Leita í fréttum mbl.is

"Stytta grunnskólann um eitt ár"

segir Illugi Gunnarsson að til greina komi.

Það er gott og blessað. Góðir nemendur geta alveg komið með margföldunartöfluna á hreinu úr 11 ára bekk og nægilega undirbúnir undir framhaldsskóla á styttri tíma en nú er. Meiri kennsla og minni frátafir vegna kjarabaráttu og skjarasamninga kennarageta alveg haft þessi áhrif í A og B bekkjum. 

En mér er til efa að hrærigrautabekkir, þar sem blandað er saman útlendingum með tungumálaörðugleika og íslenskum börnum með mismunandi námsgetu muni skila nægilega undirbúnum nemendum inn í framhaldsskólana. En því getur ráðherrann ekki breytt því það eru einhverjir aðrir sem ráða þessu? 

Kannski er ráðherrann líka ekki heldur að hugsa um menntunina per se heldur frekar  um monningana. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæll Halldór.

Páll Vihjálmsson bloggvinur minn skrifar um þetta þa sem ég vissi :

„Allir fjölbrautaskólar landsins bjóða upp á þriggja ára nám til stúdentsprófs og sumir bekkjaskólar einnig, t.d. Kvennaskólinn.”

Sömuleiðis þekki ég nokkra sem fóru í Menntaskólann Hraðbraut og luku stúdentsprófi á tveimur árum - það var hægt allt þar til komminn í stól ráðherra, núverandi formaður kommanna, náði áralangri baráttu sinni í höfn sem ráðherra og lokaði skólanum með bros á vör.

Alls kyns leiðir eru fyrir hendi þó ekki komi valdboð að ofan um þetta. Svo segir Páll ennfremur :

„Þorri nemenda tekur stúdentspróf á fjórum árum eða lengri tíma og vinna með náminu. Það skýtur skökku við að Samtök atvinnulífsins telja það ókost að framhaldsskólanemar kynnist atvinnulífinu. Menntamálaráðherra hefur ekki útskýrt hvers vegna hann leggst gegn því að ungt fólk vinni með skóla.”

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.9.2013 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband