Leita í fréttum mbl.is

Yfir kaldan eyðisand...

er vísa sem flestir Íslendingar hafa  sungið á góðri stund.

Á Sprengisandi Sigurjóns er spaki maður Benedikt Jóhannesson ásamt Salvöru Nordal. Ég held að Benedikt telji enn sem fyrr að öll vandamál okkar muni leysast með inngöngu í Evrópubandalagið og upptöku evrunnar sem hann kallar annan gjaldmiðil sem leysi gatslitna krónuna okkar af.Þau voru sammála um að virðiingu Alþingis hefði hrakað og nefndi Benedikt afnám bindisskyldunnar. þar hefði virðingarhrunið byrjað og munu margir samsinna því. Viss formfesta væri nauðsynleg.

Ekki svarar Benedikt því á hvaða gegni hann vilji skipta sínum krónueignum yfir í evrur. Um þetta eru allir evrufræðingarnir samtaka um að svara ekki neinu. Bara það að evran sé allra meina bót nema í tilfellum sólarlandanna sem hana tóku. 

Síðar í þættinum koma þeir Bjarni Benediktsson og Steingrímur J. Sigfússon. Bjarni virðist hafa þau áhrif á Steingrím að þar fer breyttur maður. Í stað stálhnefans  er kominn maður sem viðurkennir að vandinn sé ærinn og hann þurfi að leysa. Þess hafi bara ekki verið kostur á hans amtstíð.  Núna er það Bjarni sem á að leysa vandann.

Steingrímur svarar auðvitað engu þegar Bjarni skýrir frá því að bara vegna uppsafnaðs ríkissjóðshalla ríkisstjórnar Steingríms og Jóhönnu þurfi að greiða um 30  milljarða í vexti á næsta ári.  Steingrímur samsinnti því að á  braut skuldasöfnunar ríkissjóðs mætti ekki lengra halda. Öll ræða Steingríms var á svo  ljúfum nótum að mann rak í rogastans. Hann virðist skilja að honum tókst ekki að leysa vandann sem við blasir verri en  hann nokkru sinni áður var Steingrími verður tíðrætt um að óvissa ríki með þjóðinni. Bjarni taldi að ástandið væri ekki verra en það hefði verið og tók dæmi frá fyrri árum. Steingrími verður tíðrætt um að hann hafi viljað styrkja sprotafyrirtæki á sinni tíð. Þessi ríkisstjórn ætli ekki að gera það. Bjarni segir á móti að samkeppnissjóðir hafi verið styrktir en því miður með lántökum. Framlögin á næsta ári séu því ekki verri an verið hefur. Steingrímur hefur áhyggjur af fallandi eftirspurn á markaði og telur það teikn um svartsýni almennings.

Bjarni er bjartsýnni og telur horfur ekki verri nú en áður. Bjarni telur málin leysanleg gagnvart kröfuhöfunum og mikið af þeirra kröfum hafa þeir eignast eftir hrunið. 14 falt eigið fé Landsbankans. Þeir tapa 30 milljörðum á mánuði meðan málin ekki leysast. Þeim er mikið í mun að semja og það munum við nýta okkur. Við getum knúð fram lausn sem sjálfstæð þjóð. Steingrímur segir að hamarinn sé ekki ókleifur og þakkar sér flutning eigna inn fyrir okkar lögsögu með lögum frá 2010. Bjarni lýsti því hvað myndi gerast ef höftin væru afnumin á einni nóttu. Því verði að fara með gát til þess að ná fram afskriftum af krónueignum útlendinga.

Steingrímur fer mikinn í tali um sprotafyrirtæki sem þessi ríkisstjórn vanræki öfugt við það sem var hjá honum. Allt tal hans er sjálfsagt í góðum tilgangi gert.  En ný fyrirtæki fara ekki alltaf að skila hagnaði strax eða þannig er mín reynsla. Uppbygging fyrirtækja tekur oft langan tima. Sprotafyrirtæki Steingríms eru líka óskilgreind og í slagorðastíl eins og fyrirætlanir hans um draumórafyrirtæki á Bakka munu líklega reynast.  En þangað mokaði hann undirbúningsfjárhæðum meðan hann gat í án þess að raunhæf áætlun hafi séð dagsins ljós. Hans leiðir eru sem fyrr, hækkun skatta, hækkun gjalda. Aðra sýn hefur þessi sósíalisti ekki. Bjarni boðar betri tíð með auknum vexti framleiðslunnar og hóflegum sköttum. 

Allt skattatal Steingríms leiðir mann að þeirri ályktun að takist þeim Bjarna og Sigmundi Davíð ekki ætlunaverk sitt kem ég ekki auga á þá stjórnmálamenn sem eru líklegir til að bæta um betur.

Þjóðin vonar því sannarlega að þessir ungu menn, Bjarni og Sigmundur Davíð,  leiði hana yfir kaldan eyðisand frá hinni dauðu hönd sósialisma Steingríms J Sigfússonar.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband