Leita í fréttum mbl.is

Borgarastríð

er það þegar menn berjast innanlands. Slíkt þekkjum við úr Sturlungu til dæmis. Þeir Hrafn og Ejólfur lágu upp á Rauðahjalla fyrir ofan Kaupang en þeir Sturla Þórðarson, sagnaritarinn sjálfur, Þorgils Skarði og Þorvarður Þórarinsson voru á Þveráreyrum. Eyjólfur ábóti reyndi undir drep að bera sáttarorð á milli en " þeir köru heldur at berjask til umskipta". Svo varð.

 Eftir bardagann beiddust þeir sem eftir lifðu griða af sigurvegurunum og voru þeir Þorgils mildir í griðunum. Þessu mál voru útkljáð þarna. Auðvitað svikalogn meðal sigurvegaranna því innan tíðar drap Þorvarður vopnabróður sinn Þorgils. Þeir sigruðu urðu samt eftir Þverárfund upp á náð sigurvegaranna komnir sem fór með þá að sínu skapi.Það var ekkert hægt að krefjast inngripa annarra höfðingja né fara á framfæri Noregskóngs. Hvað þá að biðja hann að drepa þá Sturlu fyrir sig.

Í Bandaríkjunum var háð hrikaleg borgarastyrjöld á næstliðinni öld sem kostaði fleiri Bandaríkjamenn lífið en allar styrjaldir sem þeir hafa síðan háð samanlagt. Hún endaði með uppgjöf Suðurrikjanna. Margir Norðanmenn voru ekki mildir í griðunum og léku Sunnanmenn grátt. En brátt fengu hinir vitrari menn komið á viðunandi griðum. Hvort sem þau eru  alveg heil enn í dag þá eru Bandaríkin ein þjóð og hafa sýnt það og sannað síðan. Sú eina þjóð sem heimurinn getur treyst til að geta haft afgerandi áhrif. Þessi þjóð hefur ein kjarkinn og einbeitnina sem þarf. Allar aðrar þjóðir, í sambandi eða einar sér, sýndu það til dæmis á Balkanskaga, að þeir búa ekki yfir þeim eiginleikum sem til þarf á ögurstund. Því standa menn á öndinni út af Sýrlandi en heimta allt af Bandaríkjunum þegar þeir geta ekkert sjálfir.

Í Sýrlandi er háð borgarastríð. Þar hafa þeir Assad feðgar haldið friðinn lengi. En nú er svo komið að þeir hafa þurft að kljást við vopnaðar fylkingar sem vilja þá feiga og hefur sonurinn Assad augnlæknir orðið að rjúfa sinn Hippokratesareið með þvi að láta vega mann og annan. Nú veitir honum greinilega betur og er að sigra andstæðinginn.

Þá dettur okkar mönnum í hug að örlög þeirra sigruðu séu þau að setjast að á Íslandi sem flóttamenn. Í stað þess að nágrannaríkin loki landamærum sínum fyrir vígamönnum og fylgiliði þeirra og láti aðila berjast til umskipta, þá er opnað fyrir flóttamannastraum  sem svo endar hjá okkur. Það er ekki einu sinni búið að reyna á það hvort Assad sé mildur í griðunum eða hvort hann verði við þá harður. Hann segir líka að þetta séu ekki sínir landsmenn sem séu frekastir í framgöngu heldur hverskyns hlaupastrákar og reyfarar úr AlQueda og Hisbolla sem nýti sér ástandið til að koma illu á stað.

Þá vill Obama fara að blanda sér í málið og drepa menn af Assad til að jafna leikinn. Trúðverðugleiki hans flugumanna er hinsvegar ekki sá sami og fyrir Írak. Honum hefur reynst örðugt að fá bandamenn með sér til verksins vegna afskipta þjóðþinga. Og þó hann hafi sjálfur fullmagt til að láta til skarar skríða, þá snýr hann sér núna til þingsins til að réttlæta afskiptaleysið. En hann leysir með þessu ekki vandamál íslensku þjóðarinnar,  sem vegna einhverra ráðamanna okkar og embættismanna, ætla að taka að sér flóttamannamálið óséð. Við sitjum uppi með svartapétur og verðum að gera allt eins og Svíar af því að við eigum að trúa því að þeir séu okkur fremri á allan hátt.

Vonandi verður þess skammt að bíða að Assad fari með sigur af hólmi við illþýðið og geti snúið sér að griðunum sem fólkinu er fyrir bestu. Þessu liði vantar ekki aðstoð Obama til þess að framlengja þjáningarnar heldur frið þó vopnaður sé. Og síst af öllu vantar það afskipti íslenskra menningarvita og kvenna úr Vesturbænum við að leysa innanlandsmálefni borgarastríðs í Sýrlandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Þú ert ófeiminn við að fara gegn straumnum í þinni umfjöllun um mál. Og það verður að viðurkennast að þið "skoðandabræður", þú og Pútín hafið líklega nokkuð til ykkar máls.....

Ómar Bjarki Smárason, 6.9.2013 kl. 22:19

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Sæll félagi Ómar Bjarki

ég hafði nú ekki áttað mig á því að ég væri með Pútín í liði. En það þarf elkki að vera að sömu augum lítum við silfrið. Pútínsk augnaráð eru viðskiptahagsmunir. Mitt er bara spyrjandi: "Ætlar hann, getur hann , gerir hann"?

Halldór Jónsson, 6.9.2013 kl. 23:26

3 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sammála þessu Halldór, ísland hefur ekkert að gera með að sletta sér út í innanríkiserjur Sýrlands og þaðan af síður að opna landið fyrir flóttamenn.

Hvenig væri að snúa sér að fjárhagsörðugleikum heimilana á Ísland og í staðin fyrir að opna landið fyrir flóttamenn, auka greiðslur til alvöru öryrkja?

Kveðja frá Houston.

Jóhann Kristinsson, 7.9.2013 kl. 03:05

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ónægja með Assad yngri byrjaði almennt í Sýrlandi fyrir um 25 árum, að sögn þeirra Sýrlendinga sem ég þekki persónulega. Harðstjórnar elítu=mafíu=fjölskyldu þöggun , og eingarhald [upptaka]sömu stórfjölskyld óx á heverjum degi. Þá þegar flýðu margir m.a. til USA.  Í dag hafa vinsældir með Assad yngri ekki aukist heima fyrir og því er spurninghvað margirhafa flúið og látið lífið þegar þessu ástandi lýkur.  Sama hvernig  fer þá munu allir þeir sem hafa flúið og afkomendur þeirra í framtíðinni muna eftir afstöðu USA og þeirra sem eru á móti henni.  USA þvær hendur sínar : þökk Rússum og Kína. USA og Rússar sýnA líka að SÞ er sóun á fjármunum.   Það eru hefðir í Svövét og Kína  að réttlæta slátrun eigin það  ef það styrkir Miðstýringar völd framtíðar.  USA veit fyrirfram um afstöðu Ríssa og Kína.

Í USA er grunnskattur á reiðufjár innkomu einstklinga 17,5%  framlag atvinnurekenda  er 17,5% á útborgaðreiðfé. Lámarks laun fyrir unna klukkustund er ákveðinn á hverju ári , þá sem grunnur fyrir samning til faggélaga og starfmenn þeirra líka.   Sniðugt hjá USA verðtryggja í grunni. Hækki lámarksvinnustund  þá hækkar líka 17,5% einstaklinga og 17,5% atvinnurekenda líka. USA segir þessi 35 % fari í fjármagna þeirra velferða kerfi. Í USA er fasteigna mat endurskoðað á fimm ára fresti til hækkunar eða lækkunar.  Ríkið hér hinsvegar skattlegur bókuð nafnverð en ekki bókað raunvirði: staðgreiðsluverð í reiðufé þegar búið er draga uppboðskostnað frá.       Ísland getur ekki fjölgað hér velferðar réttinda þegnum, þegar elítan=stjórnsýlsan hér er svona dýr  í rekstri.    Allar hagræðingar hér í grunni og virkjanir hafa lækkað raunvirði þjóðar tekna áíbúa litið yfir síðustu 30 ár.  Íslands var með reiðufjár tekjur á íbúa fyrir 30 árum svipað og USA , Sviss og Noregur.    Lækka raunvirði í grunn efnahagslögsögu: Lækkar grunn tekjustofna Ríkis og sveitafélaga að sjálfsögðu.  Það er svo ódýrt að veiða fisk og ég verð að hækka verðin.  Kaupendur [erlendis] falla ekki fyrir svona sölu rökum.  Vsk. greiðast að loka kaupenda , þannig leggst hann á launveltu í hreinum þjónustu geirum.  Hann fellur niður í milliríkja viðskiptum.  Þjóðverjar fá þjónustu veltuna og vsk. af útflutinngi til þeirra og Ísland fær á móti þjónustu veltuna og vsk. af henni á Íslandi.   Raunvirðsskatta auki : value adding tax.  Grunnskattur er með lægstu prósentuna á heildsölum í grunni í fá samkeppni.  Nýjar eignir[reiðufé] má eignafæra sem raun arð í loks skatta ár.    Innhald söluskattaveltu segir hver raun auking  fastra eigna verður.  Ísland [stjórnsýslan] á ekki bót fyrir rassinn á sér: staðreynd.  Það á ekki gefa Persónu aflátt af grunnskatti [útsvari] fyrirfram til lögaðila. Stigvaxandi Persónuaflættir fylgja vaxandi reiðfjár innkomu einstaklinga. Í USA er 5 persónuafslættir frá reiðufjár innkomu [=handbæru reiðfé= ráðstöfunarfé] stofni.   Þess vegn borga þeir með mestu innkomuna sjálfkarfa tapið sem fæst af því lækka grunn laun.   Lenging meðalæfi kostar hærri upphæði í grunn heilbrigðis þjónustu.    Gróðinn sprettur úr grunni sem sem vökvaður [fjárveiting] Minnka grunninn minnkar sprettu.   Vita,veit , vissi þá hefi vitað.  Grunnur var upp í Borgarfirði.

Júlíus Björnsson, 7.9.2013 kl. 05:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 3419714

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband