Leita í fréttum mbl.is

Sýning Jóhönnu Kristínar Hraunfjörð

í Gerðarsafni í Kópavogi var opnuð í dag.

Bróðurdóttir listakonunnar.  Guðrúna Atladóttir innanhússhönnuður og MA í hagnýtri menningarmiðlun frá Háskóla Íslands, á frumkvæðið að sýningunni. En Guðrún er að gera heimildarmynd um listakonuna.

Þarna var mikill fjöldi gesta mættur þegar safnstjórinn Guðbjörg Kristjánsdóttir bauð gesti velkomna og bað formann lista og menningarráðs Kópavogs, Karen Elísabet Halddórsdóttur, að opna sýninguna með erindi um hið stutta en fjölbreytta líf  listakonunnar. En Jóhanna Kristín fæddist 1953 og lést aðeins 38 ára gömul eftir erfitt heilsuleysi. Eftir henni er haft að svart sé litur hamingjunnar sem er venjulegu fólki ef til vill erfitt að skilja. Þetta birtist ljóslega í málverkum hennar sem eru mikið í dökkum litum þó að þær séu ekki að greina fra sorginni einni.

Ég var boðinn á sýninguna, sjálfsagt aðeins vegna fjölskyldutengsla, þar sem ég þyki nú ekki mikill menningarviti eða hafi sérlegt vit á myndlist eða menningu.  Ég fór því án þess að vita neitt um list þessarar konu og hafði aldrei séð nema eitt málverk eftir hana,  sem höfðar meira að segja  lítt til mín. Þessvegna varð sýningin sem leggur undir sig allt Gerðarsafn mér svo mikið undrunarefni að ég öðlaðist algerlega nýja sýn á listmálarann Jóhönnu Kristínu Hraunfjörð.   

Ég hitti vin minn einn á sýningunni sem sagði mér að hann flokkaði myndlist þannig að hann spyrði sjálfan sig hvort hann vildi eiga myndina sem hann horfði á og myndi vilja hafa hana á vegg hjá sér. Hann sagði að hér væru myndir sem hann vildi eiga. Við urðum sammála um þó nokkrar myndir þarna á sýningunni.

Þær myndir sem  höfða mest  til mín  minna á stíl Edvards Munchs sem málaði meðal annrs Ópið og heimsfrægt er. Miðað við verð á því málverki ættu myndir Jóhönnu að vera stjarnfræðilega miklu dýrarari en þær hafa verið. Tæknilega finnst mér þær ekki gefa myndum Munchs neitt eftir. Mér finnst ég sjá þarna að það sé leitun að meiri expressionistamálara en Jóhönna Kristín var serm myndi höfða svona til mín.  Þessar bestu myndir hennar  finnast mér svo einstakar að gerð að þær eiginlega tali hljóðlega til manns um leið og þær flæða í nokkuð ágengum  bylgjum um léreftið. Mér er sama hvað lærðir listfræðingar kunna að segja annað. Fyrir mér er Jóhanna Kristín málari sem ég vildi eiga myndir eftir.

Gestum gafst kostur á að sjá forsýningu að heimildarmyndinni á sjónvarpsskjá i kjallara. En erfitt var að njóta myndarinnar vegna hávaða frá gestum sem höfðu skiljanlega  um margt að spjalla í næsta nágrenni. En greinilegt er að myndin er ítarleg og fróðleg heimild um listakonuna. 

Ég hvet fólk til að fara og skoða þessi málverk eftir Jóhönnu Kristínu sem einhverjir úr daglega lífinu þekkja ef til vill lítt til.  Enda eru margir kallaðir en fáir útvaldir í listaheiminum finnst manni oft.

Listin kemur ekki af því að vilja heldur af því að geta var sagt eitt sinn.  Þess þá heldur er það þess virði og óvænt upplifun að sjá myndir Jóhönnu Kristínar í Gerðarsafni.

Jóhanna Kristín Hraunfjörð var listmálari af því að hún bæði vildi og gat það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 19
  • Sl. sólarhring: 1093
  • Sl. viku: 5809
  • Frá upphafi: 3188161

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 4923
  • Gestir í dag: 17
  • IP-tölur í dag: 17

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband