Leita í fréttum mbl.is

Ef 200 milljónir finnast?

Svo segir í  fréttum Morgunblaðsins:

„Mikið hefur verið rætt um heilbrigðismálin, sem er eðlilegt. Þar er niðurskurðinum lokið, þar er ekki verið að skera niður, eins og gert hefur verið ár eftir ár. Það getur vel verið að í fjárlagavinnunni finnist leiðir til að forgangsraða enn frekar í þágu heilbrigðisþjónustunnar.

Legugjöldum er ætlað að skila Landspítalanum um 200 milljónum og ef menn finna 200 milljónir einhvers staðar annars staðar, þá ætti að vera hægt að skipta þeim fjármunum út. Ég á allt eins von á því að fjárlaganefndinni takist að finna út úr þessu,“ sagði Sigmundur Davíð á kjördæmisþinginu, sem haldið er í Háskólanum á Akureyri."

Ég held að ég þekki mann sem er tilbúinn að útvega ríkinu þessa peninga án þess að auka útgjöld okkar frá því sem nú er.

Á heiðarlegan hátt að öllu leyti skal tekið fram. 200 milljónir í nýjum tekjum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Guðnason

Finndu endilega þessar milljónir Dóri-og helst fleiri.

En ég er ekkert viss um að þeim yrði best varið til

að borga matinn ofan í GJALDFÆRT fólk sem er svo heppið að komast að af biðlistum og fá sína nauðsyn bætta - sér nánast að útgjaldalausu -

Lá fimm daga á Landspítalanum í liðnum mánuði. Afar þakklátur fyrir þjónustuna sem ég naut - hún var til fyrirmyndar. Hefði "sjúklingaskatturinn" sem fjárlögin boða, verið kominn til framkvæmda, býst ég við að farið hefði verið fram á sexþúsundkrónur úr mínum tómu vösum.

Mér er stórlega til efs að útlagðar krónur - bara fyrir næringu - hefðu verið færri, ef ég hefði nú ekki legið endilangur og staðið uppréttur til skiptis á Lansanum. Ég á það nefnilega til, að borða líka heima.

Ég sé miklu meira eftir aurunum sem ég þarf að leggja út árlega vegna útvarpsgjalds, sem lagt er á tekjulaust einkahlutafélag sem ekki hefur verið starfrækt í mörg ár. Það er óréttlæti - blóðpeningar í mínum huga.

Þorkell Guðnason, 6.10.2013 kl. 12:25

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Styrmir segir frá því að Geir Hallgrímsson hafi ekki viljað fallast á það að sjúklingar greiddu matinn úr því að þeir hefðu annars étið heima. En það voru aðrir tímar þá. Nú fá múslímakrakkar að vilja ekki éta svínakjöt í frímáltíðum í Gnarrenburg

Halldór Jónsson, 6.10.2013 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 52
  • Frá upphafi: 3418408

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 50
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband