Leita í fréttum mbl.is

Er ekki nóg komið

af bullinu frá ESB?

Nú á að knýja fram bensínhækkun hjá okkur á grundvelli dellulaga sem við hirðum án skoðunar frá Brussel.

Svo segir í Mogga:

"Um næstu áramót taka gildi lög um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi. Byggjast lögin á tilskipun frá ESB og fela m.a. í sér að lögð er sú skylda á seljendur eldsneytis hér á landi að minnst 3,5% orkusölunnar verði af endurnýjanlegum uppruna frá og með árinu 2014. Hlutfallið fari í 5% árið 2015 og 10% árið 2020. Samhliða verði hlutfall endurnýjanlegrar orku í heild 20% í landinu.

 

Glúmur Jón Björnsson, framkvæmdastjóri efnarannsóknastofunnar Fjölvers, segir að lögin muni hafa áhrif á eldsneytisverð. Neytendur þurfi að kaupa dýrara eldsneyti en rýrara að gæðum með innfluttum íblöndunarefnum. Hann bendir á að hlutfall endurnýjanlegrar orku sé um 75% á Íslandi og því langt umfram þau 20% sem tilskipun ESB kveður á um. »Skattar verða felldir niður af þessum 3,5%. Við það verður ríkið af um 800 milljóna króna tekjum. Þessir peningar munu ekki skila sér til neytenda vegna þess hve kostnaðurinn eykst við innkaupin.« "

Flytja á inn eitthvað annað en ódýra orkugjafa til að blanda í bensísið svo að einstæða móðrin borgi örugglega meira fyrir að keyra barn sitt í skólann í stað þess að hjóla eins og Gísli  Marteinn . Ríkið ætlar örugglega ekkert að sleppa 800 milljónum af tillitsemi við hana né nokkurn annan.

Göngum úr þessu  EES sem aldrei skyldi verið hafa. Með sífelldu regulgerðarklaki Brussel er þetta löngu orðið að áþján og ofríki sem ekkert á við á Íslandi frekar en Schengen og fleira í þeim dúr. Í það minnsta verðum við að hætta að láta möppudýrin okkar stjórna Alþingi með því að leggja alla vitleysu sem frá Brussel kemur fyrir fávísa þingmenn til stimplunar á borð við þessi lög.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Halldór minn, þú ert andstæðan við bullkenndan yfirgang ESB:

góður í þessum skrifum þínum!

Jón Valur Jensson, 31.10.2013 kl. 09:39

2 identicon

Heill og sæll Halldór æfinlega; sem og aðrir gestir, þínir !

Ég hefi; ekki nokkru, við orð ykkar Jóns Vals að bæta.

Í tíma talað; sannarlega.

Með beztu kveðjum; af Suðurlandi, sem jafnan /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 31.10.2013 kl. 12:30

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Jón og Helgi vinir mínir. Það er hart að við skulum vera orðnir eins og hrópendurnir í eyðimörkinni.

Þjóðin dansar öll með í vitleysunni og það er eins og það sé engu hægt að breyta. Allt skal keyrt í gegn hverjir svo sem sitja í hinum hæstu embættum.

Við verðum að vona að hann Davíð taki eitthvað af þessu fyrir í Mogganum sem er eini fjölmiðilllinn fyrir utan bloggið sem segir stundum sannleikann.Enda er Davíð sá maður sem flesyir hafa traust á, þrisvar sinnum fleiri en hafa traust á næsta manni í röðinni hvort sem er Steingrímur eða Jóhanna, Bjarni Ben eða Sigmundur.Þetta fólk er ekki að sanna sig.

Halldór Jónsson, 31.10.2013 kl. 12:51

4 identicon

Tek undir hjá þér Halldór góð skrif.

Sveinn Dagur Rafnsson (IP-tala skráð) 1.11.2013 kl. 15:10

5 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir Sveinn Dagur. Ég fór á síðuna þína þar sem ég hafði ekki gert það áður. Mér fannst einkar athyglivert það sem þú segir um að kvenréttindabaráttan líkist einskonar hugsanalögreglu. Menn eigi ekki að hafa nema viðurtekna skoðun.

Það er svona svipað ef þú segir að þú hafir álit á Davíð þá ertu úthrópaður sem fífl af vinstri hugsanalögreglunni. En segir þú mótsett þessu þá þegja allir.

Það er einhvers konar hugsanaleynilögregla í gangi.Það er hægt að kaupa sér aðgang að því apparati eins og Jón Ásgeir og aðrir bréfaguttar gerðu fyrir hrun. Ekki mátti mikið setja út á þá öðruvísi en að fá á glannann.

Gaman að heyra í svona ungum og hressum stráki.

Halldór Jónsson, 2.11.2013 kl. 08:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Halldór Jónsson
Halldór Jónsson

verkfræðingur, flugdellukall, tennis-og badmintonspilari

-ekki góður í neinu af þessu-

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 3419710

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Eldri færslur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband