Leita í fréttum mbl.is

Farvel Frans!

segi ég eftir endurtekningu farsans frá í vor þegar Gnarrinn og Ögmundur innanríkis undirrituðu samkomulag um að varabrautin félli burt  til Gnarrsins fyrir nýjum íbúðum á svæðinu.. Af einstakri fyrirlitningu við flugvallarfólk  völdu þeir afgreiðslu Fugfélagsins til undirskriftarinnar. Þetta var svona á pari við járnbrautarvagninn sem gekk milli Frakklands og Þýskalands í lok tveggja stríða. Mér skilst að hann sé enn varðveittur svona til þrautavara.

Önnur söguleg svik voru framin af núverandi innanríkisráðherra og sama Gnarrinum nú í vikunni. Sérlegur fulltrúi páfans  Isavia var fenginn til að kveða upp dauðadóminn fyrir grasrót flugsins þegar innanríkisráðherra tók að sér að kála kennslu- og einkaflugi  í Vatnsmýrini og finnan því nýjan stað. En að þeim stað hafa margir leitað lengi en enginn séð.  Mikil er trú þín kona sagði Frelsarinn og rataðist satt á munn eins og stundum áður.

Nú bíður Fluggarðanna okkar jarðýtan ein sem samkvæmt bréfi fullmegtugs aðvókats Reykjavíurborgar, Magnúsar Ó. Erlingssonar,  á að jafna við jörðu bótalaust. Mikið ef við sleppum við að borga förgunargjald á eigum okkar.

Við úr grasrót flugsins  höfum með þessu beðið algeran ósigur og skulum þurrkaðir út.

En það verða hugsanlega fleiri þurrkaðir út. Innanríkisráherra innsiglaði líklega ósigur Sjálfstæðisflokssins í borginni að vori með því að semja um uppgjöf í flugvallarmálinu gegn eyðingaröflunum.  Þvert á vilja kjósenda, yfirlýsinga ríkisstjórnarflokkanna beggja  og 60.000 undirskrifta afhenti hún Reykjavíkurflugvöll til Gnarrsins og Day´s  Bee fyrir örfá ár i viðbót. Appeacement verðugt minningu Neville´s Chamberlain sem vildi tryggja friðinn við fasismann hvað sem það kostaði.

Og fréttamiðlar túlka það sem sigur Flugvallarins.

Búið að fórna Gísla Marteini á altari aðalskipulags Gnarrsins og Day´s Bee.  ÍNN sér  í Þorbjörgu Helgu skærustu von íhaldsins að því loknu í næstu kosningum. O tempora, o mores.

Stendur ekki  Sjálfstæðisflokkurinn  uppi nokkuð berstrípaður eftir þetta?  Málefnafátækari í skipulagsmálum og  hugsjónaminni gagnvart almenningi í samaburði við stórveldi Gnarrsins og Dagsins?   Reykjavíkurflugvöllur skal burt með atbeina og blessun Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg og líka á landsvísu. 

Svo langt gengur mín blinda flokkshollusta við Sjálfstæðisflokkinn ekki að ég láti þetta yfir mig ganga án þess að spyrna við klaufum eins og bolakálfur á blóðvelli.  Að láta rífa það niður bótalaust sem við höfum barist svona hart fyrir í áratugi. Með svona endurteknum farsa og friðkaupum við brandarakallana í besta flokknum og hækjuliðs þeirra.  

Ég sé ekki annað en að einkaflug og kennsluflug flytjist suður á Patterson flugvöll við Keflavík í framtíðinni. Þar nægt land og ódýrt að byggja upp. Því Hanna Birna finnur ekki nýtt flugvallarstæði í borgarlandinu þar sem margir hafa þegar leitað af sér allan grun.  Hvað þá að hún fái peninga hjá Sigmundi Davíð  til að byggja flugvöll nær en það. Að vísu er enn ekki búið að ræða landþurrkun í Skerjafirði þar sem nægt og ódýrt flugvallarland er að finna ef menn þá vilja.

Svo maður getur  sagt  við Reykjavíkurflugvöll eins og við vonir Sjálfstæðismanna um aukin áhrif í Reykjavíkurborg hafi þær verið einhverjar fyrir:

 Farvel Frans!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Undarlegar eru þær athafnir ríkisstjórnar og borgarstjórnarmeirihlutans. Það er engum treystandi fyrir velferð nokkurs máls, hvað þá borgaranna.

Spurning hvort nýji "Bjargvætturinn að Vestan" breytir hér einhverju. Hann hlýtur þó að skilja mikilvægi flugsins og ætti því að eiga greiða leið inn í borgarmálin, ef hann stendur með Flugvellinum í Vatnsmýrinni. Ef ekki, þá hefur hann lítið fram að færa sem hinir ekki hafa....

Ómar Bjarki Smárason, 26.10.2013 kl. 22:21

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Heldur því nokkur fram í dag að Hanna Birna hefði frelsað þjóðina betur en Bjarni og Sigmundur? Þar stóð Sjálfstæðisflokkurinn tæpt.

Halldór Jónsson, 26.10.2013 kl. 22:42

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Það er erfitt að halda því til streitu!

Annars verð ég að viðurkenna að ég hef efasemdir um það, eftir atburðina í Gálgahrauni, að það samræmist lögum um góð stjórsýslu að sami aðili fari með öll þau ráðuneyti sem nú heyra undir innanríkisráðuneytið. Held að það sé nauðsynlegt að fá álit umboðsmanns Alþingis um það mál og e.t.v. að vísa því til EFTA, ESB og Mannréttindadómsstólsins, verði þessu fyrirkomulagi ekki breytt á yfirstandandi þingi. Og kannski verður að gera þetta hvort eð er til að fá leiðréttingu á hugsanlegum brotum á mannréttindum þeirra sem handteknir voru við friðsamleg mótmæli og andóf vegna Álftanesvegar.

Ómar Bjarki Smárason, 27.10.2013 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 28
  • Sl. sólarhring: 244
  • Sl. viku: 4936
  • Frá upphafi: 3194555

Annað

  • Innlit í dag: 24
  • Innlit sl. viku: 4075
  • Gestir í dag: 24
  • IP-tölur í dag: 24

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband