Leita í fréttum mbl.is

"Grænbakur"

er kveikjan í grein sem Gunnar Skúli Ármannsson skrifar í Morgunblaðið. Grein sem vekur mann til umhugsunar.

Hann fer svipaðar slóðir og Frosti Sigurjónsson var að tala um áður en hann varð þingmaður. Þá lýsti  Frosti því hvernig bankar byggju til peninga með því að teikna þá. Hversu vitlaust það væri að ríkið tæki svo þessa peninga að láni og borgaði bankanum vexti. Sem væri í raun furðulegt háttalag af þeim sem ætti prentvélina. 

Við gætum hugsað okkur að ríkið kæmi til Aríonbanka og bæði bankastjórann um hundraðmilljarða lán til heilbrigðismála. Bankastjórinn sem er þjóðfrægur fyrir gróðavænlegar tiltektir sínar meðan hann var hjá VISA-Ísland, myndi auðvitað taka ríkinu vel og bjóða því 8 % yfirdráttarvexti eða 8 milljarða á ári. Engin vandamál lengur hjá ríkissjóði né læknum og Landspítala. Hvað skyldi hann Frosti þingmaður segja um þessa aðferð?

 

En til þess að skilja atburðarásina þá skulum við grípa niður í grein Gunnars læknis:

 

„ Fyrir hundrað árum söfnuðu íslenskar konur peningum fyrir nýjum spítala. Engin slík söfnun er í gangi og ríkiskassinn er í bullandi mínus. Staðan er algjörlega óþolandi á Landspítalanum og ef ekki rís ný bygging mun núverandi starfsemi hraka verulega hvað svo sem verður bætt í brestina. Á ögurstundu grípa menn til óvenjulegra aðgerða til að bjarga sér.

 

Peningar eru búnir til af tveimur aðilum í þjóðfélaginu. Seðlabanki Íslands býr til seðla og mynt og eru þeir peningar um 3% af öllum peningum í umferð. Aðrir peningar, þ.e. 97% peninga í umferð búa bankarnir til. Það er ekki þannig að bankarnir endurláni þá peninga sem við leggjum inn á bankabækur okkar því það myndi aldrei duga hagkerfinu. Þeir búa til nýja peninga sem ekki voru til áður. Ef þeir voru ekki til áður búa bankarnir til peninga úr engu og þannig er það. Eina leiðin fyrir banka til að búa til peninga er að lána þá, þ.e. einhver verður að skuldsetja sig svo bankarnir geti búið til peninga sem hagkerfið þarfnast til að vera starfhæft.

 

Ef bankarnir geta búið til peninga úr engu getur ríkið gert það líka.

Það eru nokkur söguleg dæmi um slíkt. Abraham Lincoln leitaði til banka til að fjármagna þrælastríðið á sínum tíma. Vaxtaprósenta bankanna var mjög há og honum leist ekki á blikuna. Honum hafði verið kynnt þessi staðreynd að ef bankar geta búið til peninga úr engu þá getur hið opinbera gert það líka. Þess vegna bjó hann til sína dollara sjálfur sem voru ögn grænni á bakhliðinni en venjulegir dollarar, Greenbacks voru þeir kallaðir. Á þann hátt fjármagnaði hann þrælastríðið og að því loknu voru Norðurríkin skuldlaus því hans dollarar voru ekki búnir til sem skuld eins og bankapeningar eru. Suðurríkin voru aftur á móti að drukkna í skuldum.

 

Sem sagt ef við viljum nýjan Landspítala þá getum við byggt hann. Við höfum hráefni, mannafla og tækni. Þess vegna er okkur ekkert að vanbúnaði að hefja bygginguna. Allt sem við getum greitt með íslenskum krónum greiðum við án skuldsetningar. Eftir því sem húsin rísa þá greiðum við fyrir þau með íslenskum krónum sem ríkið býr til.

 

Ég veit að þið eruð full vantúar og teljið að greinarhöfundur sé létt bilaður en þetta er svona. Það er geggjað að einkafyrirtæki sem heita bankar hafi á því einkaleyfi að búa til peninga (fyrir utan seðla og mynt, 3%). Auk þess að þeir búi þá til sem skuld sem er að leggja allt í rúst. Skuldirnar eru hlekkir nútímans. Þessu er hægt að breyta eins og öðrum mannanna verkum.

 

Fylgjum fordæmi Abrahams Lincolns og búum til okkar eigin peninga án skuldsetningar og þá getum við byggt Landspítala og átt hann síðan öll saman skuldlausan. Abraham Lincoln hafði í huga að halda þessu áfram en því miður var hann myrtur. Tökum upp þráðinn og klárum dæmið.“

Gilda einhver önnur lögmál núna en þegar Jóhannes Nordal byggði Seðlanabankahúsið án skulda? 

Í sama blað skrifar Óli Björn Kárason um það hvernig ríkið er að darka í allskyns hlutum sem því koma ekki við. Um 136 milljarðar fari í allskyns dekurverkefni sem eru í rauninni utan verkahrings ríkisins auk þess sem það borgar 85 milljarða í vexti vegna fyrri slíkra verka og almenns ístöðuleysis þingmanna.

Raunveruleg forgangsröðun, sem þingmenn tala oft hátt um, kemst ekki til framkvæmda vegna þess að fjárveitingavaldið - Alþingi - hefur misst tökin. Ákvæði fjölmargra laga binda hendur þingmanna. Greiðasemi við sérhagsmuni og vilji þingmanna til að gera sem mest fyrir sem flesta koma í veg fyrir að fjárlög endurspegli vilja almennings og að takmarkaðir fjármunir ríkisins renni til þeirra verkefna sem mikilvægust eru…“ segir Óli Björn

 

Er það ekki mála sannast að við erum búin að gefast upp fyrir „möppudýrunum“ sem Vilmundur kallaði svo? Við erum búin að festa okkur í eigin neti og brjótumst um á hæl og hnakka. Lausnin liggur samt fyrir framan okkur. En vald möppudýranna er svo mikið að við megum ekki einu sinni hugsa upphátt um það sem við þó vitum að er framkvæmanlegt. Og Frosti þagnaður á þinginu.

 

Ríkisútgjöld og seðlaprentun hafa ávallt verið talin réttlætanleg þegar býður þjóðarsómi. Hvað átti Roosewelt að gera þegar heimurinn var að draga Bandaríkin inn í stríð sem þau vildu ekki? Hvað átti Lincoln að gera? Hvað gerði Churchill? Hvað gerði Hjalmar Schact til að borga brúsann fyrir Hitler?

 

Það er stríðsástand í heilbrigðismálum landsins. Það er stríðsástand í ferð óæskilegs fólks til  Íslands sem á ekki nægileg fangelsi né nægilega hæft embættisfólk. Möppudýrin vilja aldrei leysa neitt því þeir vilja óbreytt ástand og verðtryggð eftirlaun eins og hann Humpfrey. Þessvegna  eigum við ekki að láta þeim einum eftir að leysa málin fyrir okkur eins og Óli Björn bendir á.

Við eigum að gera eitthvað í málunum  eins og Gunnar læknir bendir á.

Þeir ferðast saman, en ekki sitt í hvoru lagi, kjarkurinn og "Grænbakur".   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Enginn þyrði að fara í Lincoln aðferðina,enda eru mótmælendur á hverju horni.

Helga Kristjánsdóttir, 23.10.2013 kl. 23:36

2 Smámynd: Halldór Þormar Halldórsson

Aðferðin sem Lincoln notaði byggði á því að skipta um gjaldmiðil og gera gjaldmiðil suðurríkjanna verðlausan og þar með velta skuldunum yfir á þau. Staðan hefði snúist við ef suðurríkin hefðu unnið stríðið. Reyndar var stríðið alls ekki háð í nafnið mannuðar nema að litlu leyti heldur sérist það einnig um þá staðreynd að suðurríkin voru miklu efnaðri en norðurríkin, meðal annars vegna þrælahaldsins, en með sigrí í stríðinu fluttu norðurríkin auðinn yfir. Þetta er áhugaverð hugmynd og Lilja Mósesdóttir kom með svipaða hugmynd fyrir nokkrum árum, að skrá nýjan gjaldmiðil sem í raun væri samt sá gamli áfram en kalla hann nýja krónu.

Halldór Þormar Halldórsson, 23.10.2013 kl. 23:55

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Það er meinið Helga, okkar menn þora aldrei neinu af því þeir eru svo hræddir við kommana og hvað þeir segi. Það er eins og þeim detti aldrei í hug að gera eitthvað meðan þeira hafa völdin. Davíð þorði og gerði. Enn hann kemur ekki aftur.

Nafni,

Guðmundur Franklín er með ríkisdalinn og afskrifa á "suðurríkin"(útrásarvíkingana og vogunarsjóðina). En e nginn þorir neinu. Enginn þorir að beita Seðlabankanum í heilbrigðismálinu semn er borðleggjandi. Í satð

þess stilla þeir ser up með nýkja 10þúsundkallinn sem kostar 29 kr að prenta.

Halldór Jónsson, 24.10.2013 kl. 21:45

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Það er gaman að sjá umræður af viti um fjármál.

http://jonasg-egi.blog.is/blog/jonasg-egi/entry/1229655/

Egilsstaðir, 26.10.2013  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 26.10.2013 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband