: 133
  • IP-tölur í dag: 133

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband