6.10.2013 | 16:50
Aldraðir eru ofsóttur minnihluti
í þessu þjóðfélagi þvert á tal ráðamanna úr öllu flokkum. Þeir meina yfirleitt ekkert með bulli sínu um væntumþykju þeirra til aldraðra. Kjör þeirra eru oft með þeim hætti að gamlingjar neyðast til að vinna sem þeir mega til að geta til dæmis greitt auðlegðarskattinn sem á að borga áfram á næsta ári. Gamlingjar fóru til dæmis ekkert betur út úr hruninu en þeir yngri. Þeir verða sumir að selja eignir sínar til að geta borgað auðlegðarskattinn.
ingveldur@mbl.is á Morgunblaðinu skrifar svo:
»Það væri hægt að mæta ákveðnum þáttum læknaskortsins með því að leyfa læknum að vinna lengur.« Svo mælir Sigurður E. Þorvaldsson læknir en hann er ósáttur við ný lög um heilbrigðisstarfsmenn sem tóku gildi í ársbyrjun. Samkvæmt þeim er læknum óheimilt að reka eigin starfstofu eftir að þeir ná 70 ára aldri. Landlækni er þó heimilt, að fenginni umsókn viðkomandi, að framlengja leyfið til tveggja ára í senn, þó aldrei oftar en þrisvar. Læknar mega því ekki starfa eftir að hafa náð 76 ára aldri.
»Áður en þessu nýju lög voru sett gat læknir starfað sjálfstætt á sinni eigin starfsstöð til 75 ára aldurs. Þegar hann náði þeim aldri gat landlæknir veitt honum framlengingu, eitt ár í senn, um óákveðinn tíma. Nú er það 76 ára og skellt í lás,« segir Sigurður og bætir við að það sé ekki sjálfgefið að læknar missi alla líkamlega og andlega færni við þann aldur.
»Það er skortur á læknum og það eru engir læknar að koma heim til að taka við af þessum mönnum. Það liggur í augum uppi að það er mikill mannauður og reynsla sem fer forgörðum þegar ekki er leyfilegt að vinna nema til 76 ára aldurs. Það sem líka er á skjön við rökræna hugsun er að þetta á bara við um eigin starfstöð, þú getur hinsvegar unnið hjá öðrum.«
Sigurður segir að þeim sem eru fullfrískir, haldi sér við og hafi áhuga á að starfa lengur, finnist hart að vera sviptir réttindunum svona. Hann veit til þess að læknar hafi þurft að hætta störfum eftir að nýju lögin tóku gildi. Sjálfur er Sigurður að verða 77 ára og hættir að vinna eftir tíu daga. »Ég er ósköp sáttur með langan og tiltölulega farsælan feril en mér finnst að það hefði ekki þurft að þvinga mig til þess að hætta. Þetta eru óréttlát lög og ég vil að þeim verði breytt.«
Í upplýsingum frá embætti landlæknis segir að þeir læknar sem voru orðnir sjötugir 1. janúar 2013, þegar nýju lögin tóku gildi, hafi heimildir til að reka stofur sínar áfram til 75 ára aldurs, eins og eldri læknalög mæltu fyrir. Þeir þurfa ekki að sækja um sérstaka framlengingu til landlæknis fyrr en við 75 ára aldur. Þá getur landlæknir aðeins veitt leyfi til eins árs, því læknum er skylt að hætta 76 ára.
Síðan nýju lögin tóku gildi hafa þrjátíu umsóknir um framlengingu komið inn á borð landlæknis, frá öllum heilbrigðisstéttum sem eru með eigin rekstur. Allar umsóknirnar þrjátíu hafa verið samþykktar. Þá veitti landlæknir heilbrigðisstarfsmönnum sem náð höfðu 76 ára aldri þegar nýju lögin tóku gildi svigrúm til 1. ágúst 2013 til að hætta rekstri. Annars miðast lokun á eigin starfstofu við 76 ára afmælisdaginn.
Ákvæðið um aldursmörk hefur ekki áhrif á starfsleyfi viðkomandi sem getur áfram starfað t.d. sem launþegi hjá öðrum, það nær aðeins til reksturs eigin starfsstofu.
»Samkvæmt rekstraraðilaskrá embættisins voru 25 læknar 70 ára og eldri með rekstur stofu þegar lögin tóku gildi 1. janúar 2013. Fimm þeirra voru eldri en 75 ára, þeim hefur verið gert að loka eigin starfstöð. Hinir 20 falla undir læknalög nr. 53/1988 og þurfa því ekki að sækja um framlengingu til landlæknis fyrr en þeir ná 75 ára aldri,« segir í upplýsingum frá embætti landlæknis.
Þá hafa menn það. Ungir læknar flýja land nýútskrifaðir. Til hvers gáfum við þeim menntunina? Ég tók mitt nám allt erlendis. Ég skulda íslenska ríkinu ekki neitt. Er gamall læknir ónothæfur ef enginn ungur fæst?
Ég get tekið dæmi af sjálfum mér af eigin raun. Ég hannaði nokkur verk fyrir Kópavogbæ fyrir hrun á árunum 2002-2007. Ekkert tjón varð mér vitanlega af þessum störfum og hef ég starfað á hönnunarmarkaði síðan óslitið án áfalla. Framvæmdir í byggingum á vegum Kópavogs féllu mikið niður við hrunið. Fasteignagjöld hafa hinsvegar ekki fallið niður og hefur félag mitt fengið að greiða þau til jafns við alla aðra.
Það bar því vel í veiði þegar ég frétti að bjóða ætti í hönnun á íbúðum fyrir aldraða. Hliðstætt verki sem ég vann fyrir nokkrum árum fyrir sömu aðila sem eru svipað margar íbúðir fyrir geðfatlaða sem standa við Hörðukór. Ég og mitt fyrirtæki sá um alla tæknivinnu við þá framkvæmd í nánu samstarfi við hinn ágæta arkitekt og nú líka sagnfræðinginn, Gunnar S. Óskarsson. Ég sé ekki betur en þau hús standi alveg prýðilega enn í dag. Einmitt vegna þess hafði ég farið létt með nýju byggingarnar sem eru nauðalíkar. Jafnvel hefðum við aðeins þurft að breyta teikningunum óverulega til að búa til íbúðir fyrir aldraða. Nei, þeir á Tæknideildinni þurfa ekki að spara.
En nú ber svo við að ég fæ þau skilaboð frá Tæknideild Kópavogs að ég fái ekki að bjóða í verkið því ég sé orðinn of gamall. Hugsanlega eru þeir að lýsa líka persónulegu vantrausti sinni á mér sem hönnuði vegna fyrri reynslu. Og ekki blönduðu flokkssystkyni mín í bæjarstjórn sér í þetta enda lítið tæknisinnuð flest. Svo ekki verður Sjálfstæðisflokkurinn sakaður um spillingu í þessu tilviki að minnsta kosti.
Hvort ég hefði getað unni þetta verk? Þeirri spurningu get best svarað með því að benda á fyrri verk. Og veifa gildu flugskírteini til vitnis um heilsufarið.
Þeir á Tæknideild Kópavogs handvelja síðan nokkra hönnuði sem sumir eru nú dálítið gráhærðir líka. Helmingur þeirra eru ekki einu sinni bæjarbúar. Ég tek það fram að þetta eru flestir kunningjar mínir og sumir gamlir samstarfsmenn. Og allir eru þeir sjálfsagt færari en ég, hver á sínu sviði sínu. En ég hef þá stöðu á hönnunarmarkaði að hafa alhliða hönnunarréttindi sem allir hafa ekki endilega. Og ég hef langa óflekkaða hönnunarreynslu.
En þarna var bara verið að spyrja um verð á þjónustu til ráðstöfunar skattfjár. Það er verið að ráðstafa mínum fasteignagjöldum meðal annars.Með að neita mér um að bjóða í er verið að segja að ég sé svo lélegur að það borgi sig aldrei að nota mig hvað sem í boði er. Takk fyrir það.
Þegar ég svo skoða það ágæta verk sem frá þeim kom sem valdir voru og verðin frá þeim, þá get ég fullyrt að minnst einn einstakan þátt hefði ég gert meira en tveimur milljónum ódýrara en sá sem það verk hlaut. Verðið frá mér hefði dugað fyrir fasteignagjöldunum sem ég stend skil á til heimabæjar míns Kópavogs. Ég ætla ekki að fara lengra út í samanburð en þetta. En ég hefði léttilega getað boðið í allt verkið. Líka arkitektinn sem þeir handvöldu án útboðs. Ég get lagt fram nýgerða hönnun mína á sambærilegu verki þessu til sönnunar og reikninginn fyrir hana.
Sem betur fer spurðu þeir viðskiptavinir mig ekki um aldur þannig að þeir greiddu verkið umyrðalaust og verkinu er lokið farsællega. Mér sýnist sumir viðskiptamenn mínir líka líta líka til reynslu minnar sem er orðin til margra áratuga auk nýlegra byggingastjóraréttinda. Ennþá hefur enginn kvartað við mig yfir hönnunarviðskiptum við mig nema einhverjir sögðu við mig í gamla daga að ég væri dálítið járnaglaður. Enda hefur ekkert hús hrunið eða plötur sigið sem sjást nú hér í Kópavogi. Engar lagnir bilað. Þrátt fyrir Suðurlandsskjálftann 2000. Verkin sanna því merkin.
Ég myndi sjálfur heldur fara til læknis sem ég veit að hefur langa starfsævi að baki heldur en ungs kandidats sem á eftir að safna að sér starfsreynslunni. Mér sýnist að Bandaríkjamenn spyrji ekki um aldur sérfræðinga heldur hvað þeir geti.
En í Kópavogi má ég bara borga gjöld. Ekki vinna við mitt fag. Samt er ég í starfi á minni verkfræðistofu, stálhress og með kjaftinn í ágætu lagi eins og langafi minn hann Jón Ólafsson. Og kann bara hitt og þetta að ég held sjálfur.
En svona er þetta bara. Maður sem er orðinn 65 ára eða jafnvel yngri fær hvergi vinnu missi hann atvinnu sína. Í Bandaríkjunum er bannað að mismuna fólki eftir aldri. Hér er bara spáð í kynfærin.
Ég held því fram eftir þetta að aldraðir verkfræðingar séu ofsóttur minnihluti á Íslandi, og þá sérstaklega við Tæknideild Kópavogsbæjar. Þar er ég í Berufsverbot að hætti þýskra með Gyðingana.
Það gildir einu hvort um er að ræða lækna eða verkfræðinga. Aldraðir eru ofsóttur minnihluti .
Og hananú!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:47 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 5
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 40
- Frá upphafi: 3420159
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
Bloggvinir
- ghe13
- sigurjonth
- andrigeir
- annabjorghjartardottir
- ansigu
- agbjarn
- armannkr
- asdisol
- baldher
- h2o
- bjarnihardar
- dullur
- bjarnimax
- zippo
- westurfari
- gattin
- bryndisharalds
- davpal
- eggman
- greindur
- bjartsynisflokkurinn
- elfarlogi
- eeelle
- sunna2
- ea
- fuf
- fhg
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gilsneggerz
- gudni-is
- lucas
- zumann
- gp
- gun
- topplistinn
- tilveran-i-esb
- skulablogg
- gustafskulason
- gustaf
- heimssyn
- diva73
- helgi-sigmunds
- hjaltisig
- minos
- hordurhalldorsson
- astromix
- fun
- jennystefania
- johanneliasson
- johannvegas
- jonatlikristjansson
- fiski
- jonl
- jonmagnusson
- jonlindal
- bassinn
- jonvalurjensson
- jvj
- thjodarskutan
- juliusbearsson
- katagunn
- kje
- ksh
- kristinn-karl
- kristinnp
- kristjan9
- loftslag
- altice
- ludvikjuliusson
- maggij
- magnusthor
- mathieu
- nielsfinsen
- omarbjarki
- huldumenn
- svarthamar
- pallvil
- peturmikli
- valdimarg
- ragnarb
- samstada-thjodar
- fullveldi
- siggus10
- sisi
- siggisig
- ziggi
- siggith
- stjornlagathing
- pandora
- spurs
- kleppari
- saethorhelgi
- tibsen
- ubk
- valdimarjohannesson
- skolli
- valurstef
- vilhjalmurarnason
- vey
- postdoc
- thjodarheidur
- icerock
- steinig
- thorsteinnhelgi
- icekeiko
Athugasemdir
Góður pistill hjá þér og þarfur, Halldór. Það getur orðið þjóðfélaginu dýrt að kasta reynslunni út í hafsauga, sérstaklega núna þegar atgefvisflóttinn frá landinu er mikill. Þá þurfum við á öllum fúsum vinnandi höndum að halda.
Það er gaman t.d. að koma á Smurstöðina Klöpp, en þar mætir eigandinn fyrstur flesta daga og er síðastur til að yfirgefa vinnustaðinn. Enda maðurinn unglingur fæddur árið 1926, ef ég man rétt.....
Ómar Bjarki Smárason, 7.10.2013 kl. 00:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.