Leita í fréttum mbl.is

Kennitöluflakk

varð ráðherrunni Ragnheiði Elínu að umræðuefni í sjónvarpinu í kvöld.

Af máli hennar vildi mér hinsvegar helst skiljast að gerendurnir, það er að segja hókus-pókus-barbabrellu kallarnir væru þeir sem væru verstir. Í mínum huga er það ekki svo. Þeir fara bara eins langt og þeir komast því það er mannlegt.

Lengsta mína ævi  umgekkst maður margvíslegt fólk í viðskiptum. Maður spekúleraði meira í karakterum en excelskjölum. Væri maðurinn í lagi var yfirleitt allt í lagi. Annars ekki. Auðvitað lenti maður í því að einhverjir blöffuðu mann og hlunnfóru. En ekki tvisvar. Og orðið fer á undan mönnum og dyr lokast hraðar en margir ómerkilegir halda.

 En þeir sem lengst komust í svindlinu gerðu það með aðstoð opinberra aðila og fjármálastofnana, sem reyndu ósvífið að koma svartapétri á aðra.

Það er nefnilega skýrt í lögunum að hvert það fyrirtæki sem er með neikvætt eigin fé á að hætta starfsemi. Það er gjaldþrota sama hvað eigandinn bullar um "pie in the sky". Það er væntanlega tilgangur með ársreikningaskrá að fylgjast með þessu. En það er ekki nóg að fylgjast með ef ekkert er gert. Skráin hefst ekkert að.

Fyrirtæki sem á ekki fyrir skuldum en heldur áfram rekstri er sýkill og veira sem verður að snúast gegn og setja í sóttkví þar tlil sprauta hefur verið gefin sem dugar. Svo einfalt er það. Það er nefnilega þá sem kennitöluflakkið byrjar með vitund, vilja  og meðvirkni þeirra sem vita betur.

Eitt af því sem bankar léku hérna og leika jafnvel enn var að reikna bara vexti ofan á yfirdráttinn og leggja hann við skuldina. Halda rekstrinum á floti og vernda vinnustaðinn. Í Þýskalandi evrunnar góðu, þá eru vextir greiddir í peningum mánaðarlega. Sá sem ekki getur það er hættur í rekstri þar með. Bankrott. Bankaviðskiptum er hætt. Það er ekkert "heyrðu venur, þetta reddast bráðum". Og því miður er gjaldþrot þar nokkuð ævilangt eins og hér. Í USA er málið gert upp, lokið og viðkomandi byrjar upp á nýtt. Meðal annars hafa Bandaríkin yfirburði yfir Evrópuríkin vegna gjaldþrotalaga sinna.

 Ef ráðherran vill stöðva kennitöluflakkið ætti hún að gera kröfur til þess að eftirlitsstofnanir hennar skili vinnunni sinni og framfylgi lögunum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Kennitöluflakk er ekki orsök heldur afleiðing. Með tilkomu einkahlutafélaga, ehf, varð til glufa fyrir þá sem kjósa að horfa framhjá siðferði.

Ehf er með takmarkaða ábyrgð eigenda, ólíkt öðrum reksrarformum. Þarna sáu sumir tækifæri til að hirða til sín tekjur einkahlutafélagsins og eignir og gjarnan var einnig sleppt að skila vörslusköttum. Félagið var gert eignarlaust, safnað á það skuldum og síðan gert gjaldþrota. 

Sömu aðilar og áttu þetta gjaldþrotafélag, voru þá búnir að stofna nýtt, með eigum hins gamla og vörsluskattar komu sem rekstrarfé inn í það nýja.

Þar sem ábyrgð eigenda er takmörkuð, var þetta auðvelt. Auðvitað áttu bankar að grípa hér inní og setja þá menn sem svona viðskipti stunda á svartann lista, en því miður voru þeir sem stórtækastir voru á þessu sviði einnig stórir eigendur í bönkunum.

Það sem þarf að gera er að tengja kennitölur eigenda ehf félaga við kennitölu félagsins. Að þeir sem stofna slík félög séu gerðir ábyrgir fyrir  þeim. Það sér hver maður að ekkert félag eða fyrirtæki getur borið ábyrgð á sjálfu sér, sú ábyrgð hlýtur alltaf að vera eigenda, enda þeir sem allar ákvarðanir taka!

Þannig að vissulega má tala um kennitölu vanda, þó ekki flakk, heldur tengslaleysi.

Gunnar Heiðarsson, 7.9.2013 kl. 21:01

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Skarpur alltaf Gunnar.Þær eiga auðvitað að vera tengdar til þess að menn átti sig á vandanum. Það er um að ræða tengslaleysi eins og ég er að reyna að koma orðum að. Ráðherran á að gera eitthvað í þessu. Og bankarnir líka.

Halldór Jónsson, 8.9.2013 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 67
  • Frá upphafi: 3418441

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 64
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband